„Ingiríður Ingimundardóttir (Fagradal)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ingiríður Ingimundardóttir (Fagradal)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 25: | Lína 25: | ||
*Prestþjónustubækur.}} | *Prestþjónustubækur.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | {{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Húsfreyjur] | [[Flokkur: Húsfreyjur]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] |
Núverandi breyting frá og með 25. febrúar 2017 kl. 17:18
Ingiríður Ingimundardóttir frá Miðey í A-Landeyjum, húsfreyja í Fagradal fæddist 15. ágúst 1873 og lést 17. apríl 1959.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Ingimundarson bóndi, f. 23. janúar 1842 í Miðey, d. 17. ágúst 1894, og kona hans Þuríður Árnadóttir húsfreyja, síðar á Skjaldbreið, f. 23. mars 1845, d. 11. nóvember 1930.
Börn Ingimundar og Þuríðar í Eyjum:
1. Helgi Backmann Ingimundarson skipstjóri, f. 25. september 1870, d. 27. nóvember 1952.
2. Ingiríður Ingimundardóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1873, d. 17. apríl 1959.
3. Árni Ingimundarson skipstjóri, f. 6. janúar 1877, d. 1. apríl 1908.
4. Sigurður Ingimundarson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 22. maí 1878, d. 5. apríl 1962.
5. María Ingimundardóttir, síðar húsfreyja á Miðnesi, Gull., f. 26. mars 1882, d. 3. apríl 1935.
Ingiríður var með foreldrum sínum í Miðey í æsku, var vinnukona á Tjörnum u. V-Eyjafjöllum 1890, vinnukona á Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum 1901.
Hún fluttist til Eyja frá Seyðisfirði 1904, var vinnukona á Bergstöðum 1906, vinnukona hjá Oddi Jónssyni húsmanni í Sandprýði 1907, giftist honum á því ári og bjó í Sandprýði, en á Skjaldbreið 1910.
Þau voru komin í Fagradal 1913 og bjuggu þar meðan Oddur lifði.
Hann lést 1927.
Ingiríður bjó í Fagradal með börnum sínum 1930, en fluttist úr bænum í byrjun 4. áratugarins, bjó síðast í Skipasundi 70 í Reykjavík. Hún lést 1959.
Maður Ingiríðar, (21. desember 1908), var Oddur Jónsson útvegsbóndi, netagerðarmaður, f. 4. mars 1877, d. 26. mars 1927.
Börn þeirra voru:
1. Árni Bergmann Oddsson skipstjóri, síðar bifreiðastjóri, verkstjóri í Reykjavík, f. 31. júlí 1909 á Skjaldbreið, d. 19. mars 1972.
2. Guðrún Anna Oddsdóttir, f. 31. desember 1910 á Skjaldbreið, húsfreyja í Reykjavík, d. 19. ágúst 2000.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.