„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2004/ Nokkur merk afmæli“: Munur á milli breytinga
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 37: | Lína 37: | ||
Það er þetta með „valdsmanni á hverjum stað“, sem embættismennirnir vilja fá skorið úr um hver er og einnig virðast bæjarfógeti og bæjarstjóri ekki vera á einu máli um hvort hér í Eyjum gildi sérreglur.<br> | Það er þetta með „valdsmanni á hverjum stað“, sem embættismennirnir vilja fá skorið úr um hver er og einnig virðast bæjarfógeti og bæjarstjóri ekki vera á einu máli um hvort hér í Eyjum gildi sérreglur.<br> | ||
Hér er fyrsta bréfið frá bæjarfógetanum, Kristjáni Linnet, til hafnarnefndar Vestmannaeyja. skrifað 15. febrúar 1934.<br><br> | Hér er fyrsta bréfið frá bæjarfógetanum, Kristjáni Linnet, til hafnarnefndar Vestmannaeyja. skrifað 15. febrúar 1934.<br><br> | ||
''Eftir beiðni eftirlitsmanna og hafnsögumannsins auglýsti jeg að við inn - og útsiglingu á höfnina skyldi ekki farið eftir alþjóðareglum heldur gagnstætt þeim. Var af vitamálastjóra og œðri stjórnvöldum ekki talið rétt að gera þetta og talið að þetta gæti komið að sök ef útlend skip sigldu beint inn. | ''Eftir beiðni eftirlitsmanna og hafnsögumannsins auglýsti jeg að við inn - og útsiglingu á höfnina skyldi ekki farið eftir alþjóðareglum heldur gagnstætt þeim. Var af vitamálastjóra og œðri stjórnvöldum ekki talið rétt að gera þetta og talið að þetta gæti komið að sök ef útlend skip sigldu beint inn.'' | ||
Jeg auglýsti því að þessi regla (sem hefur verið hjer um allmörg ár) skyldi ekki gilda heldur hinar alþjóðlegu sjóferðareglur. En þar eð jeg hef orðið var við almenna óánægju meðal sjómanna út af þessu og hafnsögumaðurinn Hannes Jónsson meira að segja sagt að hann gœti ekki farið eftir hinum alþjóðalegu reglum við leiðsögn skipa vegna sérstakrar aðstöðu hjer þá leyfi jeg mér beiðast umsagnar hafnarnefndar um þetta mál og skal um leið taka fram að jeg gerði það ekki fyr vegna þess að hjer var að eins um viðhald reglu að ræða, sem gilt hafði áður en jeg tók við embœttinu.'' | ''Jeg auglýsti því að þessi regla (sem hefur verið hjer um allmörg ár) skyldi ekki gilda heldur hinar alþjóðlegu sjóferðareglur. En þar eð jeg hef orðið var við almenna óánægju meðal sjómanna út af þessu og hafnsögumaðurinn Hannes Jónsson meira að segja sagt að hann gœti ekki farið eftir hinum alþjóðalegu reglum við leiðsögn skipa vegna sérstakrar aðstöðu hjer þá leyfi jeg mér beiðast umsagnar hafnarnefndar um þetta mál og skal um leið taka fram að jeg gerði það ekki fyr vegna þess að hjer var að eins um viðhald reglu að ræða, sem gilt hafði áður en jeg tók við embœttinu.'' | ||
:::::::::::::::''Kr. Linnet''<br><br> | :::::::::::::::''Kr. Linnet''<br><br> | ||
Skv. þessu bréfi hefur bæjarfógetinn Kristján Linnet auglýst að við siglingu inn - og út úr Vestmannaeyjahöfn skuli víkja öfugt þ.e.a.s. stjórnborð, á móti stjórnborði en ekki bakborð á móti bakborði eins og siglingareglurnar kveða á um. Gerði hann þetta að beiðni eftirlitsmanna og hafnsögumannsins (Hannes Jónsson á Miðhúsum). í bréfinu kemur fram að vitamálastjóri og æðri stjórnvöld töldu ekki rétt að gera þetta, það gæti komið að sök, ef útlend skip sigldu „beint inn". | Skv. þessu bréfi hefur bæjarfógetinn Kristján Linnet auglýst að við siglingu inn - og út úr Vestmannaeyjahöfn skuli víkja öfugt þ.e.a.s. stjórnborð, á móti stjórnborði en ekki bakborð á móti bakborði eins og siglingareglurnar kveða á um. Gerði hann þetta að beiðni eftirlitsmanna og hafnsögumannsins (Hannes Jónsson á Miðhúsum). í bréfinu kemur fram að vitamálastjóri og æðri stjórnvöld töldu ekki rétt að gera þetta, það gæti komið að sök, ef útlend skip sigldu „beint inn". |
Útgáfa síðunnar 20. febrúar 2017 kl. 11:32
Í maí 1941 birtist í blaðinu Sjómaðurinn sem gefið var út af Stýrimannafélagi Íslands viðtal við Gísla J. Johnsen (1881 - 1965) útgerðarmann og heiðursborgara Vestmannaeyja. Þetta viðtal birtist einnig í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 2002.
Þar segir hann m.a. um árið 1904, fyrir 100 árum, þegar hann var 23 ára.
„Á árinu 1904 byggði ég fyrstu verslunarhús mín og þótti mér það sögulegur viðburður í starfsögu minni. Á þessu ári gerðist fleira merkilegt. Þá tókst mér að senda fyrsta fisk - „slattann“ til Spánar frá Vestmannaeyjum og nokkuð af hrognum líka. Var það í fyrsta skipti sem slíkt var gert í nafni íslenskrar verslunar - og útgerðarmanns. Um þetta leyti eru mótorbátarnir fyrst að koma til sögunnar. Ég fór eina ferð mína þá til útlanda og keypti fyrsta mótorinn sem kom til Suðurlandsins. Þennan mótor keypti ég í Danmörku og var það Dan -mótor. Keypti ég þessa tegund vegna þess að hún var auðveld í meðförum. Jafnframt keypti ég efni í vélbát og kom með hvort tveggja heim samtímis. Hinn kunni bátasmiður, Bjarni þorkelsson, byggði bátinn fyrir mig og var hann 6 tonn að stærð. Mótorinn kostaði 2 þúsund krónur en báturinn með útbúnaði 4 þúsund krónur. Þessi bátur hlaut nafnið í skírninni Eros en einhvern veginn festist hið óveglega nafn Rosi við hann. Þessi bátur var svo reyndur hér og gafst sæmilega. Vélamaður á honum var Ágúst Gíslason og skipstjóri Sigurður Sigurðarson báðir úr Eyjum. Vitanlega var gert gys að mér fyrir þessa bíræfni og töldu flestir að strákurinn myndi setja sig á hausinn með þessum glannaskap.
Þessi bátur varð þó til þess að ryðja brautina fyrir svo örri þróun í fiskiflotanum að annað eins höfum við ekki séð. Þó að einstaka sinnum gengi skrykkjótt með vélina - og hef ég grun um að nafnið á bátnum, stafi af því - sýndi sig það þó að vélbátarnir gjörbreyttu aðstöðu fiskimanna til sjósókna og allir vildu losna við róðrarbátinn og fá vélbát í staðinn.“
Þorsteinn Jónsson skipstjóri og útgerðarmaður í Laufási segir um þetta í bók sinni Formannsævi í Eyjum bls. 109. „Bjarni Þorkelsson sem var allþekktur bátasmiður við Faxaflóa og víðar, smíðaði bátinn. Var hann snotur. Hann var skírður Eros. Hann hefur líklega verið 3 - 4 smálestir að stærð. Í hann var settur tveggja sýlindra Möllemps-mótor.“
Hvort þetta hefur verið Dan - eða Möllerupsvél skiptir ekki öllu. Þarna er um upphafið að vélknúnum bát að ræða í Vestmannaeyjum. Og sá sem stóð fyrir því var aðeins 23 ára gamall athafnamaður sem átti eftir að marka djúp spor í at-vinnusögu Eyjanna.
Ágúst Gíslason hlýtur að teljast fyrsti vélstjórinn í Vestmannaeyjum. Hann var frá Hlíðarhúsum en byggði síðar Valhöll við Strandveginn. Á sama máta er Sigurður Sigurðarsonfyrsti vélbáta skipstjórinn hér þótt Eros væri ekki gerður út til fiskveiða. Sigurður var frá Frydendal seinni maður Sigríðar móður Gísla.
OG TIL VIÐBÓTAR ÚR ALMANAKI TRYGGINGAMIÐSTÖÐVARINNAR
2. ágúst 1874 Þjóðhátíð haldin í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum 130 ár síðan.
3. júní 1894 Eldey klifin í fyrsta sinn af þremur ofurhugum úr Eyjum 110 ár síðan.
Þetta voru [[Hjalti Jónsson)) (Eldeyjar Hjalti) og bræðurnir Ágúst og Stefán Gíslasynir. Hjalti var hálfþrítugur en bræðurnir voru um tvítugt.
24. mars 1934Slysavarnadeildin Eykyndill stofnuð 70 ára.
24. október 1934 Sjómannafélagið Jötunn stofnað, 70 ára.
15. mai 1944 Sjómannadagsráð stofnað, 60 ára
19. desember 1944 Fiskideild Vestmannaeyja stofnuð, 60 ára
10. júlí 1954 M.b. Björgvin VE 271 skipstjóri Þórður Stefánsson hóf veiðar í humartroll og hafa þær verið stundaðar síðan í 50 ár.
Hinn 20. ágúst 1939 hóf Guðmundur Vigfússon í Holti skipstjóri á Voninni VE 279 tilraunir með humartroll. Ekki varð framhald veiðanna þá.
1. október 1964 Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum stofnaður, 40 ár síðan.
12. mars 1984 Guðlaugur Friðþórsson vann það einstæða afrek, að bjarga sér á sundi er m.b. Hellisey VE 503 fórst við Ledd, rúmar 3 sjómílur, til lands austan á Heimaey. 20 ár síðan.
8. desember 1984 Básar, félagsmiðstöð: Björgunarfélags Vestmannaeyja, Sjómannadagsráðs, Slysavarnadeildarinnar Eykyndils, Skipstjóra - og Stýrimannafélagsins Verðanda og Vélstjórafélags Vestmannaeyja, vígt, 20 ár síðan.
Fleira má tilnefna.
Úr bók Haraldar Guðnasonar, Ægisdyr fyrra bindi, m.a. um árið 1954, 50 ár síðan.
Tíðarfar var fremur hagstætt, nema sumarið norðanlands. Vertíð hófst 23. janúar. Á vertíð voru 71 þilfarsbátur og nokkrir opnir bátar. 53 voru með net og línu. Heildarafli var 29,389 lestir (5899 1. meiri en f.á). Aflakóngur Benoný Friðriksson skipstjóri á Gullborgu með 877 tonn.
Var þetta ein mesta framleiðsluvertíð í Vestmannaeyjum.
Og enn úr Ægisdyrum, fyrra bindi, m.a. um árið 1964, 40 ár síðan.
Ólafur Sigurðsson frá Skuld var aflakóngur (þetta er miðað við tímabilið áramót til miðs maí) á 30 ára skipstjórnarferli sínum. Afli hans var 1283 lestir, auk 10.500 tunna af síld og 3.500 tunna af loðnu frá áramótum. Ólafur var skipstjóri á Ófeigi 2. Kristinn Pálsson skipstjóri á Berg var með mest aflaverðmæti 1964 (miðað við allt árið) 10,5 miljónir kr.
Um 80 bátar voru gerðir út, en 90 þá flestir voru. Mikill afli í nót um miðjan mars (þorskur). Afli í vertíðarlok var 48 þús. lestir (bolfiskur). Afli í net ekki mikill og línuvertíð mjög rýr. Síldarafli var 48 þús. lestir.
SÉRREGLUR FYRIR VESTMANNAEYJAHÖFN
EMBÆTTISMENN ÞVÖRGUÐU UM SIGLINGAREGLURNAR, ÁRIÐ 1934, FYRIR 70 ÁRUM
Í bréfasafni Vestmannaeyjahafnar eru til 3 bréf frá árinu 1934, 70 ára gömul, um ákvæðið, um siglingar í höfnum inni o.s.frv. Þetta eru bréf bæjarfógeta, bæjarstjóra og vitamálastjóra.
Í siglingareglunum. Tilskipun um alþjóðlegar sjóferðareglur, sem fylgja skal á íslenskum skipum (nr. 8 11. apríl 1933) og eru í Sjómannaalmanakinu 1934 segir:
Fyrirvari með tilliti til reglna fyrir siglingum, á höfnum eða innan fjarða.
- 30. gr. Ekkert sem stendur í reglum þessum, skal verða því til fyrirstöðu, að sérstakar reglur gildi fyrir siglingar í höfnum inni, á ám eða fjörðum, séu þær gefnar á tilhlýðilegan hátt af valdsmanni á hverjum stað.
- 30. gr. Ekkert sem stendur í reglum þessum, skal verða því til fyrirstöðu, að sérstakar reglur gildi fyrir siglingar í höfnum inni, á ám eða fjörðum, séu þær gefnar á tilhlýðilegan hátt af valdsmanni á hverjum stað.
Það er þetta með „valdsmanni á hverjum stað“, sem embættismennirnir vilja fá skorið úr um hver er og einnig virðast bæjarfógeti og bæjarstjóri ekki vera á einu máli um hvort hér í Eyjum gildi sérreglur.
Hér er fyrsta bréfið frá bæjarfógetanum, Kristjáni Linnet, til hafnarnefndar Vestmannaeyja. skrifað 15. febrúar 1934.
Eftir beiðni eftirlitsmanna og hafnsögumannsins auglýsti jeg að við inn - og útsiglingu á höfnina skyldi ekki farið eftir alþjóðareglum heldur gagnstætt þeim. Var af vitamálastjóra og œðri stjórnvöldum ekki talið rétt að gera þetta og talið að þetta gæti komið að sök ef útlend skip sigldu beint inn.
Jeg auglýsti því að þessi regla (sem hefur verið hjer um allmörg ár) skyldi ekki gilda heldur hinar alþjóðlegu sjóferðareglur. En þar eð jeg hef orðið var við almenna óánægju meðal sjómanna út af þessu og hafnsögumaðurinn Hannes Jónsson meira að segja sagt að hann gœti ekki farið eftir hinum alþjóðalegu reglum við leiðsögn skipa vegna sérstakrar aðstöðu hjer þá leyfi jeg mér beiðast umsagnar hafnarnefndar um þetta mál og skal um leið taka fram að jeg gerði það ekki fyr vegna þess að hjer var að eins um viðhald reglu að ræða, sem gilt hafði áður en jeg tók við embœttinu.
- Kr. Linnet
- Kr. Linnet
Skv. þessu bréfi hefur bæjarfógetinn Kristján Linnet auglýst að við siglingu inn - og út úr Vestmannaeyjahöfn skuli víkja öfugt þ.e.a.s. stjórnborð, á móti stjórnborði en ekki bakborð á móti bakborði eins og siglingareglurnar kveða á um. Gerði hann þetta að beiðni eftirlitsmanna og hafnsögumannsins (Hannes Jónsson á Miðhúsum). í bréfinu kemur fram að vitamálastjóri og æðri stjórnvöld töldu ekki rétt að gera þetta, það gæti komið að sök, ef útlend skip sigldu „beint inn". í þessu sambandi á eftirfarandi við: Þegar útlend skip koma til erlendrar hafnar eiga skipstjórnar-menn þeirra að kynna sér hvort sérreglur séu þar í gildi. Vanþekking á þeim afsakar ekki brot. Bæjarfógetinn auglýsti því, þrátt fyrir óánægju meðal sjómanna og Hannesar lóðs, að þessi regla, sem hefur verið í allmörg ár þ.e.a.s. stjórnborð á móti stjórnborði skyldi ekki gilda, heldur hinar alþjóðlegu sjóferðareglur. I bréfinu biður bæjar-fógetinn um umsögn hafnarnefndar um þetta mál. Það er ekki óeðlilegt að Hannes lóðs hafi viljað vfkja öfugt við inn - og útsiglingu í Vestmannaeyjahöfn, sérstaklega þegar hann hefur verið að taka skip inn í austan brælum. Fyrir gos átti austan aldan greiða leið að hafnargörðunum. Við þær aðstæður var betra að fara nálægt suður-garðinum (Hringskersgarðinum), fara rétt með honum eins og aðstæður voru á þeim tíma. Þegar
Innsiglinginfyrir gos. Bátur að nálgast Hringskersgarðinn við erfiðar aðstœður.
farið var fjær honum gat það skeð að skipin fengu sjó undir sig að aftanverðu á bakborða og snerust nærri flöt í það borð. Það var ekki gott. Þá gat reynst örðugt að víkja til stjórnborða fyrir skipi sem var að koma út úr höfninni, þannig að bakborði yrði á móti bakborða. Það var um að gera að fara sem næst Hringskersgarðinum á innleið og draga þann-ig úr beygjunum, þá var minni hætta á að skipin snerust. Auðvitað átti og á ekkert skip að fara út úr höfninni þegar skip kemur inn, það á að bíða innanhafnar þar til skip á leið inn er komið þangað. Það sýnir góða sjómennsku. En samt skeður það stundum og Hannes lóðs hefur greinilega lent í því að þurfa að mæta skipi í Leiðinni, eins og kemur fram síðar. I fyrrnefndum sjóferðareglum nr. 8 11. apríl 1933 segir: Þegar gufuskip er í mjóum sundum. 25.gr. Þegar gufuskip siglir í mjóum sundum, skal það, ef það er hættulaust, halda sér þeim megin í álnum eða miðsundinu. sem að stjórnborða veit. Þessi regla fyrirskipar ef hættulaust er, að halda sig stjórnborðsmegin í mjóum sundum eins og í innsiglingunni okkar. Betra var tvímælalaust að fara inn bakborðsmegin þarna því hættulegra var að fara stjórnborðsmegin eins og sýnt hefur verið fram á. Það var ekki verið að brjóta þessa reglu, þótt farið væri bakborðsmegin inn og út úr höfninni. Þar eð það var ekki hættulaust við þær aðstæður sem voru í framhaldi af bréfi Kristjáns bæjarfógeta til hafnarnefndar skrifaði bæjarstjórinn í Vestmanna-eyjum, Jóhann Gunnar Olafsson, eftirfarandi bréf h. 13. mars 1934 til Thorvald Krabbe vitamála-stjóra:
Jafnframt því að senda yður, herra vita-málastjóri, hjálagt bréf bœjarfógetans hér dags. 15. feb. s.L, þar sem hann fer því enn fram að fá breytt reglum um innsiglingu í höfnina hér, leyfi e'g mér að mœlast til umsagnar yðar um það, hvort þér teljið ráðlegt hafa hér aðrar reglur en almennt gilda. Það er ekki rétt hjá bœjarfógeta að hér hafi gilt aðrar reglur um innsiglingu t'höfnina. Eg hefcítt tal um þetta við marga formenn og segjast þeir alltaf hafa vikið eftir alþjóðareglum á Leiðinni, eins og annarsstaðar, og ekki hefi ég orðið var við ódnœgju þá, sem hann telur að sé meðal sjómanna út af fyrirskipun yðar um afturköllun á breyting-unni. Ut af umrnælurn Hannesar Jónssonar hafnsögu-manns vil ég geta þess að hann hefur verið því fylgjandi, að þessi breyting yrði framkvœmd, og rökstutt þá skoðun sína með því, að hann gœti ekki vikið hafskipum eftir alþjóðareglum nema setja þau í strand. Um hafskip verður auðvitað að gilda sú regla, eins og verið hefur alltaf, að þau víkja alls ekki, enda er innsiglingin (Leiðin) svo grunn, að þau fljóta ekki inn nerna urn mjóa rás, ef ekki er stórstraumsflóð. Ennfrernur væri nauðsynlegt að fá úr því skorið, hvort ekki sé átt við hafnarnefnd og bæjarstjórn í 30. grein tilskipunar urn alþjóðlegar siglingareglur o.s.frv. nr. 3, 20. janúar 1899, þar sem talað er um valdsmann. Virðist það liggja nœst að skilja grein-ina svo, eins og nú háttar til, og vœri rétt að atvinnumálaráðuneytið skæri úr því, svo engin glundroði komist framvegis í þessi mál. Jóhann Gunnar Olafsson. Það er ekki rétt hjá bæjarstjóranum í þessu bréfi að bæjarfógetinn fari enn fram á að fá breytt reglum um innsiglinguna í bréfinu frá 15. febrúar. Hann biður um umsögn hafnarnefndar um þetta mál. Skýrt kemur fram í bréfi bæjarstjórans til vita-málastjóra að þeir, bæjarfógetinn og bæjarstjórinn, eru ekki sammála, hvaða reglur gildi hér um sigl-ingu skipa í höfninni. Hafa reyndar misvísandi upplýsingar. I þessu bréfi bæjarstjórans til vitamálastjórans leitar hann umsagnar á því hvort rétt sé að breyta reglunum um siglingu í höfninni þ.e.a.s. hafa aðra reglur en almennt gilda. Hann tekur fram við vitamálastjóra að Hannes lóðs vilji að breytingin gildi þ.e. að vfkja öfugt miðað við alþjóðareglurnar. Og bæjarstjórinn óskar eftir við vitamálastjóra að úr því verði skorið hjá atvinnumálaráðuneytinu við hvað sé átt þegar talað er um valdsmann. í framhaldi af þessu bréfi bæjarstjórans skrifar Thorvald Krabbe vitamálastjóri eftirfarandi bréf, h. 20. mars 1934, til atvinnu- og samgönguráðu-neytisins. Með bréfi dags 13. þ. rn. hefur bæjarstjórirm í Vestmanriaeyjum sent mér bréf bæjarfógeta s. st. dags. 15. f. rn. urn reglur fyrir siglingu inri og út höfnina. Eins og hinu háa ráðuneyti er kunriugt, auglýsti bæjarfógetinn í vetur, að við inn - og útsiglingu þessa skyldu skip er mættust víkja til bakborða, þrátt fyrir það að alþjóðasjóferðareglur fyrirskipa að þau víki til stjórnborða, og vildi hann telja þetta heimilað í 30. gr. í tilskipun nr. S, 11. apríl 1933, Þar sem þetta var rnér kiiniiugt símaði ég bæjar-fógeta í samráði við rúðherra og bað hann að afturkalla þessa auglýsingu, þar sem talið væri rétt að alþjóðareglan gilti einnig urn þessa leið enda var það þegar gert. Eg er enn á þeirri skoðun, að ekki sé rétt að hafa sérstaka regltt þar. Bæjarfógeta og bæjarstjóra ber ekki saman, en mér er ekki kunnugt að nokkur sérstök regla hafi verið gildandi fyrir Vestmannaeyjahöfn, ég hefi hvergi getað fundið hana. Mér virðist ekki geti komið til nokkurra mála, að slík afbrigði frá alþjóðareglunum geti gengið í gildi nema með samþykki ráðherra. Ég álít að sá „valdsmaður" sem umrædd 30. gr. ræðir um, sé hafnarstjóri (haf-narvörður) eða formaður hafnamefndar, sem eru tilþess að halda uppi reglu á höfninni, sbr. IVkafla í Haþiarreglugjörð fyrir Vestmannaeyjakaupstað 30. ágúst 1926 og 5. - 8. gr. hafnarlaga fyrir Vestmannaeyjar 10. nóv. 1913. Eg fæ ekki skilið ákvæði hafnarreglugerðarinnar og hafnarlaganna öðruvísi en svo, að allt framkvæmdavald við stjórn hafnarinnar sé falið hqfnarnefrid og bœjarstjórn undir yfirumsjón Stjórnarráðsins, en ég get ekki séð neina heimild fyrir bæjarfógeta til að skipta sér af hafnarmálum, nema um brot gegn reglugerðinni sé að ræða. Eg tel alveg nauðsynlegt að framkvæmdavaldið liggi eingöngu hjá hafnarnefnd og bœjarstjóm undir umsjá ráðherra, og vil ég leyfa mér að fara þess á leit að hið háa ráðuneyti vilji staðfesta þetta og tilkynna það hlutaðeigendum í Vestmannaeyjum og víðar að þörfum. Thorvald Krabbe Skv. þessu bréfi veit vitamálastjóri ekki til þess að sérreglur séu í gildi um siglingu skipa í Vestmannaeyjahöfn. Að hans áliti getur afbrigðið frá alþjóðasjóferðareglunum ekki gengið í gildi nema með samþykki ráðherra. Og hann telur að sá "valdsmaður" sem umrædd 30. gr. fjallar um sé hafnarstjóri (hafnarvörður) eða formaður haf-namefndar. Hann telur að ákvæði hafnar-reglugerðar og hafnarlaga sé í höndum hafnar-nefndar og bæjarstjórnar undir yfirumsjón stjórnar-ráðsins. Og hann telur ekki heimilt fyrir bæjar-fógeta að skipta sér af hafnarmálum, nema þegar um brot á reglugerð er að ræða. Ekki eru til fleiri heimildir um þetta mál. Trúlega hafa sjóferðareglurnar eins og siglingareglurnar voru kallaðar á þessum tíma, verið hafðar óbreyttar hér eftir þessi bréfa skipti embættismannanna.
Innsiglingin núna - þröng leið Engum hafnsögumanni eða skipstjóra dytti í hug að fá reglunum breytt hérna núna, eins og aðstæður eru eftir gos. Nú má segja að leiðin frá Klettsnefi og inn sé þröng og bugðótt leið. Og sjólaus frá rauðubaujunni á miðri Vfkinni og inn. Um siglingu á þannig hafsvæðum segir í núgildandi siglinga-reglum frá 1972 með breytingum, þeim síðustu frá 1993. 9. regla Þröngar leiðir a. Skip sem siglir þröngt sund eða ál, skal halda eins nærri ytri mórkum sundsins eða leiðarinnar, sem veit að stjórnborða, og unnt er án áhættu. b. Skip sem er styttra en 20 metrar, eða seglskip má ekki hindra siglingu skips, er aðeins getur siglt af fullu öryggi með því að þrœða þröngt sund eða ál. c. Skip sem er á fiskveiðum, má ekki trufla siglingu skips, erfer eftir þröngu sundi eða ál. d. Skip má ekki sigla þvert yfir þröngt sund eða ál, ef það truflar með því siglingu skips, sem öryggis vegna verður að þræða sundið eða álinn. A síðarnefnda skipinu má nota hljóðmerki, sem kveð- ið er á um í d - lið 34. reglu, ef vafi leikur á um fyrirætlaða siglingu þess skips, sem ætlar þvert yfir. Þetta hljóðmerki er 5 stutt. e. 1. Sé þvi' aðeins unnt að sigla fram úr skipi í þröngu sundi eða ál, að skipið hliðri til og beiti sérstökum stjómtökum, svo að sigla megi framhjá því með fullu öryggi, þá skal á skipinu, sem ætlar að sigla uppi og framhjá, láta þá fyrirætlun í Ijós með viðeigandi hljóðmerki, eins og mælt er fyrir um í 1. gr. c - liðar 34. reglu. Þessi hljóðmerki eru: 2 löng og 1 stutt: „Ég ætla að sigla fram úr á stjórnborða", og 2 löng og 2 stutt: „Eg ætla að sigla fram úr á bakborða". Sé fallist á framúrsiglingu, skal á skipinu, sem sigla skal framúr, gefa rétt hljóðmerki, eins og ákveðið er í 2. gr. c - liðar 34. reglu, og gera við-hlítandi ráðstafanir til að sigla megi framhjá skip-inu með fullu öryggi. Þetta hljóðmerki er: 1 langt 1 stutt 1 langt 1 stutt: „Eg er samþykkur". Ef nokkur vafi er á því, getur sama skip gefið frá sér hljóðmerki, eins og kveðið er á um í d lið 34. reglu. Þ.e. ef ekki er fallist á framúrsiglingu þá er gefið hljóðmerkið 5 stutt. 2. Regla þessi leysir ekki þann, sem siglir fram úr. undan ákvæðum 13. reglu. Þ.e. skip sem siglir uppi annað skip ber alla ábyrgð á framúr siglingunni. / Skip sem nálgast bugðu eða svæði í þröngu sundi eða ál, þar sem önnur skip geta verið í hvaifi, skal sigla með sérstakri árvekni og varúð og gefa viðeigandi hljóðmerki, eins og mælt erfyrir { e - lið 34. reglu. Þetta hljóðmerki er 1 langt hljóð. Auðvitað á að nota þetta hljóðmerki alltaf þegar skip nálgast Klettsnefið. Og á stórum skipum, afturbyggðum ætti skilyrðislaust að vera maður á útverði frammi í stefni. g. Sérhvert skip skal, svo fremi aðstœður hverjtt sinni leyfa, forðast að varpa akkeri í þröngu sundi. Hér í Vestmannaeyjum gæti orðið mikið tjón ef skip lét akkeri falla á Víkinni eða í Flóanum, 2 vatnsleiðslur, 2 rafmagnskaplar og 2 ljósleiðara-kaplar, liggja þar eftir botninum. Ef siglingareglurnar eru virtar og gætt er þeirrar varúðar sem sérstakar aðstæður kunna að útheimta gengur allt vel. Lóðsar og skipstjórar eiga líka að nota talstöð, VHF, hafa samband ef eitthvað er óljóst, eða þegar þær aðstæður skapast að snið-ganga þurfi siglingareglurnar eins og heimilt er samkvæmt 2. reglu b.,og koma sér þá saman um viðbrögð við því. Beita síðan stjórntökum í tæka tíð svo um munar. Og aldrei má vanrækja þann þátt að sýna góða sjómennsku, hverju sinn, bæði í blíðu og stríðu, fátt er farsælla fyrir góða siglingu, hvar og hvenær sem er.
HANNES JÓNSSON MIÐHÚSUM Formaður og lóðs f. 21. nóvember 1852 - D. 31. júlí 1937 Hér verður stuðst við frásagnir, af Hannesi, úr bókinni Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum eftir Jóhann Gunnar Ólafsson, úr bókinni Ægisdyrum 1. bindi, eftir Harald Guðnason og óundirritaðri minn-ingargrein í blaðinu Víðir frá 14. ágúst 1937, trú-lega eftir ritstjórann Magnús Jónsson frá Sólvangi. „Fyrst úr Sögum og sögnum: Hannes Jónsson hafnsögumaður fæddist 21. nóvember 1852. For¬eldrar hans voru Jón Hannesson tómthúsmaður í Nýjakastala og kona hans Margrét Jónsdóttir. Jón Hannesson drukknaði 21. október 1853, mánuði áður en Hannes varð ársgamall. Jón hafði farið í hákarlalegu með Lars Tranberg á áttæringnum Najaden. Jón var seinni maður Margrétar. Aður hafði hún verið gefin Jóni Gíslasyni bónda í Túni. Drukknaði hann einnig í hákarlalegu. Margrét hafði eignast eitt barn með Jóni Gíslasyni, Sesselju, en með Jóni Hannessyni átti hún tvö börn, Hannes og Jóhönnu. Börnin voru öll í ómegð, þegar Jón Hannesson drukknaði. Átti Margrét því erfitt uppdráttar. Hannes hafði varla slitið barnsskónum þegar hann byrjaði að draga til heimilisins. Um 10 ára aldur byrjaði hann að róa með fullorðnum. A sumr-tn reri hann oft með Magnúsi Pálssyni, bónda á Vilborgarstöðum. Hafði Magnús með sér þrjá eða fjóra stráka og stundaði róðra á grunnmiðum og aflaði stundum vel. Kom fyrir, að þeir fengju drátt. Þótti mikið happ að stórum og feitum flyðrum, því þær eru matarmiklar og lostæti. Magnús var mjög aðgætinn og réttur barnaformaður. Var hann umvöndunarsamur og lærðu þeir drengirnir margt af honum sem að sjómennsku laut. Urðu margir þeirra, er með honum reru, miklir formenn og aflaklær.