„Sigurður Sigurðsson (Götu)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurður Sigurðsson''' frá Ormsvelli í Hvolheppi, verkamaður í Götu fæddist 16. maí 1867 og lést 30. desember 1939.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson b...)
 
m (Verndaði „Sigurður Sigurðsson (Götu)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 20. janúar 2017 kl. 15:33

Sigurður Sigurðsson frá Ormsvelli í Hvolheppi, verkamaður í Götu fæddist 16. maí 1867 og lést 30. desember 1939.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi á Ormsvelli, f. 17. október 1822, d. 6. september 1888, og kona hans Þórdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1829, var á lífi 1877.

Sigurður var niðursetningur á Skeiði í Hvolhreppi 1870 og 1880.
Hann fluttist til Eyja frá Ljótarstöðum í Landeyjum 1899, var vinnumaður í Juliushaab 1901. Hann eignaðist Ásmund með Þórdísi 1905, en hann lést 4 mánaða gamall.
Sigurður var á Seyðisfirði 1910, en átti heimili á Sunnuhvoli.
Vilborg kom til Eyja frá Mjóafirði 1915. Þau voru á Kirkjubæ við fæðingu Gísla 1916 og Helgu 1918, voru á Búastöðum við fæðingu Engilbertu Ólafíu 1920, en komin að Götu 1923 og þar bjuggu þau við andlát Sigurðar.
Hann lést 1939 og Vilborg 1949.

Barnsmóðir Sigurðar var Þórdís Ólafsdóttir vinnukona, lengst í Skuld, f. 21. mars 1865, d. 21. október 1957.
Börn þeirra:
1. Ásmundur Sigurðsson, f. 12. mars 1905 í Juliushaab, d. 11. júlí 1905.
2. Sæunn Sigurðardóttir, f. (1915), dó ung.

II. Sambýliskona (,,ráðskona“) Sigurðar var Vilborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1889, d. 19. mars 1949.
Börn þeirra:
1. Gísli Ragnar Sigurðsson útgerðarmaður, f. 16. september 1916 á Kirkjubæ, d. 17. maí 1995.
2. Helga Sigurðardóttir húsfreyja, sambýliskona Sigurðar Loftssonar á Bakka í Landeyjum, f. 6. september 1918, d. 20. febrúar 1996.
3. Engilberta Ólafía Sigurðardóttir, f. 12. október 1920 á Búastöðum, d. 26. apríl 1975.
4. Jóhann Pétur Sigurðsson, f. 12. október 1923 í Götu, d. 8. ágúst 1956.
5. Jón Stefán Sigurðsson bóndi á Ketilstöðum í Mýrdal, f. 20. júlí 1926, d. 13. september 1981.
6. Benedikt Ragnar Sigurðsson, f. 4. nóvember 1934 í Götu, síðast á Akureyri, d. 21. mars 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.