„Sigurbjörg Guðjónsdóttir (Jómsborg)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Sigurbjörg Guðjónsdóttir. '''Sigurbjörg Guðjónsdóttir''' frá Jómsborg, húsfreyja fæddist 5. janúar 1932 á [[L...)
 
m (Verndaði „Sigurbjörg Guðjónsdóttir (Jómsborg)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 5. nóvember 2016 kl. 19:48

Sigurbjörg Guðjónsdóttir.

Sigurbjörg Guðjónsdóttir frá Jómsborg, húsfreyja fæddist 5. janúar 1932 á Lágafelli og lést 3. desember 2014.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson sjómaður, matsveinn frá Vesturholtum í Rangárvallasýslu, síðar í Eyjum, f. 3. nóvember 1905, d. 22. janúar 1965, og sambýliskona hans Karólína Björnsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1906, d. 14. október 2003.

Börn Guðjóns og Karólínu:
1. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 5. janúar 1932 á Lágafelli, d. 3. desember 2014.
2. Erla Guðjónsdóttir, f. 20. september 1933 í Jómsborg, d. 1. janúar 1966.
3. Kristinn Björn Guðjónsson, f. 4. febrúar 1935 í Brautarholti, d. 31. júlí 2015.
4. Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. 14. nóvember 1937 í Vinaminni.
Hálfsystir þeirra, barn Karólínu er
5. Alda Andrésdóttir bankafulltrúi í Hveragerði f. 28. apríl 1928 á Miðhúsum.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í Eyjum, á Lágafelli 1932, í Jómsborg 1933, í Brautarholti 1935 og síðan í Vinaminni til um 1944. Síðan fylgdi hún þeim á Selfoss.
Hún réðst vinnukona að Smáratúni í Fljótshlíð, bjó með Eggerti bónda. Þau bjuggu í Smáratúni til ársins 1954, en fluttust þá að Stafafelli í Lóni, þar sem þau bjuggu í fjögur ár. Þá sneru þau að Smáratúni og bjuggu þar til ársins1979, er þau slitu samvistir. Þau höfðu eignast fjögur börn.
Sigurbjörg fluttist til Reykjavíkur og vann á Hótel Sögu.
Hún bjó með Jakobi Jónssyni loftskeytamanni, fluttist með honum til Hafnar í Hornafirði og um skeið bjuggu þau í Eyjum, en sneru til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.

I. Sambýlismaður Sigurbjargar var Eggert Ólafsson Sigurðsson bóndi í Smáratúni í Fljótshlíð og á Stafafelli í Lóni, f. 4. ágúst 1916, d. 31. maí 1987.
Börn þeirra:
1. Guðjón Árni Eggertsson, f. 2. september 1951.
2. Anna Sóley Eggertsdóttir, f. 9. september 1952.
3. Eggert Smári Eggertsson, f. 24. apríl 1958.
4. Kristín Björg Eggertsdóttir, f. 7. mars 1962.

II. Sambýlismaður Sigurbjargar var Jakob Jónsson loftskeytamaðu.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.