„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1960/ Minnisstæðar væringar í landhelginni“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><center>'''JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON</center></big><br> <big><big><center>'''Minnisstæðar væringar í landhelginni'''</center></big></big><br> Ö...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 19: Lína 19:
Við Vestmannaeyjar og með söndunum voru svo mikil brögð að yfirgangi erlendra veiðiskipa á árunum eftir aldamót og fram undir 1914, að Vestmannaeyingum þótti ekki lengur við unandi, Reyndu þeir eftir mætti að halda sjálfir uppi vörnum og hrinda af sér þessum ófögnuði og flæma út úr landhelginni eða handsama veiðiþjófana. Dönsku varðskipin sáust ekki nema með höppum og glöppum á þeim slóðum, en það brást varla að þau tæki ekki í landhelgi eitt eða fleiri skip í hverri gæzluferð, svo var ásóknin mikil í landhelgina og aðgæslan lítil. En þess á milli flykktust veiðiþjófarnir inn í landhelgina og léttt greipar sópa. Stóð þeim lítill stuggur af hinum íslenzku veiðiskipum, en þó máluðu útlendingarnir iðulega yfir nöfn og einkennisstafi á skipum sínum eða breiddu húðir og dulur yfir þá, svo ekki sæist hverjir þeir væru, en það leyndi sér að sjálfsögðu ekki, að þjófar voru þar á ferð, sem var ljóst að þeir fóru þar ófrjálsri hendi, enda hefðu þeir ekki að öðrum kosti talið sig þurfa að vera þar á ferli með leynd.<br>
Við Vestmannaeyjar og með söndunum voru svo mikil brögð að yfirgangi erlendra veiðiskipa á árunum eftir aldamót og fram undir 1914, að Vestmannaeyingum þótti ekki lengur við unandi, Reyndu þeir eftir mætti að halda sjálfir uppi vörnum og hrinda af sér þessum ófögnuði og flæma út úr landhelginni eða handsama veiðiþjófana. Dönsku varðskipin sáust ekki nema með höppum og glöppum á þeim slóðum, en það brást varla að þau tæki ekki í landhelgi eitt eða fleiri skip í hverri gæzluferð, svo var ásóknin mikil í landhelgina og aðgæslan lítil. En þess á milli flykktust veiðiþjófarnir inn í landhelgina og léttt greipar sópa. Stóð þeim lítill stuggur af hinum íslenzku veiðiskipum, en þó máluðu útlendingarnir iðulega yfir nöfn og einkennisstafi á skipum sínum eða breiddu húðir og dulur yfir þá, svo ekki sæist hverjir þeir væru, en það leyndi sér að sjálfsögðu ekki, að þjófar voru þar á ferð, sem var ljóst að þeir fóru þar ófrjálsri hendi, enda hefðu þeir ekki að öðrum kosti talið sig þurfa að vera þar á ferli með leynd.<br>
Íslands Fálk hét danska gæzluskipið, sem varði landhelgina árið 1913. Rothe höfuðsmaður var skipherra á því. Þetta ár handsamaði hann 31 veiðiskip og dró fyrir dóm.<br>
Íslands Fálk hét danska gæzluskipið, sem varði landhelgina árið 1913. Rothe höfuðsmaður var skipherra á því. Þetta ár handsamaði hann 31 veiðiskip og dró fyrir dóm.<br>
[[Mynd:Staðarákvörðunarkort. Þar sem strikin mætast var togarinn tekinn (sjá 23. bls.).png|700px|ctr]]
<center> Staðarákvörðunarkort. Þar sem strikin mætast var togarinn tekinn (sjá 23. bls.). </center> <br>
Líklega hefur aldrei verið eins mikil mergð erlendra fiskiskipa að veiðum við Ísland og á áratugnum fyrir heimsstyrjöldina, sem hófst 1914. Á vertíðinni munu skipin, sem héldu sig við suðurströndina, hafa skipt hundruðum, ef talin eru bæði seglskip og gufuskip. Var veiðin stunduð af þeim af gengdarlausu kappi, enda er vafalaust, að um ofveiði var að ræða á þeim árum.<br>
Líklega hefur aldrei verið eins mikil mergð erlendra fiskiskipa að veiðum við Ísland og á áratugnum fyrir heimsstyrjöldina, sem hófst 1914. Á vertíðinni munu skipin, sem héldu sig við suðurströndina, hafa skipt hundruðum, ef talin eru bæði seglskip og gufuskip. Var veiðin stunduð af þeim af gengdarlausu kappi, enda er vafalaust, að um ofveiði var að ræða á þeim árum.<br>
[[Magnús Jónsson]] var sýslumaður í  Vestmannaeyjum á árunum 1896—1909. Hann var áhugasamur um varnir landhelginnar. Á árunum 1906 og 1907 sendi hann fjölmarga leiðangra frá Eyjum til þess að huga að skipum, sem virtust vera að veiðum í landhelgi. Í þessar ferðir fóru þessir formenn á vélbátum sínum: [[Þorsteinn Jónsson]] í [[Laufási]], Magnús á [[Vesturhús|Vesturhúsum]], Magnús í [[Sjólyst]], [[Jóhann Jónsson|Jóhann]] á [[Brekka|Brekku]], [[Guðjón Jónsson|Guðjón]] í Sjólyst, [[Friðrik Svipmundsson|Friðrik]] á [[Lönd-vestri|Löndum]], [[Magnús Þórðarson|Magnús]] í [[Dalur|Dal]], Guðjón á [[Garðsstaðir|Garðsstöðum]], Helgi í [[Dalbær|Dalbæ]], [[Guðjón Jónsson (Sandfelli)|Guðjón]] á [[Sandfell|Sandfelli]], [[Jón Stefánsson|Jón]] í [[Úthlíð]], [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn]] á [[Landamót|Landamótum]] og fleiri. Kærðu þeir togarana fyrir landhelgisveiðar. Oftast var Sigurður hreppstjóri með í ferðinni og foringi löggæzlumannanna. Gáfu þeir réttarskýrslur um ferðir sínar og var þannig safnað glóðum elds að höfuðsvörðum veiðiþjófanna. Síðan var sætt færis, er þeir leituðu vars við Heimaey og farið að þeim með mannsöfnuði. Voru skipstjórarnir handteknir og dæmdir til sekta fyrir brot sín. Náðu Vestmannaeyingar allmörgum veiðiþjófum með þessum hætti. Aðallega voru brezk veiðiskip staðin að veiðum í landhelginni á þessnm árum, en einnig nokkuð af þýzkum og frönskum skipum.<br>
[[Magnús Jónsson]] var sýslumaður í  Vestmannaeyjum á árunum 1896—1909. Hann var áhugasamur um varnir landhelginnar. Á árunum 1906 og 1907 sendi hann fjölmarga leiðangra frá Eyjum til þess að huga að skipum, sem virtust vera að veiðum í landhelgi. Í þessar ferðir fóru þessir formenn á vélbátum sínum: [[Þorsteinn Jónsson]] í [[Laufási]], Magnús á [[Vesturhús|Vesturhúsum]], Magnús í [[Sjólyst]], [[Jóhann Jónsson|Jóhann]] á [[Brekka|Brekku]], [[Guðjón Jónsson|Guðjón]] í Sjólyst, [[Friðrik Svipmundsson|Friðrik]] á [[Lönd-vestri|Löndum]], [[Magnús Þórðarson|Magnús]] í [[Dalur|Dal]], Guðjón á [[Garðsstaðir|Garðsstöðum]], Helgi í [[Dalbær|Dalbæ]], [[Guðjón Jónsson (Sandfelli)|Guðjón]] á [[Sandfell|Sandfelli]], [[Jón Stefánsson|Jón]] í [[Úthlíð]], [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn]] á [[Landamót|Landamótum]] og fleiri. Kærðu þeir togarana fyrir landhelgisveiðar. Oftast var Sigurður hreppstjóri með í ferðinni og foringi löggæzlumannanna. Gáfu þeir réttarskýrslur um ferðir sínar og var þannig safnað glóðum elds að höfuðsvörðum veiðiþjófanna. Síðan var sætt færis, er þeir leituðu vars við Heimaey og farið að þeim með mannsöfnuði. Voru skipstjórarnir handteknir og dæmdir til sekta fyrir brot sín. Náðu Vestmannaeyingar allmörgum veiðiþjófum með þessum hætti. Aðallega voru brezk veiðiskip staðin að veiðum í landhelginni á þessnm árum, en einnig nokkuð af þýzkum og frönskum skipum.<br>
Lína 32: Lína 35:
Þegar sýslumaður Björn var farinn heimleiðis, dró botnvörpungurinn inn veiðarfæri sín. Annars eru botnvörpungar vanir, er þeir sjá vélbáta stefna að þeim, er þeir eru að ólöglegum veiðum, að losa veiðarfærin við sig eða að ná þeim upp á þilfar. En þessi hirti ekki um það, heldur hélt áfram hinni ólöglegu veiði, þótt hann stæði augliti til auglitis sýslumanni. Skipið er frá Hull og heitir Gaol nr. 761.
Þegar sýslumaður Björn var farinn heimleiðis, dró botnvörpungurinn inn veiðarfæri sín. Annars eru botnvörpungar vanir, er þeir sjá vélbáta stefna að þeim, er þeir eru að ólöglegum veiðum, að losa veiðarfærin við sig eða að ná þeim upp á þilfar. En þessi hirti ekki um það, heldur hélt áfram hinni ólöglegu veiði, þótt hann stæði augliti til auglitis sýslumanni. Skipið er frá Hull og heitir Gaol nr. 761.
Þegar sýslumaður kom í land, lét hann hafa gætur á skipi þessu og kom það þá í ljós, að það lá í skjóli vestan við Eyjarnar með vörpuhlerana útbyrðis, ásamt fleiri botnvörpungum, sem einnig höfðu veiðarfæri útbyrðis.<br>
Þegar sýslumaður kom í land, lét hann hafa gætur á skipi þessu og kom það þá í ljós, að það lá í skjóli vestan við Eyjarnar með vörpuhlerana útbyrðis, ásamt fleiri botnvörpungum, sem einnig höfðu veiðarfæri útbyrðis.<br>
[[Mynd:Bretinn með fullt þilfar af ýsu og þorski.png|500px|ctr]]
<center> Bretinn með fullt þilfar af ýsu og þorski </center> <br>
Sýslumaður brá þegar í stað við og fær tvo vélbáta og um 30 menn og höfðu þeir nokkrar byssur með sér og skotfæri. Þá var kl. 6 e. h. Þegar komið var vestur fyrir Eyjar, kom það í ljós, að sökudólgurinn var flúinn. Hann hefur að öllum líkindum aldrei lagzt fyrir akkeri. en styggzt við aðra báta, sem farið höfðu þar áður um til fiskveiða. Samt sem áður var þar ærið að starfa fyrir sýslumann, því að hann náði þar í sjö botnvörpunga, sem höfðu ólöglega búið um veiðarfæri sín. Sýslumaður tók alla skipstjórana í land, 3 enska, 2 franska, 1 hollenzkan og 1 norskan. Flestir komu möglunarlítið. Aðeins einn bauð skipverjum að draga upp akkeri og halda til hafs. Hafði sýslumaður sent þangað annan bátinn, en var sjálfur í öðru skipi. En þeir. sem sendir voru, sýndu fulla alvöru, ráku spilmanninn í burtu og stöðvuðu spilið. Hafði einn um orð við spilmanninn, að hann yrði skotinn, ef hann færi ekki í burtu. Þetta sagði hann að vísu á Íslenzku, en það hittist svo á, að spilmaðurinn var einmitt íslenzkur. Varð hann hræddur mjög og hörfaði aftur í skipið. Skipstjóri skipaði í sífellu að draga upp akkeri og halda til hafs. En þegar hann sá, að einn af þeim, sem upp voru komnir af eyjabúum, hlóð byssu sína, þá spurði hann um það, hvort sýslumaður væri með í förinni. Og þegar honum var sagt það, sem reyndar áður var búið að tjá honuni, þá kvaðst hann ekki skyldi sýna mótþróa.<br>
Sýslumaður brá þegar í stað við og fær tvo vélbáta og um 30 menn og höfðu þeir nokkrar byssur með sér og skotfæri. Þá var kl. 6 e. h. Þegar komið var vestur fyrir Eyjar, kom það í ljós, að sökudólgurinn var flúinn. Hann hefur að öllum líkindum aldrei lagzt fyrir akkeri. en styggzt við aðra báta, sem farið höfðu þar áður um til fiskveiða. Samt sem áður var þar ærið að starfa fyrir sýslumann, því að hann náði þar í sjö botnvörpunga, sem höfðu ólöglega búið um veiðarfæri sín. Sýslumaður tók alla skipstjórana í land, 3 enska, 2 franska, 1 hollenzkan og 1 norskan. Flestir komu möglunarlítið. Aðeins einn bauð skipverjum að draga upp akkeri og halda til hafs. Hafði sýslumaður sent þangað annan bátinn, en var sjálfur í öðru skipi. En þeir. sem sendir voru, sýndu fulla alvöru, ráku spilmanninn í burtu og stöðvuðu spilið. Hafði einn um orð við spilmanninn, að hann yrði skotinn, ef hann færi ekki í burtu. Þetta sagði hann að vísu á Íslenzku, en það hittist svo á, að spilmaðurinn var einmitt íslenzkur. Varð hann hræddur mjög og hörfaði aftur í skipið. Skipstjóri skipaði í sífellu að draga upp akkeri og halda til hafs. En þegar hann sá, að einn af þeim, sem upp voru komnir af eyjabúum, hlóð byssu sína, þá spurði hann um það, hvort sýslumaður væri með í förinni. Og þegar honum var sagt það, sem reyndar áður var búið að tjá honuni, þá kvaðst hann ekki skyldi sýna mótþróa.<br>
Þeir voru kátir eyjabúar. þegar þeir komu heim um kveldið (kl. 10) með veiðina. Sungu þeir og skutu sem aðrir sigurvegarar. En skipstjórunum 7 mun hafa fátt um fundizt, enda búizt við lítilli veiði þá nóttina. Heyrði t. d. einn norska skipstjórann segja við sjálfan sig, þar sem hann sat hugsandi: ...Det var god forretning det." Um kl. 2 um nóttina var lokið prófunum. Voru skipstjórarnir sektaðir um 200 kr. og þar yfir hver og síðan fluttir til skipa þeirra.<br>
Þeir voru kátir eyjabúar. þegar þeir komu heim um kveldið (kl. 10) með veiðina. Sungu þeir og skutu sem aðrir sigurvegarar. En skipstjórunum 7 mun hafa fátt um fundizt, enda búizt við lítilli veiði þá nóttina. Heyrði t. d. einn norska skipstjórann segja við sjálfan sig, þar sem hann sat hugsandi: ...Det var god forretning det." Um kl. 2 um nóttina var lokið prófunum. Voru skipstjórarnir sektaðir um 200 kr. og þar yfir hver og síðan fluttir til skipa þeirra.<br>
Lína 50: Lína 56:
Hreppstjórinn fór þegar með nokkra sinna manna, þar á meðal 3 enskumælandi, upp á stjórnpallinn og sagði skipstjóra, að hann væri staðinn að lögbroti, með því að hann væri að fiska í landhelgi, skipaði honum að stöðva skipið og draga inn vörpuna. Skipstjórinn hlýddi því seint og sígandi, en sleppti úr henni fiskinum undir borði, varla minna en 300—400 af þorski, ufsa og ýsu. Því næst skipaði hreppstjórinn að færa skipið þegar til hafnar í Vestmannaeyjum og svara þar fyrir brot sitt. Skipstjóri þverneitaði því og kvaðst ekki skyldu hlýða öðrum í því efni en herskipinu (Íslands Falk).<br>
Hreppstjórinn fór þegar með nokkra sinna manna, þar á meðal 3 enskumælandi, upp á stjórnpallinn og sagði skipstjóra, að hann væri staðinn að lögbroti, með því að hann væri að fiska í landhelgi, skipaði honum að stöðva skipið og draga inn vörpuna. Skipstjórinn hlýddi því seint og sígandi, en sleppti úr henni fiskinum undir borði, varla minna en 300—400 af þorski, ufsa og ýsu. Því næst skipaði hreppstjórinn að færa skipið þegar til hafnar í Vestmannaeyjum og svara þar fyrir brot sitt. Skipstjóri þverneitaði því og kvaðst ekki skyldu hlýða öðrum í því efni en herskipinu (Íslands Falk).<br>
Svo vildi til að skipstjóri og stýrimaður gátu komið 2—3 Eyjamönnum út úr stýrishúsinu og vildu loka því að sér, en af því að það gekk ekki alveg hávaðalaust, brutu einir tveir Þjóðverjar tvo glugga í stýrishúsinu utan frá og ætluðu þar inn til viðbótar. Skipið fór undir eins til ferðar og stefndi til hafs eða suðausturs. Hreppstjórinn réðist þegar til inngöngu í stýrishúsið og ítrekaði skipun sína: að fara til Vestmannaeyja, en skipstjóri réðist þá á hann og tók allfast um háls (barka) honum. Hreppstjórinn gat nokkuð linað á því taki og einn af hans mönnum kom honum þegar til aðstoðar. Rétt á eftir komst hann inn í stýrishúsið og hratt stýrimanninum frá stýrinu og lét tvo menn gæta hans, en tók sjálfur stjórn og stefndi til Eyja.<br>
Svo vildi til að skipstjóri og stýrimaður gátu komið 2—3 Eyjamönnum út úr stýrishúsinu og vildu loka því að sér, en af því að það gekk ekki alveg hávaðalaust, brutu einir tveir Þjóðverjar tvo glugga í stýrishúsinu utan frá og ætluðu þar inn til viðbótar. Skipið fór undir eins til ferðar og stefndi til hafs eða suðausturs. Hreppstjórinn réðist þegar til inngöngu í stýrishúsið og ítrekaði skipun sína: að fara til Vestmannaeyja, en skipstjóri réðist þá á hann og tók allfast um háls (barka) honum. Hreppstjórinn gat nokkuð linað á því taki og einn af hans mönnum kom honum þegar til aðstoðar. Rétt á eftir komst hann inn í stýrishúsið og hratt stýrimanninum frá stýrinu og lét tvo menn gæta hans, en tók sjálfur stjórn og stefndi til Eyja.<br>
[[Mynd:Danska herskipið Hekla og landhelgisbrjótur undir Eiðinu.png|400px|ctr]]
<center> Danska herskipið Hekla og landhelgisbrjótur undir Eiðinu. </center> <br>
Skipstjórinn réðist því á hann að nýju, til þess að koma honum frá stýrinu og út úr stýrishúsinu, en hreppstjórinn kom honum þegar undir og ætlaði að láta binda hann ef hann ekki sefaðist.
Skipstjórinn réðist því á hann að nýju, til þess að koma honum frá stýrinu og út úr stýrishúsinu, en hreppstjórinn kom honum þegar undir og ætlaði að láta binda hann ef hann ekki sefaðist.
Þegar svo var komið, var vélin stöðvuð og skipstjóri og vélstjóri neituðu að láta hana ganga með skipið til Eyja. Meðan á þessu gekk í stýrishúsinu, sóttu skipverjar upp á stjórnpallinn af þilfarinu, — nokkrir þeirra með hnífa — jafnvel eftir skipun skipstjórans. Og einn þeirra skemmdi Eyjamann lítilsháttar með hnífi.<br>
Þegar svo var komið, var vélin stöðvuð og skipstjóri og vélstjóri neituðu að láta hana ganga með skipið til Eyja. Meðan á þessu gekk í stýrishúsinu, sóttu skipverjar upp á stjórnpallinn af þilfarinu, — nokkrir þeirra með hnífa — jafnvel eftir skipun skipstjórans. Og einn þeirra skemmdi Eyjamann lítilsháttar með hnífi.<br>
Lína 70: Lína 79:
„Verjið þið nú uppgönguna, báða stigana, eins og þið getið, strákar,“ segir Sigurður. Svo hófst árásin. Þeir komust upp í rúmlega miðjan stigann og þar börðum við þá niður jafnóðum. Enginn náði að komast upp. Síðan sóttu þeir að okkur aftan frá og var einn þeirra með heljarmikinn keðjulás. Hann braut gluggann á kortaklefanum og ætlaði þar inn en vogaði það þó ekki. Sá hefði líka fengið á pansarann.<br>
„Verjið þið nú uppgönguna, báða stigana, eins og þið getið, strákar,“ segir Sigurður. Svo hófst árásin. Þeir komust upp í rúmlega miðjan stigann og þar börðum við þá niður jafnóðum. Enginn náði að komast upp. Síðan sóttu þeir að okkur aftan frá og var einn þeirra með heljarmikinn keðjulás. Hann braut gluggann á kortaklefanum og ætlaði þar inn en vogaði það þó ekki. Sá hefði líka fengið á pansarann.<br>
Þeir opnuðu nú fyrir stöngu með sjóðandi heitum sjó og beindu á okkur. Árni Sigfússon, sem var með eina byssuna, kallaði til þeirra, að yfirvaldið hefði leyft honum að skjóta. Maðurinn, sem hélt í slöngunni, kallaði á móti að byssan væri ónýtur andskotans hólkur. Þá skaut Árni upp í loftið fram hjá manninum. Kom þá nokkurt hik á hann. Árni kallaði þá til hans: „Næsta skoti skýt ég í þig ef þú sleppir ekki slöngunni.“ Þá fleygði hann slöngunni samstundis frá sér. Þetta skipti engum togum.
Þeir opnuðu nú fyrir stöngu með sjóðandi heitum sjó og beindu á okkur. Árni Sigfússon, sem var með eina byssuna, kallaði til þeirra, að yfirvaldið hefði leyft honum að skjóta. Maðurinn, sem hélt í slöngunni, kallaði á móti að byssan væri ónýtur andskotans hólkur. Þá skaut Árni upp í loftið fram hjá manninum. Kom þá nokkurt hik á hann. Árni kallaði þá til hans: „Næsta skoti skýt ég í þig ef þú sleppir ekki slöngunni.“ Þá fleygði hann slöngunni samstundis frá sér. Þetta skipti engum togum.
[[Mynd:Íslands Falk á Víkinni.png|300px|thumb|Íslands Falk á Víkinni.]]
Á meðan hafði skipstjórinn gefið fyrirskipanir um að setja á fulla ferð. Sigurður hleypur þá að stýrinu og ætlar að snúa því til Eyja, en þegar hásetarnir á þilfarinu urðu þess varir, ráku þeir fleyg í stýriskeðjuna, svo að ekki var hægt að hreyfa stýrið. Var skipið þá stöðvað aftur. Við höfðum engan til þess að setja í vélarúmið, þó að við hefðum náð því á okkar vald.<br>
Á meðan hafði skipstjórinn gefið fyrirskipanir um að setja á fulla ferð. Sigurður hleypur þá að stýrinu og ætlar að snúa því til Eyja, en þegar hásetarnir á þilfarinu urðu þess varir, ráku þeir fleyg í stýriskeðjuna, svo að ekki var hægt að hreyfa stýrið. Var skipið þá stöðvað aftur. Við höfðum engan til þess að setja í vélarúmið, þó að við hefðum náð því á okkar vald.<br>
Það var farið að skyggja og skipið hafði engin ljós uppi. Það var ekki einu sinni hægt að kveikja á týru í kortaklefanum eða stýrishúsinu.<br>
Það var farið að skyggja og skipið hafði engin ljós uppi. Það var ekki einu sinni hægt að kveikja á týru í kortaklefanum eða stýrishúsinu.<br>
Lína 83: Lína 93:
Sýslumaður biður okkur fjóra að koma með sér inn í kortaklefann til skipstjórans. Þess þurfti auðvitað ekki með. Það dugði alveg eins að Sigurður færi einn. Þá stendur skipstjórinn upp, stappar niður fótunum og verður alveg hamslaus af bræði. Sýslumaður segir honum að búið sé að kæra hann hvað eftir annað fyrir landhelgisbrot og það þýði enginn mótþrói.<br>
Sýslumaður biður okkur fjóra að koma með sér inn í kortaklefann til skipstjórans. Þess þurfti auðvitað ekki með. Það dugði alveg eins að Sigurður færi einn. Þá stendur skipstjórinn upp, stappar niður fótunum og verður alveg hamslaus af bræði. Sýslumaður segir honum að búið sé að kæra hann hvað eftir annað fyrir landhelgisbrot og það þýði enginn mótþrói.<br>
Kvaðst sýslumaður vera með mann, sem farið gæti með vélina og lóðs til að stýra skipinu. Ef hann sýndi mótþróa kvaðst sýslumaður geta látið binda hann, því að hann væri hér með marga menn. Þá gaf skipstjórinn sig og gaf fyrirskipun niðnr í vélarrúmið að halda af stað. Stýrimaðurinn stýrði skipinu heim til Eyja, en skipstjórinn teygði sér niður í bekkinn.<br>
Kvaðst sýslumaður vera með mann, sem farið gæti með vélina og lóðs til að stýra skipinu. Ef hann sýndi mótþróa kvaðst sýslumaður geta látið binda hann, því að hann væri hér með marga menn. Þá gaf skipstjórinn sig og gaf fyrirskipun niðnr í vélarrúmið að halda af stað. Stýrimaðurinn stýrði skipinu heim til Eyja, en skipstjórinn teygði sér niður í bekkinn.<br>
[[Mynd:Sá guli er ekki smáfríður.png|200px|thumb|Sá guli er ekki smáfríður.]]
Ljósin voru loksins kveikt. Þegar á Víkina kom, voru skipstjóri og stýrimaður teknir í land, en við vorum 4 skildir eftir um borð til þess að vakta það.“
Ljósin voru loksins kveikt. Þegar á Víkina kom, voru skipstjóri og stýrimaður teknir í land, en við vorum 4 skildir eftir um borð til þess að vakta það.“
Þannig sagðist Magnúsi í Hlíðarási frá þessari minnilegu viðureign í landhelginni.<br>
Þannig sagðist Magnúsi í Hlíðarási frá þessari minnilegu viðureign í landhelginni.<br>

Núverandi breyting frá og með 14. júní 2016 kl. 12:23

JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON


Minnisstæðar væringar í landhelginni


Öldum saman hafa fiskislóðir við Ísland lagt til neyzlufisk á matborð Vestur-Evrópu. Hefur þar löngum mest kveðið að þorskinum og þorskalýsinu.
Í fyrstu var þorskurinn verkaður til skreiðar, en síðar saltaður og þurrkaður, og nú síðast flakaður og frystur.
Það var þegar snemma á öldum, að erlendar fiskveiðaþjóðir tóku að flykkjast á íslenzk fiskimið á duggum sínum. Þegar í lok 14. aldar er getið brezkra fiskimanna hér við land og urðu þeir uppvöðslusamari eftir því, sem aldir liðu.
Í byrjun 15. aldar voru þeir orðnir svo yfirgangssamir, að þeir lögðu undir sig Vestmannaeyjar, stunduðu þaðan fiskveiðar og reistu sér hús og kastala. Þeir handsömuðu æðstu valdsmenn Danakonungs, hirðstjórana, og fluttu til Englands í haldi, er þeir gerðu tilraun til að flæma yfirgangsseggina á brott úr Eyjum árið 1425.
Nokkuð dró úr veiðum Breta við Ísland á 17. og 18. öld eftir að þeir höfðu tekið upp veiðar á Nýfundnalandsmiðum, en á 19. og 20. öld fór fiskifloti þeirra við Ísland stækkandi á nýjan leik, einkum þó eftir að þeir tóku til að stunda veiðar á gufuskipum með botnvörpu. Síðan hafa þeir allra þjóða mest stundað íslenzk fiskimið víðsvegar við landið eftir árstíðum. Fiskafurðirnar urðu snemma arðvæn verzlunarvara. Varð mikil keppni milli fiskveiðaþjóða Evrópu um sjávaraflann við Ísland. Hollendingar og Frakkar héldu einnig hér úti fjölda skipa, og síðan komu Þjóðverjar til sögunnar.
Eftir að tekið var að stunda fiskveiðar á gufuskipum með botnvörpu, kom fljótlega í ljós, að fiskgengdin var ekki óþrjótandi. Hefur mönnum orðið það æ ljósara eftir því, sem veiðitækninni hefur fleygt fram, að við svo búið mætti ekki standa, heldur yrði að stemma stigu fyrir ofveiði og útrýmingu nytjafiskanna.
Fiskveiðilögsagan var áður miklum mun stærri, að nafni til að minnsta kosti. Var hún lengi vel 16 mílur og var á þeim árum öll veiði bönnuð milli Lands og Eyja. Danir áttu þó í erfiðleikum með að verja landhelgina og fór aðstaða þeirra síversnandi eftir því, sem veldi þeirra á hafinu rýrnaði.
Ásókn veiðiskipanna hér við land fór sívaxandi allt til 1914, enda var lýsið og fiskurinn orðinn þessum þjóðum ómissandi, því beinkramarsjúkdómar fóru sívaxandi í borgarbörnum í Bretlandi og á meginlandinu. Um 1820 höfðu hollenzkir og franskir læknar komizt að raun um að lýsið var óbrigðult lyf við beinkröm. En það var þó ekki fyrri en um 1921, að McGollum sannaði lækningamátt lýsisins. Í það mund var að byrja að lýsa fyrir öld vítamínanna.
Bretar og meginlandsþjóðirnar hafa löngum legið í styrjöldum og bolazt með vopnum til auðs og valda um víða veröld. Þeim hefur því ekki vaxið í augum yfirgangur án blóðsúthellinga og ofbeldi við strendur Íslands

II


Um rúmlega hálfrar aldar skeið höfum vér Íslendingar nú orðið að sæta yfirgangi og ofbeldi af hálfu erlendra botnvörpunga á heimamiðinn okkar. Lengst af höfum vér verið varnarlitlir og ekki getað reist rönd við jafnvel þó um óvopnuð fiskiskip hafi verið að ræða, en nú eigum vér að vísu nokkur gæzluskip búin litlum fallbyssum.
Á fyrstu áratugum aldarinnar urðum vér að horfa á það nær aðgerðarlausir, að fiskiskip fjölmargra erlendra þjóða skófu botninn og eyðilögðu hin beztu mið við strendur landsins. Þó Bretar semdu árið 1901 við Dani um 3ja mílna landhelgi við Ísland, virtu þeir og aðrir fiskimenn þá samninga einskis, heldur fiskuðu þar sem þeim bauð við að horfa. Þeir fiskuðu þar sem þeir héldu að meiri fisk væri að fá, hvort sem það var utan eða innan 3ja mílna markanna. Væri reynt að stugga við þeim á áraskiptun eða vélbátum, kom oft fyrir að Íslendingar mátti hrósa happi að sleppa lifandi úr þeirri viðureign. Skall hurð oft nærri hælum og eitt sinni hvolfdi brezkur landhelgisbrjótur róðrarbát á Dýrafirði og drukknuðu þar þrír menn. Iðulega gerði landhelgisbrjótanir tilraunir til að sökkva bátnum eða limlesta Íslendinga með því að kasta á þá kolum og dæla á þá sjóðandi vatni. Slíkar voru aðfarirnar oft og tíðum, að það mátti beita mesta mildi að hægt var að forða slysum og tjóni á mönnum. Mikið kvað að veiðarfæratjóni og aflatjóni, því togaramergðin sótti á sömu mið og heimamenn, sökum þess að þeir töldu að þeir mundu fá mestan afla á þeim miðum.
Við Vestmannaeyjar og með söndunum voru svo mikil brögð að yfirgangi erlendra veiðiskipa á árunum eftir aldamót og fram undir 1914, að Vestmannaeyingum þótti ekki lengur við unandi, Reyndu þeir eftir mætti að halda sjálfir uppi vörnum og hrinda af sér þessum ófögnuði og flæma út úr landhelginni eða handsama veiðiþjófana. Dönsku varðskipin sáust ekki nema með höppum og glöppum á þeim slóðum, en það brást varla að þau tæki ekki í landhelgi eitt eða fleiri skip í hverri gæzluferð, svo var ásóknin mikil í landhelgina og aðgæslan lítil. En þess á milli flykktust veiðiþjófarnir inn í landhelgina og léttt greipar sópa. Stóð þeim lítill stuggur af hinum íslenzku veiðiskipum, en þó máluðu útlendingarnir iðulega yfir nöfn og einkennisstafi á skipum sínum eða breiddu húðir og dulur yfir þá, svo ekki sæist hverjir þeir væru, en það leyndi sér að sjálfsögðu ekki, að þjófar voru þar á ferð, sem var ljóst að þeir fóru þar ófrjálsri hendi, enda hefðu þeir ekki að öðrum kosti talið sig þurfa að vera þar á ferli með leynd.
Íslands Fálk hét danska gæzluskipið, sem varði landhelgina árið 1913. Rothe höfuðsmaður var skipherra á því. Þetta ár handsamaði hann 31 veiðiskip og dró fyrir dóm.
ctr

Staðarákvörðunarkort. Þar sem strikin mætast var togarinn tekinn (sjá 23. bls.).


Líklega hefur aldrei verið eins mikil mergð erlendra fiskiskipa að veiðum við Ísland og á áratugnum fyrir heimsstyrjöldina, sem hófst 1914. Á vertíðinni munu skipin, sem héldu sig við suðurströndina, hafa skipt hundruðum, ef talin eru bæði seglskip og gufuskip. Var veiðin stunduð af þeim af gengdarlausu kappi, enda er vafalaust, að um ofveiði var að ræða á þeim árum.
Magnús Jónsson var sýslumaður í Vestmannaeyjum á árunum 1896—1909. Hann var áhugasamur um varnir landhelginnar. Á árunum 1906 og 1907 sendi hann fjölmarga leiðangra frá Eyjum til þess að huga að skipum, sem virtust vera að veiðum í landhelgi. Í þessar ferðir fóru þessir formenn á vélbátum sínum: Þorsteinn Jónsson í Laufási, Magnús á Vesturhúsum, Magnús í Sjólyst, Jóhann á Brekku, Guðjón í Sjólyst, Friðrik á Löndum, Magnús í Dal, Guðjón á Garðsstöðum, Helgi í Dalbæ, Guðjón á Sandfelli, Jón í Úthlíð, Sveinn á Landamótum og fleiri. Kærðu þeir togarana fyrir landhelgisveiðar. Oftast var Sigurður hreppstjóri með í ferðinni og foringi löggæzlumannanna. Gáfu þeir réttarskýrslur um ferðir sínar og var þannig safnað glóðum elds að höfuðsvörðum veiðiþjófanna. Síðan var sætt færis, er þeir leituðu vars við Heimaey og farið að þeim með mannsöfnuði. Voru skipstjórarnir handteknir og dæmdir til sekta fyrir brot sín. Náðu Vestmannaeyingar allmörgum veiðiþjófum með þessum hætti. Aðallega voru brezk veiðiskip staðin að veiðum í landhelginni á þessnm árum, en einnig nokkuð af þýzkum og frönskum skipum.
Árið 1907 voru tveir hollenzkir togarar kærðir fyrir ólöglegar veiðar inni á Ál. Voru þeir þar að veiðum á föstudaginn langa, ásamt mörgum öðrum skipum. Sendi sýslumaður 6 vélbáta til þess að rannsaka, hvort skipin væru í landhelginni að veiðum og afla upplýsinga um einkennistölur þeirra og nöfn. Um töku var naumast að ræða, því veður var allvont, vindur af suðri og mikil alda í sjó. Náðust nöfn og tölur 5 skipa, sem voru staðin að ólögmætum veiðum í landhelgi og eins, sem var með ólöglegan umbúnað veiðarfæra. Var það með hlerana utan borðs.
Daginn eftir, laugardaginn fyrir páska, var komið gott veður og voru þá allir bátar frá Eyjum á sjó. Þá sáust aðeins tvö skip að veiðum inni á Ál. Voru það hollenzkir togarar frá Ymuiden, Baldur og Anna. Á páskadag dró upp í hryssingsveður og leituðu þá mörg veiðiskip vars við Heimaey og þar á meðal þessir tveir brotlegu Hollendingar.
Voru nú mannaðir út tveir vélbátar og var Magnús Jónsson sýslumaður um borð í öðrum þeirra. Lögðu bátarnir að þessum hollenzku skipum, þar sem þau lágu á Víkinni. Voru skipstjórarnir báðir handsamaðir og fluttir í land til yfirheyrslu og dóms. Báðir viðurkenndu þeir landhelgisbrotin og var hvor um sig dæmdur í 60 sterlingspunda sekt til ríkissjóðs og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Daginn eftir átti að skipa veiðarfærum og afla á land og selja hvort tveggja á uppboði. Var komið undir miðnætti, þegar dómar voru uppkveðnir. Ákvað sýslumaður að hafa skipstjórana í landi þangað til því væri lokið.
Fyrsti vélstjóri af öðru hvoru skipinu hafði verið tekinn í land til þess að túlka á ensku réttarhöldin, því enginn skildi þá hollenzku í Eyjum. Axel var þá enn ungur og lítt farinn að sinna erlendum tungum. Þegar réttarhöldum var lokið krafðist vélstjórinn þess að hann væri settur um borð í skip sitt, því enginn vélfróður maður væri þar. Var það látið eftir og hann fluttur fram um miðnætti. Skömmu eftir að vélstjórinn kom um borð, létti skipið akkerum og hvarf til hafs. Þegar birti um morguninn var hitt skipið einnig horfið. Sigldu þau bæði skipstjóralaus burtu, sennilega beina leið heim til Hollands, til þess að hrifsa afla og veiðarfæri til sín undan sölu. Skipstjórarnir þrættu báðir fyrir að það væri með þeirra vitneskju, sem þetta væri gert, en lítill trúnaður var á þær yfirlýsingar lagður sem vænta mátti. Sýslumaður fór til Reykjavíkur með skipstjórana til þess að ráðgast við stjórnarráð um frekari aðgerðir. Ókunnugt er mér, hvort skipstjórarnir voru leystir út með greiðslu á andvirði afla og veiðarfæra, en það lætur að líkum.
Vestmannaeyingar voru á þessum árum á sífelldum ferðum til eftirlits um landhelgina og kærðu fjöldann allan af veiðiþjófum.
Árið 1909 var Björn Þórðarson, síðar lögmaður í Reykjavík, settur sýslumaður í Vestmannaeyjum. Hann var ötull og ódeigur við að eltast við landhelgisbrjótana. Í Lögréttu er sagt frá aðgerðum hans og Vestmannaeyinga 19. apríl og næstu daga á eftir. Frásögnin er að líkindum eftir Sigurð hreppstjóra, er var í förinni, og er hún á þessa leið:
...Þann dag, nálægt hádegi, var honum tilkynnt það, að botnvörpungur væri að veiðum í landhelgi milli lands og Eyja. Fékk hann sér þá vélbát og lagði á stað til að hafa hönd í hári sökudólgsins. En móttökurnar voru ekki sem alúðlegastar, því þegar skipstjóra var tilkynnt erindið, þá setti hann á sig fólskusvip og kvaðst ekki vilja þessa menn upp á skipið. Ætlaði þá sýslumaður að leggja að skipinu og ráða til uppgöngu, en þá skipaði skipstjóri skipverjum sínum til varnar við borðstokk skipsins með barefli, sleggjur o. fl. Í þrjú skipti reyndi sýslumaður að leggja að, en það fór ávallt á sömu leið. Fór það betur, að sýslumaður réði ekki til uppgöngu, því að enginn efi er á því, að hann hefði ekki sloppið upp óskaddur. Kom það fram við þessar atlögur, að sýslumaður hafði ekki í hyggju, að hlífa sér eða draga sig í hlé. Varð sýslumaður samt að hverfa frá við svo búið.
Eftir því, sem næst verður komizt, er ekki ósennilegt, heldur öllu fremur nær því víst, að skipstjóri þessi er hinn sami óþokki sem fyrir nokkrum árum varnaði sýslumanni Magnúsi Jónssyni uppgöngu með því að dæla á hann og þá, sem með honum voru, heitu vatni. Þá var hann einnig að ólöglegum veiðum í landhelgi og sýslumaður þá í sömu erindagerðum og nú, að handsama hann og færa til lands til sekta.
Þegar sýslumaður Björn var farinn heimleiðis, dró botnvörpungurinn inn veiðarfæri sín. Annars eru botnvörpungar vanir, er þeir sjá vélbáta stefna að þeim, er þeir eru að ólöglegum veiðum, að losa veiðarfærin við sig eða að ná þeim upp á þilfar. En þessi hirti ekki um það, heldur hélt áfram hinni ólöglegu veiði, þótt hann stæði augliti til auglitis sýslumanni. Skipið er frá Hull og heitir Gaol nr. 761. Þegar sýslumaður kom í land, lét hann hafa gætur á skipi þessu og kom það þá í ljós, að það lá í skjóli vestan við Eyjarnar með vörpuhlerana útbyrðis, ásamt fleiri botnvörpungum, sem einnig höfðu veiðarfæri útbyrðis.
ctr

Bretinn með fullt þilfar af ýsu og þorski


Sýslumaður brá þegar í stað við og fær tvo vélbáta og um 30 menn og höfðu þeir nokkrar byssur með sér og skotfæri. Þá var kl. 6 e. h. Þegar komið var vestur fyrir Eyjar, kom það í ljós, að sökudólgurinn var flúinn. Hann hefur að öllum líkindum aldrei lagzt fyrir akkeri. en styggzt við aðra báta, sem farið höfðu þar áður um til fiskveiða. Samt sem áður var þar ærið að starfa fyrir sýslumann, því að hann náði þar í sjö botnvörpunga, sem höfðu ólöglega búið um veiðarfæri sín. Sýslumaður tók alla skipstjórana í land, 3 enska, 2 franska, 1 hollenzkan og 1 norskan. Flestir komu möglunarlítið. Aðeins einn bauð skipverjum að draga upp akkeri og halda til hafs. Hafði sýslumaður sent þangað annan bátinn, en var sjálfur í öðru skipi. En þeir. sem sendir voru, sýndu fulla alvöru, ráku spilmanninn í burtu og stöðvuðu spilið. Hafði einn um orð við spilmanninn, að hann yrði skotinn, ef hann færi ekki í burtu. Þetta sagði hann að vísu á Íslenzku, en það hittist svo á, að spilmaðurinn var einmitt íslenzkur. Varð hann hræddur mjög og hörfaði aftur í skipið. Skipstjóri skipaði í sífellu að draga upp akkeri og halda til hafs. En þegar hann sá, að einn af þeim, sem upp voru komnir af eyjabúum, hlóð byssu sína, þá spurði hann um það, hvort sýslumaður væri með í förinni. Og þegar honum var sagt það, sem reyndar áður var búið að tjá honuni, þá kvaðst hann ekki skyldi sýna mótþróa.
Þeir voru kátir eyjabúar. þegar þeir komu heim um kveldið (kl. 10) með veiðina. Sungu þeir og skutu sem aðrir sigurvegarar. En skipstjórunum 7 mun hafa fátt um fundizt, enda búizt við lítilli veiði þá nóttina. Heyrði t. d. einn norska skipstjórann segja við sjálfan sig, þar sem hann sat hugsandi: ...Det var god forretning det." Um kl. 2 um nóttina var lokið prófunum. Voru skipstjórarnir sektaðir um 200 kr. og þar yfir hver og síðan fluttir til skipa þeirra.
En sökudólgurinn versti — hann slapp.
Í gær sást hann hér við Eyjar að nýju með veiðarfærin útbyrðis og í morgun mun hann enn hafa sézt. En hann er var um sig, varpar ekki akkerum og verður við svo búið að standa, því að Fálkinn okkar hefur ekki sézt hér lengi (líklega ekki síðan 5. apríl). Og að koma boðum til hans á stuttum tíma er ómögulegt, því að ekki er símanum til að dreifa hér og hans ekki von í bráð, eftir því, sem heyrzt hefur."
Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri var á þessum árum forustumaður Vestmannaeyinga í þessum efnum og var hann oftast með í þeim ferðum, sem farnar voru til að handsama og standa erlenda veiðiþjófa að afbrotum í landhelginni. Er óhætt að segja að hann var driffjöðurin og hvergi smeykur við að halda fram réttinum, þó erlendir uppivöðsluvargar ættu í hlut og mikill væri stærðarmunurinn á fleytum þeim, sem hann var á og hinir erlendu lögbrjótar. Sumar þessar ferðir urðu ærið sögulegar, en hér er ekki tóm til að segja þær allar, en fáeinna skal getið stuttlega.
Í septembermánuði 1910 mannaði Sigurður út bát og handsamaði brezkan togara, sem lá undir kæru um landhelgisveiðar. Hafði hann leitað upp undir Heimaey. Var skipstjórinn dæmdur í 1800 króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Var þetta sami brezki skipstjórinn, er Björn Þórðarson og liðsmenn hans höfðu orðið að hörfa frá í apríl 1909. Um svipað leyti kom Fálkinn danski með tvo þýzka botnvörpunga, sem dæmdir vorn fyrir veiðar í landhelgi.
Ég man ekki hvaða ár það var, en það skeði að sumarlagi eitthvert árið rétt fyrir upphaf stríðsins 1914, að brezkur togari var dag eftir dag að veiðum fyrir vestan Eyjar. Einn daginn var hann skammt vestan við Ofanleitishamar og skarkaði þar.
Mannaði Sigurður hreppstjóri þá tvo vélbáta, Baldur og Sæfara, og hugðist grípa þrjótinn. Þegar bátarnir komu úr Smáeyjasundi lá togarinn ferðlaus skammt fyrir sunnan Hænu. Skipshöfnin var að vinna að aðgerð á aflanum. Bátarnir voru skammt komnir suður fyrir sundið þegar togaramenn urðu þeirra varir og settu þeir þegar skip sitt á ferð. Hraðskreiðari báturinn, sem Sigurður hreppstjóri var í, komst rétt fram á síðu togarans, sem fljótlega jók ferðina svo að báturinn dróst aftur úr. Lagði Sigurður að togaranum í þeim svifum og komust aðeins þrír menn um borð, áður en togarinn skreið fram úr bátnum. Það voru þeir Sigurður hreppstjóri, Jóhann í Fagurlyst og Tómas Guðjónsson á Miðhúsum. Þeir réðust þegar til uppgöngu á stjórnpall og skipuðu skipstjóranum að halda beint til hafnar, hann væri handtekinn fyrir fiskveiðibrot í landhelgi. Skip þetta var brezkt. Neitaði skipstjórinn að verða við þessum fyrirmælum, enda þóttist hann eiga alls kostar við þá. Sigldi hann með þá til hafs og hafði í hótunum að taka þá með sér til Englands. Við ofurefli var að etja, þar sem skipshöfnin var miklum mun mannfleiri, og tóku þremenningarnir því þann kostinn, að hverfa aftur um borð í vélbátinn, sem hafði fylgt þeim eftir. Hægði togarinn nú ferðina og beið bátsins, sem var alllangt undan. Skipshöfnin myndaði hring um þá félaga meðan þeir fóru frá borði til þess að afstýra því, að fleiri kæmust um borð í togarann, ef tilraun væri gerð til þess af hálfu bátverja. Svo fór um sjóferð þá.
Þær enduðu ekki allar með sigri þessar herferðir á hendur erlendu lögbrjótunum, en þær náðu þó tilgangi sínum að nokkru leyti sem mestu skipti. Veiðiþjófarnir voru hraktir út úr landhelginni og hindraðir í því að halda áfram veiðum.

III


Sögulegasta togarataka við Vestmannaeyjar skeði 22. - 23. marz 1914, er þýzki togarinn Burgermeister Mönkeberg var tekinn í landhelgi austur og upp af Elliðaey. Í dagblaðinu Vísi, sem kom út 17. apríl 1914 er í stuttu máli sagt frá atburðunum af „sjónarvotti á leiksviðinu“, eins og hann kallar sig þessi þátttakandi í aðförinni að þessum landhelgisbrjót. Sú frásögn, sem er raunar skráð af Sigurði hreppstjóra, er á þessa leið: ,,Það hefur verið logið á skemmri leið en frá Gyðingalandi og upp að Galtalæk", sagði kerling nokkur, sem þótti freistingarsagan ótrúleg. Þannig hefur það reynzt með ýmsar sögur héðan úr Vestmannaeyjum. Til þess í eitt skipti að koma í veg fyrir eina lygasögu, ætla ég sem sjónarvottur að skýra frá eftirfylgjandi:
Sunnudaginn 22. marz sást það, eins og oftar héðan úr landi, að botnvörpungar voru tíu að veiðum í landhelgi, einkum með Söndunum. Fór því annar hreppstjórinn kl. rúml. 3 út með tveimur bifbátum og 24 röskum mönnum til þess eftir fyrirmælum sýslumannsins, sem lætur sér annt um vörn landhelginnar, að gæta að skipum þeim, sem næst voru landi, nöfnum þeirra, einkennisstöfum og hvort þau væru að veiðum í landhelgi, og að taka brotleg skip, ef unnt væri og færa þau til hafnar og skipstjóra þess fyrir lögreglurétt.
Bátarnir stefndu fyrst fyrir innan Sker. því eitt botnvörpuskip virtist vera að draga upp vörpu sína á hér um bil 25 faðma dýpi fram af Önundarstöðum. En þegar þangað kom, var skipið komið til fullrar ferðar vestur eftir. Var því breytt stefnu og haldið austur eftir og svo til norðausturs af Elliðaey, því þar voru ekki færri en 10—12 botnvörpuskip að veiðum í landhelgi á 12—35 faðma dýpi. Var svo stefnt á tvö vestustu skipin, sem næst voru landi, bæði með botnvörpustrengi úti á bakborða, mjög nærri hvort öðru. Annað skipið var þýzkt, H.C.2, Burgermeister Mönkeberg. Hitt virtist vera frakkneskt, en tala þess, einkennisbókstafir og nafnið var hulið.
Bátarnir lögðu þegar að þýzka skipinu, sinn við hvort borð, og 18 menn úr þeim hlupu í einni svipan upp í það og höfðu með sér eina skammbyssu og tvo afturhlaðninga, en bátarnir lögðu svo frá því. Klukkan var þá rúmlega 4 e. h.
Hreppstjórinn fór þegar með nokkra sinna manna, þar á meðal 3 enskumælandi, upp á stjórnpallinn og sagði skipstjóra, að hann væri staðinn að lögbroti, með því að hann væri að fiska í landhelgi, skipaði honum að stöðva skipið og draga inn vörpuna. Skipstjórinn hlýddi því seint og sígandi, en sleppti úr henni fiskinum undir borði, varla minna en 300—400 af þorski, ufsa og ýsu. Því næst skipaði hreppstjórinn að færa skipið þegar til hafnar í Vestmannaeyjum og svara þar fyrir brot sitt. Skipstjóri þverneitaði því og kvaðst ekki skyldu hlýða öðrum í því efni en herskipinu (Íslands Falk).
Svo vildi til að skipstjóri og stýrimaður gátu komið 2—3 Eyjamönnum út úr stýrishúsinu og vildu loka því að sér, en af því að það gekk ekki alveg hávaðalaust, brutu einir tveir Þjóðverjar tvo glugga í stýrishúsinu utan frá og ætluðu þar inn til viðbótar. Skipið fór undir eins til ferðar og stefndi til hafs eða suðausturs. Hreppstjórinn réðist þegar til inngöngu í stýrishúsið og ítrekaði skipun sína: að fara til Vestmannaeyja, en skipstjóri réðist þá á hann og tók allfast um háls (barka) honum. Hreppstjórinn gat nokkuð linað á því taki og einn af hans mönnum kom honum þegar til aðstoðar. Rétt á eftir komst hann inn í stýrishúsið og hratt stýrimanninum frá stýrinu og lét tvo menn gæta hans, en tók sjálfur stjórn og stefndi til Eyja.
ctr

Danska herskipið Hekla og landhelgisbrjótur undir Eiðinu.


Skipstjórinn réðist því á hann að nýju, til þess að koma honum frá stýrinu og út úr stýrishúsinu, en hreppstjórinn kom honum þegar undir og ætlaði að láta binda hann ef hann ekki sefaðist. Þegar svo var komið, var vélin stöðvuð og skipstjóri og vélstjóri neituðu að láta hana ganga með skipið til Eyja. Meðan á þessu gekk í stýrishúsinu, sóttu skipverjar upp á stjórnpallinn af þilfarinu, — nokkrir þeirra með hnífa — jafnvel eftir skipun skipstjórans. Og einn þeirra skemmdi Eyjamann lítilsháttar með hnífi.
Skipverjar byrjuðu að láta vélina spúa heitu vatni á Eyjamenn þá, sem voru uppi á stjórnpallinum, en því varð afstýrt með því að sýna þeim skammbyssuma og hleypa af einu skoti. og tjá þeim afleiðingar af háttalagi þeirra, ef áfram væri haldið eins og sakir stæðu. Einn skipverja þeirra, sem á þilfari voru, miðaði byssu sinni á hreppstjórann, þegar hann kom út úr stýrishúsinu, en hinn kreppti hnefann á móti og benti með hinni hendinni, hvar hann skyldi miða á. En lengra komst sá leikur ekki.
Jafnframt því sem nú var greint, var skipstjóra og öðrum skipverjum tjáð um allar kringumstæður þeirra, bent á ýmsar afleiðingar af háttalagi þeirra og óhlýðni.
Meðan á þessu stóð drógu skipverjar flagg og körfu í hálfa stöng, en Eyjamenn drógu það nokkru seinna niður. Rétt á eftir fór frakkneska skipið, sem áður er getið, fram með skipshliðinni, og virtust Frakkar líta hýru auga til þýzku kunningjanna, en nafn og einkennistölu skips síns höfðu þeir málað og breitt yfir svo leiðara væri að þakka opinberlega og greinilega fyrir þá hjálp og hluttekningu. Eftir þetta komst kyrrð á, en allt gekk í sama þófinu með þrjózku skipstjórans og vélstjórans.
Með því að Eyjamenn voru ekki færir um að stjórna vélinni. — og jafnvel til að komast hjá áverkum, — var ekki gengið að því að binda skipstjóra og aðra því, er sýndu mótþróa.
Þá réði hreppstjórinn það af. þegar klukkan var nokkuð gengin sjö, að senda annan bátinn með þremur mönnum heim til þess að sækja sýslumann. Um kvöldið klukkan nálægt 10 kom hann með túlk með sér út í skipið, sem þá var rúma hálfa mílu í norðaustur af Elliðaey, en þegar skipið var tekið var það um 1/4 mílu frá Sandinuni fram af Sandabæjunum, kl. nálægt 41/2 e. h.
Þegar sýslumaður var kominn, byrjaði orðaþófið við hann að nýju og hélzt til kl. 1 um nóttina að botnvörpungurinn drattaðist af stað til Eyja og lagðist hér á Víkina kl. um 3. Sýslumaður var þá sóttur út í skipið, en hann setti hafnsögumanninn og mann með honum til þess að halda vörð í skipinu. Klukkan 12 hafði sýslumaður látið báða bifbátana fara í land með fólkið (þ. e. eyjamenn), en var sjálfur eftir með túlkinn.
Um morguninn var skipstjóri fluttur í land. Eftir allmikla þrætu var hann dæmdur í 1350 kr. sekt og veiðarfæri og afli gert upptækt. Meðan skipið lá hér, fleygðu skipverjar nokkru af fiski, sem var á þilfarinu í sjóinn. Aflann fékk skipstjóri keyptan eftir virðingu og veiðarfærin keypti hann eftir að þau höfðu verið seld í landi á opinberu uppboði. Magnús Guðmundsson í Hlíðarhálsi var einn þeirra manna, sem voru í þessari för. Einar Sigurðsson frá Heiði hefur skráð eftir honum minningar frá þessum togaraslag, en það var ekki fyrri en um 30 árum eftir þessa atburði. Fara hér á eftir nokkrar glepsur úr þeim minningum: „Þegar ég kom niður á bryggju var allt tilbúið. Ég var þetta seinn. Þeir voru með handspækur líkastar stýrissveifum á opnum bát og átti að nota þær sem barefli til að lúskra þeim með og verja okkur. Við höfðum tvær byssur. Árni Sigfússon átti aðra þeirra. Annað höfðum við ekki að vopni.
Sveinn Jónsson á Landamótum átti bátinn, sem við fórum á, og var formaður á honum. Voru með honum fjórir hásetar hans.“ — „Nú fórum við af stað og héldum að sjá á Elliðaey. Skip var að toga í landnorður af eynni. Sigurður sagði við okkur, er við vorum komnir skammt norður af Elliðaey, að koma niður í lúkarinn á bátnum.“ „Ég er að hugsa um,“ sagði Sigurður, „að við verðum hér allir niðri í lúkar en látum háseta Sveins vera skinnklædda uppi á dekki, því að togaraskipstjórinn gæti séð okkur í kíki. Þá heldur hann að þetta sé bátur að fara í róður. Við skulum skipa okkur í fylkingu. Ég ætla að vera í stiganum og sjá, hvað skipinu líður og svo kalla ég: Einn, tveir, þrír og verða þá allir að hlaupa í einni svipan upp í brú beina leið. Hana verðum við að verja duglega, því að ég geri ráð fyrir, að það verði þegar sótt hart að okkur.“ Togarinn var með vörpuna úti. Renndum við með honum. Svo komumst við á móts við vantinn. Þá kallar Sigurður til Sveins að skella sér að honum. Við vorum þá svo nærri honum, að í þessum töluðum orðum kallar hann til okkar: Einn, tveir, þrír, og allir voru í einni svipan uppi á dekki og þegar komnir upp í brú. Vöruðu skipsmenn sig ekkert á okkur. Þeir hafa víst haldið, að Sveinn ætlaði að fara að sníkja hjá honum fisk. Sigurður skipaði nú Sveini frá skipinu og sagði. að hann mætti ekki vera í skotfæri og fór hann strax burtu. Um leið og við vorum komnir um borð kallar Guðni Johnsen, sem var túlkur okkar, og spyr hvar skipstjórinn sé. Enginn anzar. Þá spyr hann hvar stýrimaður sé. Enginn anzar. Þá kallar Guðni niður í hásetaþvöguna á dekkinu, þar sem þeir voru að gera að fiski. Loks segir einhver að þeir muni vera inni í kortaklefanum inn af stýrishúsinu. Í því koma tveir menn fram á brúarvænginn og fer Guðni að tala við þá.
„Við skulum stjaka þeim inn í stýrishúsið,“ segir Sigurður, gerðum við það. Við vorum þar fjórir Eyjamenn, Sigurður hreppstjóri, Kristinn Ingvarsson, Guðni og ég. Skipstjórinn stappaði niður fótunum, bölvaði og ragnaði og skipaði okkur í burtu. Það var ekki svo að ég skildi þetta, en ég spurði strax að því, hvað þeim færi á milli, því að mig langaði til að fylgjast með öllu. Skipstjórinn hótaði að setja okkur frá borði. En ég er viss um að þeir hefðu átt erfitt með okkur, því þetta voru hraustir, óhræddir karlar. Einn þeirra að minnsta kosti, Kristinn Ingvarsson, var tveggja manna maki og átti það eftir að koma í góðar þarfir. Skipstjórinn opnar gluggann og kallar til hásetanna og skipar þeim að draga flagg í hálfa stöng og körfu neðan undir. Þegar Sigurður sér þetta, veit hann hvað það merkir, því að hann var lærður sjómaður.
Þá segir hann: „Magnús og Kristinn, ég bið ykkur að fara og skera þetta niður.“ Við Kristinn fórum strax að stiganum.
Á dekkinu voru hásetainir með hnífa í höndum við aðgerðina. Þeir hótuðu að krossskera okkur og mótuðu fyrir á brjóstinu á sjálfum sér til að sýna okkur. hver endalok okkar yrðu, ef við reyndum að fara niður á dekkið. Við fórum samt. Ég setti hnefann fyrir brjóstið á manni, sem varð á vegi mínum, svo að hann hraut eftir dekkinu. Kristinn tók í buxnarassinn og öxlina á öðrum og senti honum út að öldustokknum. Þá sá ég að hann var sterkur.
Ég var með stóran sjálfskeiðung og brá honum á línuna. Svo fórum við í skyndi aftur í brú. Deilan í brúnni var alltaf að harðna. Stýrimaðurinn skipaði nú að draga inn vörpuna, sem var full af fiski. Skipstjórinn kallaði nú til skipshafnarinnar að taka vopn og barefli, það sem hendi væri næst. Ég leit fram yfir brúarvænginn og sá þá, að þeir voru að styrkja sig þar á stríðsöli og búa sig bareflum. „Verjið þið nú uppgönguna, báða stigana, eins og þið getið, strákar,“ segir Sigurður. Svo hófst árásin. Þeir komust upp í rúmlega miðjan stigann og þar börðum við þá niður jafnóðum. Enginn náði að komast upp. Síðan sóttu þeir að okkur aftan frá og var einn þeirra með heljarmikinn keðjulás. Hann braut gluggann á kortaklefanum og ætlaði þar inn en vogaði það þó ekki. Sá hefði líka fengið á pansarann.
Þeir opnuðu nú fyrir stöngu með sjóðandi heitum sjó og beindu á okkur. Árni Sigfússon, sem var með eina byssuna, kallaði til þeirra, að yfirvaldið hefði leyft honum að skjóta. Maðurinn, sem hélt í slöngunni, kallaði á móti að byssan væri ónýtur andskotans hólkur. Þá skaut Árni upp í loftið fram hjá manninum. Kom þá nokkurt hik á hann. Árni kallaði þá til hans: „Næsta skoti skýt ég í þig ef þú sleppir ekki slöngunni.“ Þá fleygði hann slöngunni samstundis frá sér. Þetta skipti engum togum.

Íslands Falk á Víkinni.

Á meðan hafði skipstjórinn gefið fyrirskipanir um að setja á fulla ferð. Sigurður hleypur þá að stýrinu og ætlar að snúa því til Eyja, en þegar hásetarnir á þilfarinu urðu þess varir, ráku þeir fleyg í stýriskeðjuna, svo að ekki var hægt að hreyfa stýrið. Var skipið þá stöðvað aftur. Við höfðum engan til þess að setja í vélarúmið, þó að við hefðum náð því á okkar vald.
Það var farið að skyggja og skipið hafði engin ljós uppi. Það var ekki einu sinni hægt að kveikja á týru í kortaklefanum eða stýrishúsinu.
Og nú hófst önnur árás á okkur öllu snarpari en sú fyrri. Það fór alveg á sömu leið. Þeir komust ekki upp í brúna. Tveir okkar manna áttu á meðan á árásinni stóð að verjast því, að skipstjóri og stýrimaður kæmust úr kortaklefanum. Kæmust þeir út úr honum og tækist að loka stýrishúsinu höfðu þeir vald á skipinu. Þá var ekki annað en losa stýrið og gefa fyrirskipun um fulla ferð.
Þjóðverjarnir komu nú eyjarskeggjum út úr stýrishúsinu og lokuðu þeir skipstjóri og stýrimaður að sér brúnni. Settu þeir skipið á fulla ferð og stefndu til hafs. Sigurði hreppstjóra leizt ekki á blikuna og ræddi við liðsmenn sína um það, hvort ekki væri reynandi að ná aftur stjórnpallinum úr höndum Þjóðverjanna. Þá sagði Magnús og heldur nú frásögn hans áfram:
„Væri ekki eins reynandi að komast inn um hurðina? væri ég til með að reyna það.“
Ég sneri fyrst frá henni húnann. Hurðin gekk inn í stýrishúsið. Ég stökk nú tvisvar á hana og fór hún inn í seinna sinnið. Sigurður þýtur inn með sama og ætlar að taka stýrið. Þá er stýrimaðurinn við það og lendir þeim strax saman. Stýrimaður nær strax fantataki á hálsinum á honum, en hvorugur hafði þó hinn. Sigurður var þó kominn á annað hnéð vegna þrælataksins. Stýrimaðurinn var beljaki mikill og heiftalega illur. Það er áreiðanlega svæsnasti maður, sem ég hef lent í á ævinni.
Sigurður kallaði á hjálp. Ég stökk inn og undir eins og ég kom inn úr dyrunum, sleppir hann Sigurði og reiðir hnefann til höggs við mig. En ég varð á undan og sló hann á aflvöðvann í handleggnum og var það ekki neitt gott högg. Er ég viss um, að það hjálpaði mér til að ráða niðurlögum hans á eftir. Við lentum svo í fangbrögðum og bárumst yfir þvert stýrishúsið. Þar kom ég honum undir í horninu. Hann blés og hvæsti. Þá klappaði hann á brjóstið á mér og ég tók það svo, að hann vildi friðmælast og sleppti honum. Um leið og stýrimaðurinn sleppti Sigurði, rauk skipstjórinn á hann og flugust þeir á. Þá komu nokkrir Eyjamenn að utan og tóku Sigurð og skipstjórann, sem ekki slepptu tökunum, og hrintu þeim á bekkinn í kortaklefanum. Þar lenti Sigurður ofan á skipstjóranum og setti hnéð fyrir bringsmalir honum og steytti framan í hann hnefann. — Þeir voru þá báðir alblóðugir. „Ef þú verður ekki góður, þá látum við þig í poka,“ sagði Sigurður nú við skipstjórann á Íslenzku. Við hlógum mikið að þessu á eftir. Þegar hér var komið og búið var að ráða niðulögum skipstjórans og stýrimannsins, vorum við komnir á þær slóðir, sem nefndar eru Eystri-Mannklakkur. Er það ærið löng leið frá þeim stað, sem við fórum um borð í skipið.
Skipstjórinn og stýrimaðurinn voru nú mjög dasaðir og bærðu ekki á sér. Samt var þeirra vel gætt. Skipshöfnin var farin undir dekk. Við vorum búnir að fara illa með margan manninn. Þeir fundu að við höfðum yfirhöndina og vorum harðir og illvígir, enda sáum við það strax að annað þýddi ekki . . . Annar báturinn var nú sendur heim eftir sýslumanni og heldur nú frásögninni áfram:
„Svo komu þeir loks að heiman á tveimur bátum og þá voru með þeim margir menn og meðal þeirra sýslumaðurinn, Karl Einarsson, Alexander Jóhannesson síðar háskólakennari sem túlkur og Hannes lóðs.
Sýslumaður biður okkur fjóra að koma með sér inn í kortaklefann til skipstjórans. Þess þurfti auðvitað ekki með. Það dugði alveg eins að Sigurður færi einn. Þá stendur skipstjórinn upp, stappar niður fótunum og verður alveg hamslaus af bræði. Sýslumaður segir honum að búið sé að kæra hann hvað eftir annað fyrir landhelgisbrot og það þýði enginn mótþrói.
Kvaðst sýslumaður vera með mann, sem farið gæti með vélina og lóðs til að stýra skipinu. Ef hann sýndi mótþróa kvaðst sýslumaður geta látið binda hann, því að hann væri hér með marga menn. Þá gaf skipstjórinn sig og gaf fyrirskipun niðnr í vélarrúmið að halda af stað. Stýrimaðurinn stýrði skipinu heim til Eyja, en skipstjórinn teygði sér niður í bekkinn.

Sá guli er ekki smáfríður.

Ljósin voru loksins kveikt. Þegar á Víkina kom, voru skipstjóri og stýrimaður teknir í land, en við vorum 4 skildir eftir um borð til þess að vakta það.“ Þannig sagðist Magnúsi í Hlíðarási frá þessari minnilegu viðureign í landhelginni.
Þessi viðureign vakti nokkra athygli erlendis. Segir Lögrétta samkvæmt fréttum frá Kaupmannahöfn, að skipstjórinn á togaranum hafi kært til dönskri stjórnarinnar að hann hefði verið beittur ofbeldi og ólögum í Vestmannaeyjum. Þýzk blöð voru óð og uppvæg. Gerðu þau mikið veður út af því, að sjórán hefði verið framið, er togarinn var tekinn við Ísland. Því var bætt við fregnina, að Fálkinn hefði dregið taum fiskiskipsins, og þar sennilega átt við það, að skipherrann hafi talið að handtakan væri ólögmæt. Engar fregnir fóru þó af frekari aðgerðum þýzkra stjórnarvalda og ekki sendu þau herskip á vettvang til þess að halda fiskiskipum sínum að ólöglegum veiðum innan íslenzkrar fiskveiðilandhelgi, eins og nú hefur tíðkazt.
Þessi handtaka hafði mikla þýðingu, því að hún sýndi svart á hvítu, að ekki mundi veiðiþjófum vært í landhelginni og að Íslendingar gátu af eigin rammleik handsamað veiðiþjófa, þó að þeir hefðu ekki vopnuð skip.
Um þessa sjóorustu orti Þorsteinn Gíslason gamanvísur, sem byrjuðu svona:

Þeir Eyjamenn, þeir eru sagðir knáir
og eru líka að vexti fæstir smáir,
en flestir eins og risar sterkir og stórir,
en sterkastur er þó hreppstjórinn,
því honum velta engir fjórir.

Við rannsókn málsins fyrir lögreglurétti Vestmannaeyja var farið fljótt yfir sögu, enda mun skipstjórinn á Burgermeistar Mönkeberg, sem hét Benjamín Moderitzki og var 32 ára að aldri, hafa viðurkennt landhelgisbrot sitt. Fyrir rétt komu aðeins þrír menn af þeim, sem í aðförinni voru, þeir Sigurður hreppstjóri, Sveinn á Landamótum og Magnús í Hlíðarási, enda munu þeir hafa verið einu mennirnir, sem miðuðu skipið niður. Vitnisburðir þeirra snérust nær eingöngu um brot togarans og staðsetningu hans, nema hvað Sigurður hreppstjóri rakti ferðasöguna í stórum dráttum.
Til fyllingar þeirri frásögn, sem hér hefur verið rakin, verður nú vitnisburður Sigurðar hreppstjóra tekinn upp í heilu lagi, en hann var svohljóðandi:
„Mætti fyrir réttinum óstefndur sem vitni, Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson á Heiði hér í Eyjum, 62 ára að aldri. Áminntur um sannsögli gefur vitnið svohljóðandi skýrslu: Hann segist hafa farið í gær eftirmiðdag nokkru fyrir kl. 4 til þess, eftir fyrirmælum sýslumannsins, að reyna að ná í eitthvað af botnvörpuskipum þeim, sem bæði þá virtust vera og rétt áður höfðu verið að veiðum í landhelgi milli Lands og Eyja. Hann segist hafa haft tvo mótorbáta í förinni og nokkra menn í hvorum bát. Hann segist fyrst hafa farið inn fyrir Sker og inn á Ál, og síðan austur með landi. Og þegar þeir voru komnir heldur austar en á móts við Elliðaey, þá hafi þeir séð þar upp við Sandinn nokkur botnvörpuskip, sem virtust vera að veiðum í landhelgi. Hafi þeir haldið þangað og stefnt að skipi því, sem var innst og vestast, og er þeir komu að skipi þessu, sáu þeir að það var að veiðum með botnvörpu, og hafði þá dregið vörpuna nokkra stund út frá landi að sjá. Við skipið Burgermeister Mönkeberg H.C.2, er þeir komu að því, voru þessi mið: Litli Þríhyrningur rétt upp á Seljalandsmúla, Hrauney við Upsaberg og Helgafell fast vestan við vesturkant Bjarnareyjar, og Hellutáin (landsuðurhornið á Stórhöfða) inni í Hellisey að vestan.
Vitnið segist því næst hafa farið með mönnum sínum upp í skipið, nema tveir hafi verið eftir í öðrum bátnum en þrír í hinum. Hafi hann svo gert boð fyrir skipstjóra og látið segja honum, að hann væri hér að veiðum í landhelgi, skipað honum að draga upp vörpuna, sem var bakborðsvarpan og koma svo henni á Vestmannaeyjahöfn og svara fyrir brot sitt. Skipstjórinn lét þá stöðva skipið og draga vörpuna rétt strax og var talsvert af fiski í henni og sleppti hann honum í sjóinn, en neitaði algerlega að fara með skipið til Vestmannaeyja. Gekk í þófi um þetta nokkra stund, og segist vitnið svo hafa sent í land eftir lögreglustjóranum sem kom þangað klukkan að ganga tíu um kvöldið. Skipið hafi þá verið komið nokkuð út á eða um austur-norðaustur af Elliðaey. Vitnið segist svo hafa farið í land, ásamt mönnum sínum rétt fyrir kl. 12, en lögreglustjórinn hafi verið eftir með túlk og hafi sakir þá staðið þannig, eftir því sem vitnið veit bezt, að skipstjórinn hafi neitað að fara með skipið inn til Vestmannaeyja. En skipið hafi lagzt á höfnina um kl. 3 um nóttina.
Lögreglustjórinn var sóttur skömmu síðar um borð og maður sá, er með honum var, og sett vakt í staðinn, tveir menn.
Vitnið segir, að um einstök atvik viðureignarinnar milli hans og manna hans og skipstjórans og skipshafnarinnar geti hann og vilji gefa skýrslu, hvenær sem er.
Vitnið segir, að veður hafi verið bjart og heiðskírt og logn allan þennan tíma.“ Aldrei mun hafa verið kallað eftir því fyrirheiti Sigurðar hreppstjóra, að gefa skýrslu um viðureignina við togaramennina.
Dómsniðurstaðan varð sú, að Benjamín var sektaður um 1500 ríkismörk eða 1335 ísl. krónur og afli og veiðarfæri gerð upptæk.
Þessar gömlu sögur úr landhelginni sýna það, að landhelgisvarnirnar hafa tekið miklum stakkaskiptum frá því, sem áður var. Okkur tókst ekki á þeim árum að verja 3ja mílna landhelgi betur en raun bar vitni. Nú höfum vér haft 12 mílna fiskveiðilögsögu síðan 1. sept. 1958 og hefur tekizt svo vel að verja hana, að heita má að hún hafi verið alfriðuð, þrátt fyrir það þó Bretar hafi stefnt inn í hana togurum sínum undir vernd herskipa.
Nú er útlit fyrir að vér fáum að vera í friði, þó 12 mílna fiskveiðilögsagan hafi ekki fengizt viðurkennd, og er ástæða til að gleðjast yfir þeim árangri, sem náðst hefur.

Á þessum hátíðisdegi íslenzkra sjómanna vil ég óska þeim þess að þeir verði í framtíðinni einir um sínar fiskislóðir.