„Ingveldur Guðmundsdóttir (Búastöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 25: Lína 25:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Útgáfa síðunnar 17. ágúst 2015 kl. 10:43

Ingveldur Guðmundsdóttir vinnukona á Búastöðum, síðar húsfreyja á Kirkjubæ, fæddist 1815 í Útskálasókn á Suðurnesjum og lést 8. september 1869.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson og Steinunn Þorleifsdóttir í Móakoti á Reykjanesi.

Ingveldur var tökubarn á Útskálum 1816.
Hún fluttist 21 árs, ógift vinnukona, að Búastöðum 1837, var ógift vinnukona á Búastöðum 1839 og 1840, gift húsfreyja á Kirkjubæ 1845 og 1850. Hún bjó ekkja þar 1855 og 1860 með fósturbarnið Ingvar Þorsteinsson á heimilinu. Hún lést 1863 úr „sóttveiki“.

I. Barnsfaðir hennar var Páll Jensson, þá í Stóra-Gerði.
Páll „neitaði‟.
Barnið var
1. Þuríður Ingveldardóttir, f. 6. febrúar 1839, d. 13. febrúar 1839 úr ginklofa.

II. Maður Ingveldar, (4. júlí 1845), var Filippus Snorrason sjómaður á Kirkjubæ, f. 22. ágúst 1812 á Rauðhálsi í Mýrdal, hrapaði til bana 12. september 1852.
Börn þeirra hér:
1. Sæmundur Filippusson, f. 31. október 1841, d. 9. nóvember 1841 úr ginklofa.
2. Snorri Filippusson, f. 10. janúar 1845, d. 17. janúar 1845 úr ginklofa.
3. Filippus Filippusson, f. 4. maí 1846, d. 14. maí 1846 úr ginklofa.
4. Ingvar Filippusson, f. 20. mars 1848, d. 19. nóvember 1851 „af Barnaveikindum“.
5. Þorsteinn Filippusson, f. 23. júní 1849, d. 17. nóvember 1851 „af Barnaveikindum“.<.
6. Steinunn Filippusdóttir, f. 11. júlí 1850, d. 21. nóvember 1851 „af Barnaveikindum“.
7. Steinunn Filippína Filippusdóttir, f. 10. maí 1853 að föður sínum látnum, d. 22. maí 1853 úr „barnaveikindum“.
Fósturbarn Ingveldar var
8. Ingvar Þorsteinsson, f. 20. nóvember 1851, d. 15. mars 1863 úr „sóttveiki“. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson og Guðríður Björnsdóttir í Björnshjalli.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.