„Jón Jónsson (Ólafshúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 39: Lína 39:
*[[Saga Vestmannaeyja]]. [[Sigfús M. Johnsen]]. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
*[[Saga Vestmannaeyja]]. [[Sigfús M. Johnsen]]. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
*Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.}}
*Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Sjómenn]]
[[Flokkur: Sjómenn]]

Útgáfa síðunnar 29. júní 2015 kl. 16:40

Jón Jónsson bóndi og sjómaður í Ólafshúsum fæddist 19. ágúst 1816 í Holtum, Rang. og drukknaði, er hann gekk á reka við Torfmýri 22. september 1865.
Faðir hans var Jón bóndi í Hreiðri í Holtum, f. 1778 á Stóru-Völlum á Landi, drukknaði 10. maí 1820, Sigmundsson bónda á Stóru-Völlum, f. 1737, d. 10. febrúar 1814, Ingvarssonar bónda þar, f. 1708, Magnússonar, og konu Ingvars, Hallberu húsfreyju, f. 1710, d. 23. maí 1784, Sigmundsdóttur.
Móðir Jóns í Hreiðri og kona Sigmundar var Guðlaug húsfreyja, f. 1734, d. 15. maí 1809, Vigfúsdóttir bónda á Hurðarbaki í Reykholtsdal í Borgarfirði, f. um 1699, Þórðarsonar, og konu Vigfúsar á Hurðarbaki, Elínar húsfreyju, f. um 1700, Jónsdóttur.

Móðir Jóns í Ólafshúsum og kona Jóns í Hreiðri var Guðrún húsfreyja, f. 25. júlí 1791 í Tungu í V-Landeyjum, d. 27. ágúst 1855, Einarsdóttir bónda í Marteinstungu í Holtum, f. 1759 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 17. október 1829, Ólafssonar bónda í Vestra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1734, d. 1801 Ólafssonar, og fyrri konu Ólafs í Vestra Fíflholti, Guðrúnar húsfreyju, 1737, d. 20. október 1784, Sigurðardóttur.
Móðir Guðrúnar í Hreiðri og kona Einars í Marteinstungu var Hallbera húsfreyja, f. 1746, d. 22. febrúar 1848, Þórarinsdóttir bónda í Vestra-Fíflholti, f. 1717, d. 11. maí 1804, Guðmundssonar, og konu Þórarins, Hólmfríðar húsfreyju, f. 1721, d. í maí 1785, Eiríksdóttur.

Jón var með móður sinni og stjúpa í Eystra-Fíflholti 1835, kvæntur sjómaður í Ólafshúsum 1845, sjávarbóndi þar 1855. Við manntal 1860 var hann þar með Vilborgu og börnunum Árna, Guðrúnu, Vigdísi og Bjarna. Hann drukknaði, er hann gekk á reka við Torfmýri 1865.

Jón var bróðir Elínar Jónsdóttur húsfreyju í Kokkhúsi, f. 7. mars 1814, d. 10. júní 1866, konu Þorkels Brandssonar tómthúsmanns.

I. Barnsmóðir Jóns að tveim börnum var Margrét Jónsdóttir, síðar húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 4. júlí 1824, d. 24. mars 1868.
Börnin voru:
1. Kristín Jónsdóttir, síðar húsfreyja í Ystabæli u. Eyjafjöllum, f. 20. nóvember 1843, d. 20. janúar 1895.
2. Guðrún Jónsdóttir, f. 28. maí 1845, d. 16. júní 1845 úr ginklofa.

II. Kona Jóns í Ólafshúsum var Vilborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1823, d. 29. október 1878.
Börn Jóns og Vilborgar hér:
2. Vigdís Jónsdóttir, f. 21. janúar 1846, d. 29. janúar 1846 „af ginklofa“.
3. Þóranna Jónsdóttir, f. 10. janúar 1847, d. 18. janúar 1847 úr „ginklofa trismusi“ (þ.e ginklofa kjálkavöðvakrampa).
4. Jón Jónsson, f. 22. júlí 1848, d. 25. júlí 1848 „af ginklofanum“.
5. Ingvar Jónsson, f. 7. ágúst 1849, d. 16. ágúst 1849 „af Barnaveikin“.
6. Jón Jónsson, f. 10. ágúst 1850, d. 23. ágúst 1850 „af Barnaveikleika“.
7. Margrét Jónsdóttir, f. 11. maí 1852, d. 16. maí 1852 „af Barnaveikleika“.
8. Árni Jónsson, f. 27. ágúst 1853, í Eyjum 1870, fór síðar til Vesturheims.
9. Guðrún Jónsdóttir, f. 16. október 1854, í Eyjum 1870, fór síðar til Vesturheims.
10. Vigdís Jónsdóttir, f. 29. september 1856, vinnukona í Vanangri 1880, v.k. í Elínarhúsi 1890, hjú í Mandal 1901, fór til Vesturheims 1904.
11. Bjarni Jónsson, f. 25. janúar 1857, drukknaði 9. febrúar 1895.
12. Jóhanna Jónsdóttir, f. 31. janúar 1859, d. 9. febrúar 1859 úr ginklofa.
13. Margrét Jónsdóttir, f. 30. október 1862, fór síðar til Vesturheims.
14. Eyjólfur Jónsson, f. 16. júlí 1864, d. 23. júlí 1864 „af ginklofa“.
15. Jóhanna Jónsdóttir, f. 6. október 1865, var í Eyjum 1870, fósturbarn á Vilborgarstöðum 1880, fluttist til Reykjavíkur, ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.