„Ritverk Árna Árnasonar/Sigurður Vigfússon (Fögruvöllum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Sigurður Vigfússon á Fögruvöllum.jpg|thumb|250px|''Sigurður Vigfússon á Fögruvöllum.]]
[[Mynd:Sigurður Vigfússon á Fögruvöllum.jpg|thumb|250px|''Sigurður Vigfússon á Fögruvöllum.]]
[[Mynd:24 Sigga í Baldurshaga - Siggi Fúsa - Lóa á Kiðabergi - Tóti í Berjanesi.jpg|520px|left thumb]]
[[Mynd:24 Sigga í Baldurshaga - Siggi Fúsa - Lóa á Kiðabergi - Tóti í Berjanesi.jpg|420px|left thumb]]
::''Sigga í Baldurshaga, Siggi Fúsa, Lóa á Kiðabergi og Tóti í Berjanesi.''
::''Sigga í Baldurshaga, Siggi Fúsa, Lóa á Kiðabergi og Tóti í Berjanesi.''



Útgáfa síðunnar 30. janúar 2015 kl. 16:47

Sigurður Vigfússon á Fögruvöllum.

left thumb

Sigga í Baldurshaga, Siggi Fúsa, Lóa á Kiðabergi og Tóti í Berjanesi.


Kynning.

Sigurður Vigfússon trésmiður, sagnamaður og fjárbóndi á Fögruvöllum fæddist 29. mars 1851 og lést 3. nóvember 1934.
Foreldrar hans voru Vigfús Magnússon, f. 9. október 1815, sjómaður í gömlu Presthúsum og síðar í Hólshúsi, er lést af vosbúð af skipinu „Ægi“ í Útilegunni miklu 25. febrúar 1869.
Móðir Sigurðar var Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1827, d. 13. maí 1882.

Sigurður kom til Eyja árið 1853 frá Bryggjum í Landeyjum.
Við manntal 1910 bjó hann á Fögruvöllum, stundaði „trésmíðar og fjárrækt. Fylgir engum „trúarflokk“.
Sigurður var albróðir Magnúsar Vigfússonar í Presthúsum, f. 1. október 1854, d. 13. ágúst 1926.

Kona Sigurðar á Fögruvöllum var Þorgerður Erlendsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1842 í Stóra-Dalssókn undir Eyjafjöllum, d. 6. janúar 1936, Erlendsdóttir.
Þorgerður var systir Guðrúnar húsfreyju á Vesturhúsum og Guðmundar Erlendssonar í London.

Þau Sigurður og Þorgerður voru barnlaus, en ólu upp að mestu Þorgeir Jóelsson Eyjólfssonar og fyrri konu Jóels Þórdísar, dóttur Guðmundar á Vesturhúsum og Guðrúnar Erlendsdóttur.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Sigurður Vigfússon var rösklega meðalmaður á hæð, þrekinn um herðar og háls og hefir að sögn verið vel að kröftum búinn. Hann var breiðleitur, ekki ófríður, snemma með alskegg og hár skorið sem á fornmönnum. Loðnar augnbrúnir, brúnleit augu, svipur einarðlegur og skýr, fremur hýrleitur og gáfulegur. Sigurður var mætavel gefinn að gáfum, hinn fróðasti á söguleg efni, frásagnarsnillingur svo að orð fór af.
Hann stundaði mikið sjóferðir í áraraðir og fuglaveiðar frá barnæsku. Engi var hann veiðimaður með háf, en afburða neta- og holuveiðimaður. Bjarggöngumaður ekki mikill, en bátsmaður góður, bæði sem sókningsmaður og við önnur bátslegustörf við fuglaveiðar.
Sigurður var mætur maður, afhaldinn, góður vinur, réttsýnn, ærukær og góður túlkur gamalla siðvenja. Hann var daglega nefndur „Siggi Fúsa“ og þannig munu Eyjabúar allir kannast við hann.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir