„Guðríður Jónsdóttir (Norðurgarði)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Guðríður Jónsdóttir (Norðurgarði)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
Móðir Guðríðar og barnsmóðir sr. Jóns var Kristín vinnukona hans, f. 1787 á Uxahrygg á Rangárvöllum, en hún varð síðar húsfreyja í Stakkavík í Selvogi, kona Jóns Hallvarðssonar bónda og hreppstjóra frá Gullberastöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Kristín var síðari kona hans d. 19. september 1823, Benónýsdóttir bónda í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, f. 17. mars 1766, d. 29. júlí 1825, Jónssonar vinnumanns, f. 1743, Halldórssonar, og Guðbjargar, síðar húsfreyju á Gaddstöðum, f. 1740, d. 26. maí 1792, Þorkelsdóttur.<br> | Móðir Guðríðar og barnsmóðir sr. Jóns var Kristín vinnukona hans, f. 1787 á Uxahrygg á Rangárvöllum, en hún varð síðar húsfreyja í Stakkavík í Selvogi, kona Jóns Hallvarðssonar bónda og hreppstjóra frá Gullberastöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Kristín var síðari kona hans d. 19. september 1823, Benónýsdóttir bónda í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, f. 17. mars 1766, d. 29. júlí 1825, Jónssonar vinnumanns, f. 1743, Halldórssonar, og Guðbjargar, síðar húsfreyju á Gaddstöðum, f. 1740, d. 26. maí 1792, Þorkelsdóttur.<br> | ||
Móðir Kristínar Benónýsdóttur var Jarþrúður húsfreyja og húskona á Nýlendu í Hvalsnessókn, skírð 2. desember 1754, d. 3. apríl 1836, Ólafsdóttir á Steinkrossi á Rangárvöllum og víðar, f. 1723, d. í maí 1772, Runólfssonar, og konu Ólafs, Guðrúnar, f. 1720, d. 1. október 1782, Styrksdóttur norsks sjómanns (strandmanns), Danielssen.<br> | Móðir Kristínar Benónýsdóttur var Jarþrúður húsfreyja og húskona á Nýlendu í Hvalsnessókn, skírð 2. desember 1754, d. 3. apríl 1836, Ólafsdóttir á Steinkrossi á Rangárvöllum og víðar, f. 1723, d. í maí 1772, Runólfssonar, og konu Ólafs, Guðrúnar, f. 1720, d. 1. október 1782, Styrksdóttur norsks sjómanns (strandmanns), Danielssen.<br> | ||
Guðríður var hálfsystir [[Guðbjörg Jónsdóttir (Dölum)|Guðbjargar Jónsdóttur]] vinnukonu í Dölum, f. 1811 og alsystir Önnu húsfreyju í Selkoti móður [[Gísli Stefánsson (kaupmaður)|Gísla Stefánssonar]] kaupmanns í [[Hlíðarhús]]i, og alsystir Sveins bónda á Raufarfelli, föður [[Sigurður Sveinsson í Nýborg|Sigurðar Sveinssonar]] í Nýborg.. | |||
Guðríður var niðursetningur í Götu í Selvogi 1816.<br> | Guðríður var niðursetningur í Götu í Selvogi 1816.<br> |
Útgáfa síðunnar 20. nóvember 2014 kl. 16:17
Guðríður Jónsdóttir húsfreyja í Norðurgarði fæddist 1810 á Vogsósum í Selvogi.
Faðir hennar var Jón prestur „mjói“ í Miðmörk, f. 9. ágúst 1772, d. 8. júní 1843, Jónsson bónda í Hraungerði í Álftaveri, f. 1739, Jónssonar bónda í Skálmarbæ í Álftaveri, f. 1710, Stígssonar, og ókunnrar móður Jóns í Hraungerði.
Móðir sr. Jóns og kona Jóns bónda í Hraungerði var Halldóra húsfreyja, f. 1742 í Þykkvabæjarsókn, Þorsteinsdóttir bónda í Skálmarbæ í Álftaveri og víðar, f. 1711, Nikulássonar, og ókunnrar móður Halldóru.
Móðir Guðríðar og barnsmóðir sr. Jóns var Kristín vinnukona hans, f. 1787 á Uxahrygg á Rangárvöllum, en hún varð síðar húsfreyja í Stakkavík í Selvogi, kona Jóns Hallvarðssonar bónda og hreppstjóra frá Gullberastöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Kristín var síðari kona hans d. 19. september 1823, Benónýsdóttir bónda í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, f. 17. mars 1766, d. 29. júlí 1825, Jónssonar vinnumanns, f. 1743, Halldórssonar, og Guðbjargar, síðar húsfreyju á Gaddstöðum, f. 1740, d. 26. maí 1792, Þorkelsdóttur.
Móðir Kristínar Benónýsdóttur var Jarþrúður húsfreyja og húskona á Nýlendu í Hvalsnessókn, skírð 2. desember 1754, d. 3. apríl 1836, Ólafsdóttir á Steinkrossi á Rangárvöllum og víðar, f. 1723, d. í maí 1772, Runólfssonar, og konu Ólafs, Guðrúnar, f. 1720, d. 1. október 1782, Styrksdóttur norsks sjómanns (strandmanns), Danielssen.
Guðríður var hálfsystir Guðbjargar Jónsdóttur vinnukonu í Dölum, f. 1811 og alsystir Önnu húsfreyju í Selkoti móður Gísla Stefánssonar kaupmanns í Hlíðarhúsi, og alsystir Sveins bónda á Raufarfelli, föður Sigurðar Sveinssonar í Nýborg..
Guðríður var niðursetningur í Götu í Selvogi 1816.
Hún var í Dölum 1835, húsfreyja á Kirkjubæ 1845 með Einari Jónssyni sjómanni, og eins 1850, en þá var Einar titlaður bóndi. Við manntal 1855 var Guðríður 45 ára, skilin við Einar, og var vinnukona hjá sr. Brynjólfi Jónssyni, sem þá var aðstoðarprestur með heimili í Nöjsomhed, og konu hans Ragnheiði Jónsdóttur.
Við manntal 1860 var hún 50 ára húsfreyja í Norðurgarði, gift Tíla Oddssyni 29 ára húsbónda. Þannig er ástand þeirra 1870, en nú var Tíli orðinn sjávarbóndi. Guðríður varð ekkja 16. júní 1883.
Guðríður var tvígift:
I. Fyrri maður hennar var Einar Jónsson á Kirkjubæ, síðar í Litlabæ, f. 1815, d. 13. mars 1894.
Þau áttu ekki börn, sem komust upp.
II. Síðari maður Guðríðar var Tíli Oddsson sjávarbóndi í Norðurgarði. Hann drukknaði með Bjarna Ólafssyni bónda í Svaðkoti og skipshöfn 16. júní 1883.
Ekki virðist Guðríður hafa alið börn, sem komust upp.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.is.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Manntöl.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.