„Sesselja Jónsdóttir (Gvendarhúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Sesselja Jónsdóttir (Gvendarhúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. maí 2014 kl. 10:51

Sesselja Jónsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi.


Sesselja Jónsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi fæddist 31. desember 1844 og lést 9. júní 1923.
Foreldrar hennar voru Jón Gíslason sjómaður í Tómthúsi 1845¹), f. 1818, fórst með Morten Ericksen í hákarlaveiðiferð í maí 1847, og Margréti Jónsdóttir unnusta hans, f. 1818.

Sesselja var hálfsystir Hannesar lóðs á Miðhúsum, af sömu móður.
Hún var 6 ára með móður sinni og Jóni Hannessyni stjúpa sínum í Ensomhed 1850, 16 ára ógift „vinnukind“ í Garðinum 1860, 25 ára hjá móður sinni í Nýja Kastala 1870. Þar voru hálfsystkini hennar Hannes og Jóhanna.
Við manntal 1880 var Sesselja 35 ára gift húsfreyja í Gvendarhúsi með Jóni manni sínum, tökubarninu Halldóri Brynjólfssyni, (blinda) og Eyjólfi Jónssyni 18 ára vinnumanni.
1890 var Halldór Brynjólfsson 17 ára vinnumaður hjá þeim.
1901 var Halldór enn hjá þeim og Jónína Bjarnadóttir 12 ára var þar uppeldisdóttir.
1910 bjuggu hjónin enn í Gvendarhúsi. Nú var þar Valdimar Árnason sjómaður kvæntur Jónínu Bjarnadóttur uppeldisdóttur þeirra og sonur þeirra Guðjón Kristinn Óskar Valdimarsson. Faðir Jónínu, Bjarni Þorsteinsson var þar vinnumaður.
1920 var Sesselja ekkja í Gvendarhúsi, húseigandi og húsfreyja, en Kristinn Guðmundsson var þar með fjölskyldu sína, konuna Margréti Jörgínu Jörgensdóttur og börn þeirra.

Maður Sesselju, (1871), var Jón Jónsson bóndi og útvegsmaður í Gvendarhúsi, f. 30. október 1833, d. 13. júní 1919.
Þau voru barnlaus, en studdu marga, sem stóðu höllum fæti.
¹) Húsnafn á mt. 1845.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.