„Vigdís Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
II. maður hennar, (26. október 1866), [[Árni Árnason (Vilborgarstöðum)|Árni Árnason]] sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 6. ágúst 1843, drukknaði af [[Gaukur, áraskip|Gauki]] 13. mars 1874.<br> | II. maður hennar, (26. október 1866), [[Árni Árnason (Vilborgarstöðum)|Árni Árnason]] sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 6. ágúst 1843, drukknaði af [[Gaukur, áraskip|Gauki]] 13. mars 1874.<br> | ||
Börn þeirra Vigdísar:<br> | Börn þeirra Vigdísar:<br> | ||
2. [[Ingveldur Árnadóttir (Vilborgarstöðum)|Ingveldur Árnadóttir]], f. 28. júní 1867, d. 2. mars 1948 í Vesturheimi.<br> | 2. [[Ingveldur Árnadóttir yngri (Vilborgarstöðum)|Ingveldur Árnadóttir]], f. 28. júní 1867, d. 2. mars 1948 í Vesturheimi.<br> | ||
3. [[Árni Árnason (Grund)|Árni Árnason]] sjómaður á [[Grund]], f. 15. júlí 1870, d. 8. janúar 1924.<br> | 3. [[Árni Árnason (Grund)|Árni Árnason]] sjómaður á [[Grund]], f. 15. júlí 1870, d. 8. janúar 1924.<br> | ||
4. [[Hildur Árnadóttir (Vilborgarstöðum)|Hildur Árnadóttir]], f. 10. júlí 1873, d. 25. júní 1918. Fór með móður sinni til Utah 1880.<br> | 4. [[Hildur Árnadóttir (Vilborgarstöðum)|Hildur Árnadóttir]], f. 10. júlí 1873, d. 25. júní 1918. Fór með móður sinni til Utah 1880.<br> |
Útgáfa síðunnar 26. mars 2014 kl. 17:26
Vigdís Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, síðar í Utah og Alberta í Vesturheimi, fæddist 10. júní 1845.
Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 1802, d. 13. febrúar 1852, og kona hans Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1815, d. 24. nóvember 1890.
Vigdís var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum 1845 og 1850, með móður sinni, Jóni Jónssyni stjúpa sínum og Elínu og Sigurði Jónsbörnum, hálfsystkinum sínum á Vilborgarstöðum 1860.
Hún var gift húsfreyja á Vilborgarstöðum 1870 með Árna manni sínum og börnum þeirra Ingveldi þriggja ára og Árna á fyrsta ári, og Jóhönnu Sigríði Árnadóttur, dóttur hennar 6 ára. Þar var einnig Sigríður Eiríksdóttir móðir hennar 56 ára.
Vigdís fór til Vesturheims frá Frydendal 1880 ásamt Hildi Árnadóttur, dóttur sinni 6 ára.
Hún varð húsfreyja í Utah og síðar í Alberta í Kanada.
I. Vigdís átti barn með Árna Níelssyni frá Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, vinnumanni á Löndum, f. 18. júní 1842, d. 11. desember 1864:
1. Jóhanna Sigríður Árnadóttir, f. 1864, d. 7. febrúar 1938. Hún fór til Utah 1883 frá Fagurlyst. Hún var þrígift og eignaðist fjölda barna.
II. maður hennar, (26. október 1866), Árni Árnason sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 6. ágúst 1843, drukknaði af Gauki 13. mars 1874.
Börn þeirra Vigdísar:
2. Ingveldur Árnadóttir, f. 28. júní 1867, d. 2. mars 1948 í Vesturheimi.
3. Árni Árnason sjómaður á Grund, f. 15. júlí 1870, d. 8. janúar 1924.
4. Hildur Árnadóttir, f. 10. júlí 1873, d. 25. júní 1918. Fór með móður sinni til Utah 1880.
III. maður hennar var Jón Eyvindsson trésmiður og bæjarstjóri í Taber í Alberta í Kanada, f. 14. júní 1845, d. 3. október 1917. Hann var mormónatrúboði. Foreldrar hans voru Eyvindur Jónsson þá bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, en fyrrum í Brekkuhúsi, og kona hans, (skildu), Valgerður Björnsdóttir.
Barn þeirra var
5. Eyvindur Jónsson, nefndist Evan Evanson, f. 18. apríl 1883 í Spanish Fork í Utah.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.