Ingveldur Árnadóttir yngri (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingveldur Árnadóttir yngri, húsfreyja frá Vilborgarstöðum, fæddist 28. júní 1867 á Vilborgarstöðum og lést 2. mars 1948 í Raymond í Alberta-fylki í Kanada.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi og sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 6. ágúst 1843, drukknaði af bátnum Gauki 13. mars 1874, og kona hans Vigdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1845, lést í Kanada 28. október 1925.

Ingveldur var 3 ára með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum 1870. Hún var 13 ára „sveitarbarn“ hjá Guðfinnu Austmann og Árna Einarssyni þar 1880.
Hún fluttist með Vigdísi móður sinni og Hildi systur sinni til Vesturheims 1880.
Í Utah giftist hún 17 ára 1885 Einari Jónssyni þá 46 ára kvæntum mormóna. Þau eignuðust eitt barn saman, en skildu.
Hún giftist aftur 1891 Jóni Kristni og bjó með honum í Raymond í Alberta-fylki í Kanada.

Ingveldur var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (5. ágúst 1885 í Logan Utah Temple, skildu 5. nóvember 1890), var Einar Jónsson í Utah, f. 16. ágúst 1839 í Fljótshlíð, d. 25. maí 1990 í Eyjum. Hún var önnur konan í fjölkvænisstöðu hans.
Barn þeirra var
1. Alexander Johnson, f. 25. ágúst 1886 í Utah, d. 13. júlí 1965 í Idaho-fylki í Bandaríkjunum.

II. Síðari maður hennar, (25. febrúar 1891), var Jón Kristinn Arnoddsson frá Arnarhóli í V-Landeyjum, f. 6. júlí 1862, d. 1. janúar 1942 í Raymond. Hann var áður vinnumaður í Nýjabæ.
Börn þeirra hér:
1. John Isaac Christian, f. 24. september 1891, d. 26. mars 1909.
2. Nephi Jacob Christian, f. 25. febrúar 1894, d. 20. janúar 1959.
3. Andrew Albert Christian, f. 25. janúar 1896, d. 22. febrúar 1955.
4. Tilda Christian, f. 2. desember 1898, d. 10. nóvember 1971.
5. Martell Christian, f. 29. október 1900, d. 15. september 1971.
6. Paul Christian, f. 2. júlí 1906, d. 5. apríl 1964.
7. Joseph Christian, f. 12. desember 1910, d. 21. apríl 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.