„Sigurlaug Guðmundsdóttir (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <br> '''Sigurlaug Guðmundsdóttir''' húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 7. nóvember 1866 á Fossi á Síðu í V-Skaftaf.sýslu og lést 25. september 1952 í Eyjum.<br...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<br>
<br>
[[Mynd:Saga Vestm. I., 104hc.jpg|200px|left|thumb|''Sigurlaug Guðmundsdóttir.'']] 
'''Sigurlaug Guðmundsdóttir''' húsfreyja á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] fæddist 7. nóvember 1866 á Fossi á Síðu í V-Skaftaf.sýslu og lést 25. september 1952 í Eyjum.<br>
'''Sigurlaug Guðmundsdóttir''' húsfreyja á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] fæddist 7. nóvember 1866 á Fossi á Síðu í V-Skaftaf.sýslu og lést 25. september 1952 í Eyjum.<br>
Faðir hennar var Guðmundur bóndi, lengst á Fossi á Síðu, f. 13. mars 1818 á Núpum í Fljótshverfi, V-Skaft., d. 24. júlí 1868 á Kálfafelli þar, Guðmundsson bónda, síðast á Fossi, f. 1. júní 1787 í Hæðargarði í Landbroti, d. 24. apríl 1851 á Fossi, Hálfdanarson bónda, síðast á Breiðabólsstað á Síðu, f. 1753 í Suðursveit í A-Skaft., d. 9. maí 1837 á Núpum, Guðbjargarsonar (stundum ritaður Gíslason), og konu hans, (desember 1782), Guðrúnar húsfreyju, f. 1753, d. 25. júní 1811, Einarsdóttur.<br>   
Faðir hennar var Guðmundur bóndi, lengst á Fossi á Síðu, f. 13. mars 1818 á Núpum í Fljótshverfi, V-Skaft., d. 24. júlí 1868 á Kálfafelli þar, Guðmundsson bónda, síðast á Fossi, f. 1. júní 1787 í Hæðargarði í Landbroti, d. 24. apríl 1851 á Fossi, Hálfdanarson bónda, síðast á Breiðabólsstað á Síðu, f. 1753 í Suðursveit í A-Skaft., d. 9. maí 1837 á Núpum, Guðbjargarsonar (stundum ritaður Gíslason), og konu hans, (desember 1782), Guðrúnar húsfreyju, f. 1753, d. 25. júní 1811, Einarsdóttur.<br>   

Útgáfa síðunnar 17. september 2013 kl. 21:28


Sigurlaug Guðmundsdóttir.

Sigurlaug Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 7. nóvember 1866 á Fossi á Síðu í V-Skaftaf.sýslu og lést 25. september 1952 í Eyjum.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi, lengst á Fossi á Síðu, f. 13. mars 1818 á Núpum í Fljótshverfi, V-Skaft., d. 24. júlí 1868 á Kálfafelli þar, Guðmundsson bónda, síðast á Fossi, f. 1. júní 1787 í Hæðargarði í Landbroti, d. 24. apríl 1851 á Fossi, Hálfdanarson bónda, síðast á Breiðabólsstað á Síðu, f. 1753 í Suðursveit í A-Skaft., d. 9. maí 1837 á Núpum, Guðbjargarsonar (stundum ritaður Gíslason), og konu hans, (desember 1782), Guðrúnar húsfreyju, f. 1753, d. 25. júní 1811, Einarsdóttur.
Móðir Guðmundar Guðmundssonar og fyrri kona Guðmundar eldri á Fossi var Guðlaug húsfreyja, f. 4. október 1788 á Maríubakka í Fljótshverfi, d. 2. júní 1844 á Fossi, Þorláksdóttir bónda, lengst á Maríubakka, f. 1752, d. 20. júlí 1829 á Rauðabergi í Fljótshverfi, Árnasonar, og konu Þorláks, Halldóru húsfreyju, f. 1751, d. 16. júlí 1816, Gunnsteinsdóttur.

Móðir Sigurlaugar Guðmundsdóttur var Guðný húsfreyja á Fossi og víðar í V-Skaft., f. 11. ágúst 1823 á Prestbakka á Síðu, d.24. nóvember 1873 í Hraunkoti í Landbroti, Pálsdóttir prests, síðast í Hörgsdal á Síðu, f. 17. maí 1797 í Gufunesi við Reykjavík, d. 1. nóvember 1861 á ferð í Þykkvabæ, Pálssonar bónda, umboðsmanns Kirkjubæjarklausturs og sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1801-1803 og 1818, f. 29. mars 1737, d. 8. febrúar 1819 á Elliðavatni við Reykjavík, Jónssonar, og síðari konu Páls Jónssonar, (4. október 1794), Ragnheiðar húsfreyju, f. 10. október 1766, d. 24. ágúst 1840, Guðmundsdóttur.
Móðir Guðnýjar og fyrri kona, (1. júlí 1818, skildu 1839), séra Páls var Matthildur húsfreyja, f. 27. september 1795 á Lágafelli í Mosfellssveit, d. 16. júní 1850 á Geirlandi á Síðu, Teitsdóttir bónda á Hittu í Mosfellssveit, f. 1754, d. 22. apríl 1813, Þórðarsonar, og konu Teits, Ástríðar húsfreyju, f. 1752, d. 22. ágúst 1825, Ingimundardóttur.

Sigurlaug var með foreldrum sínum á Fossi til ársins 1868, hjá móður sinni á Kálfafelli 1868-1871, hjá móður sinni og stjúpa í Hraunkoti 1871-1874. Hún var tökubarn á Dyrhólum í Mýrdal og síðan vinnukona þar 1874-1887.
Hún fór til Eyja 1887, var vinnukona á Búastöðum 1890.
Sigurlaug var húsfreyja á Kirkjubæ 1901 og 1910.
Eftir lát Ísleifs 1916 bjó hún á Kirkjubæ til ársins 1919. Þá var hún um 10 ára skeið ráðskona hjá Geir Guðmundssyni á Geirlandi. Hún byggði húsið Miðgarð við Vestmannabraut 1919 og við manntal 1920 var hún ekkja þar, bústýra þar 1930. Hún var hjá dóttur sinni Matthildi þar 1940, og dvaldi síðan í Miðgarði í skjóli Ólafs sonar síns og Unu konu hans til dd.
„Sigurlaug Guðmundsdóttir er kona svipmikil og tíguleg, hispurslaus og hreinskilin. Hún hefur jafnan fylgst vel með almennum málum og ekki dregið dul á skoðanir sínar við hvern sem var að skipta. Hún er bókhneigð og vel lesin gáfukona og hefur jafnan haft áhuga fyrir öllum fróðleik einkum þjóðlegum fræðum.“(Jóhann Þ. Jósefsson, Mbl. 7. nóvember 1951).

Maður Sigurlaugar Guðmundsdóttur, (26. maí 1892), var Ísleifur Guðnason bóndi og útgerðarmaður á Kirkjubæ, f. 30. janúar 1862 í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, d. 1. júní 1916.

Börn Sigurlaugar og Ísleifs voru:
1. Barn, dáið á 1. ári.
2. Regína Matthildur Ísleifsdóttir, f. 16. febrúar 1898, d. 20. nóvember 1918 úr spænsku veikinni.
3. Matthhildur Ísleifsdóttir húsfreyja í Miðgarði, f. 7. maí 1900, d. 29. ágúst 1945. Maður hennar var Páll Oddgeirsson kaupmaður og útgerðarmaður, f. 5. júní 1888, d. 24. júní 1871.
4. Ólafur Ísleifsson formaður, f. 25. mars 1904, d. 17. september 1972. Kona hans var Una Magnúsína Helgadóttir frá Steinum, f. 16. júní 1901, d. 28. ágúst 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. nóvember 1951.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.