„Jórunn Guðjónsdóttir (Presthúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Jórunn Guðjónsdóttir (Presthúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. maí 2014 kl. 17:45

Jórunn Ingunn Guðjónsdóttir húsfreyja í Presthúsum fæddist 14. febrúar 1910 og lést 28. nóvember 1995.
Faðir hennar var Guðjón bóndi á Kirkjubæ í Eyjum, fæddur 9. mars 1872, dáinn 14. júlí 1935, Eyjólfssonar og konu hans Höllu húsfreyju, fædd 29. ágúst 1875, dáin 6. september 1939, Guðmundsdóttur.


ctr


Jórunn, Guðmundur og dætur.
Frá vinstri: Bára Jóney, Martea Guðlaug, Guðrún og Halla.


Maður Jórunnar var Guðmundur Guðjónsson Jónssonar, verkstjóri, vélstjóri og bjargveiðimaður, fæddur 28. janúar 1911, dáinn 18. desember 1969.
Þau hófu búskap sinn í Sólhlíð 26. Fluttust þau fljótlega að Landagötu 23, húsi sem þau eignuðust. Presthús eignuðust þau 1948 og fluttust þangað í janúar 1949. Byggðu þau nýtt hús utan um það gamla.

Jórunn og Þórarinn bróðir hennar.
Sigrún Bergmann.

Hjá þeim var í heimili frá 1945 bróðir Jórunnar, Þórarinn Guðjónsson (Tóti á Kirkjubæ), bifreiðastjóri, verkamaður og bjargveiðimaður.
Einnig var hjá þeim fötluð kona, Sigrún Bergmann, ættuð frá Patreksfirði, fædd 1912, d. 1987. Móðir hennar veiktist og gat ekki séð henni farborða. Sigrún kom til þeirra hjóna að Landagötu 1945 og fluttist með þeim að Presthúsum 1949. Dvaldi hún hjá þeim í 25 ár, er hún fluttist að Hátúni í Reykjavík.
Jórunn sá um að reita og verka fuglinn og aðrar afurðir frá bjargveiðmanninum og útbjó matarkassann fyrir hverja sókningu.

Börn þeirra Jórunnar og Guðmundar:
1. Guðrún, fædd 11. mars 1937.
2. Halla, fædd 4. desember1939.
3. Bára, fædd 6. nóvember 1946.
4. Martea Guðlaug, fædd 3. febrúar 1949.


Heimildir