„Loftur Þorgeirsson (Uppsölum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Loftur Þorgeirsson''' útvegsbóndi, sjómaður, verkamaður á Uppsölum fæddist 18. október 1878 á Reyni í Mýrdal og lést 23. desember 1964 í Eyjum, síðast b...)
 
m (Verndaði „Loftur Þorgeirsson (Uppsölum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 20. maí 2014 kl. 17:24

Loftur Þorgeirsson útvegsbóndi, sjómaður, verkamaður á Uppsölum fæddist 18. október 1878 á Reyni í Mýrdal og lést 23. desember 1964 í Eyjum, síðast búandi á Elliheimilinu.

Foreldrar hans voru Þorgeir Magnússon bóndi, f. 3. ágúst 1852, d. 28. ágúst 1914 í Eyjum og kona hans Málfríður Loftsdóttir húsfreyja, f. 21. júní , d. 1. september 1914 í Eyjum.

Loftur var með foreldrum sínum á Reyni í Mýrdal til ársins 1881, hjá þeim í Kárhólmum þar 1881-1883, á Reyni 1883-1885, með þeim á Suður-Fossi þar 1885-1887, í Fjósum þar 1887-1888, á Reyni 1888-1889. Hann var tökubarn á Reyni 1889-1893, vinnumaður í Þórisholti þar 1893-1898, í Norður-Vík þar 1898-1901, í Suður-Hvammi þar 1901-1902, í Þórisholti 1902-1903, á Kvíabóli þar 1903-1904.
Hann fór til Eyja 1904, skráður útvegsbóndi þar 1910, var einnig sjómaður þar 1910-1920, síðan verkamaður.

Kona hans (1904) var Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 4. mars 1873, d. 13. apríl 1956.

Börn Lofts og Sigríðar voru:
1. Þórodda Vigdís Loftsdóttir húsfreyja í Bræðraborg, f. 12. ágúst 1805.
2. Svanhvít Loftsdóttir , f. 1. september 1909, d. 18. febrúar 1988, síðast búsett í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.