Svanhvít Loftsdóttir (Uppsölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Svanhvít Loftsdóttir frá Uppsölum fæddist 1. september 1909 í Uppsölum og lést 18. febrúar 1988.
Foreldrar hennar voru Loftur Þorgeirsson sjómaður og verkamaður á Uppsölum, f. 18. október 1878, d. 23. desember 1964 og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 4. mars 1873, d. 13. apríl 1956.

Svanhvít var með foreldrum sínum í æsku, var á heimili þeirra með Þórði Einarssyni og eignaðist 2 börn með honum þar. Síðara barnið fæddist eftir drukknun hans.
Hún var í Reykjavík 1930, en hjá foreldrum sínum 1934, ekki 1940. Hún var síðast búsett í Hjálmholti 9 í Reykjavík.

Sambýlismaður hennar á Uppsölum var Þórður Kristinn Einarsson frá Borgarholti á Stokkseyri, sjómaður, f. 31. mars 1906, drukknaði af v.b. Þór 1. mars 1928.
Börn þeirra voru
1. Þórða Kristín Þórðardóttir, f. 17. september 1927.
2. Loftur Sigurður Þórðarson, f. 28. október 1928, d. 20. febrúar 1983.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.