„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, III. hluti“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 86: | Lína 86: | ||
Á aðalfundi félagsins 1. maí 1911, ræddi formaður þess, Halldór læknir, um félagsskapinn í heild og taldi hag hans alveg viðunandi. Flesta byrjunarerfiðleika taldi hann sigraða að mestu. Aðalhættu félagsins taldi formaður stafa af veilu innanfrá, - „frá félagsmönnum sjálfum, svo sem fyrir tortryggni eða aðra slæma framkomu í garð félagsins,“ svo að greind séu hér hans eigin orð.<br> | Á aðalfundi félagsins 1. maí 1911, ræddi formaður þess, Halldór læknir, um félagsskapinn í heild og taldi hag hans alveg viðunandi. Flesta byrjunarerfiðleika taldi hann sigraða að mestu. Aðalhættu félagsins taldi formaður stafa af veilu innanfrá, - „frá félagsmönnum sjálfum, svo sem fyrir tortryggni eða aðra slæma framkomu í garð félagsins,“ svo að greind séu hér hans eigin orð.<br> | ||
Þegar formaður bar upp endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar, greiddu örfáir fundarmenn þeim atkvæði. Allur þorri þeirra sat hjá. Þannig var andinn í fundinum þeim og félagsmönnum.<br> | Þegar formaður bar upp endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar, greiddu örfáir fundarmenn þeim atkvæði. Allur þorri þeirra sat hjá. Þannig var andinn í fundinum þeim og félagsmönnum.<br> | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1974 b 38.jpg|thumb|400px|''Til vinstri á myndinni er „pakkhús“ Kaupfélagsins Herjólfs, sem stóð syðst við [[Hrófin]], uppsátrið gamla í Eyjum. Þetta hús keypti Sigurgeir Torfason, kaupmaður í Reykjavík, þegar Kf. Herjólfur hætti starfrækslu 1916. Eftir það hét hús þetta [[Geirseyri]]. Það var rifið 1969. Þá var það eign [[Einar ríki|Einars Sigurðssonar]]. — Til hægri á myndinni er „pakkhús“ það, sem Norðmaðurinn [[Lyder Höjdal]] byggði á fyrsta tug aldarinnar. Það hús var lengi kallað „[[Svarta húsið]]“; var það þá eign Tangavaldsins í kaupstaðnum og þrætuepli mikið, því að það þrengdi mjög að [[Bæjarbryggja|Bæjarbryggjunni]], sem þarna sést á milli húsanna.'']] | ||
Á fundi þessum gat formaður þess, að stjórn félagsins væri búin að útvega félaginu góða lóð til þess að byggja á vörugeymslu- og afgreiðsluhús, - lóð austan við Bæjarbryggjuna, suður og vestur af Hrófunum. Naumast tók nokkur félagsmanna til máls um þetta framtak félagsstjórnarinnar. Þarna reis hið stóra hús, sem síðar hlaut nafnið [[Geirseyri]] og var rifið fyrir fáum árum. Þegar leið á árið 1911 fór að bera á bágborinni eða slæmri samvinnu framkvæmdastjóra félagsins við stjórnina. Taldi hann, að stjórninni kæmi sumt ekkert við um skuldbindingar o.fl. á vegum félagsins. Undir áramótin 1911/1912 fól stjórnin tveim samstjórnarmönnum sínum að gera athugun á vöru- eða útlánum framkvæmdastjórans til ýmissa manna í kauptúninu og svo skuldasöfnun félagsins við stórkaupmenn. Við athugun þessa kom í ljós, að félagið átti útistandandi hjá Eyjabúum um 45 þúsundir króna og skuldaði á sama tíma stórkaupmönnum nálega 134 þúsundir. Stjórninni þótti þessar tölur uggvænlegar, en fékk lítil svör með axlaypptingu hjá framkvæmdastjóranum. <br> | Á fundi þessum gat formaður þess, að stjórn félagsins væri búin að útvega félaginu góða lóð til þess að byggja á vörugeymslu- og afgreiðsluhús, - lóð austan við Bæjarbryggjuna, suður og vestur af Hrófunum. Naumast tók nokkur félagsmanna til máls um þetta framtak félagsstjórnarinnar. Þarna reis hið stóra hús, sem síðar hlaut nafnið [[Geirseyri]] og var rifið fyrir fáum árum. Þegar leið á árið 1911 fór að bera á bágborinni eða slæmri samvinnu framkvæmdastjóra félagsins við stjórnina. Taldi hann, að stjórninni kæmi sumt ekkert við um skuldbindingar o.fl. á vegum félagsins. Undir áramótin 1911/1912 fól stjórnin tveim samstjórnarmönnum sínum að gera athugun á vöru- eða útlánum framkvæmdastjórans til ýmissa manna í kauptúninu og svo skuldasöfnun félagsins við stórkaupmenn. Við athugun þessa kom í ljós, að félagið átti útistandandi hjá Eyjabúum um 45 þúsundir króna og skuldaði á sama tíma stórkaupmönnum nálega 134 þúsundir. Stjórninni þótti þessar tölur uggvænlegar, en fékk lítil svör með axlaypptingu hjá framkvæmdastjóranum. <br> | ||
Í byrjun ársins 1912 samþykkti stjórnin að gefa félagsmönnum upp eftirfarandi verð á fiski eftir því sem tilboð fiskkaupenda lágu fyrir þá: Verð á þurrkuðum þorski nr. 1 kr. 60,00 hver 160 kg (skpd); á þorski nr. 2 kr. 45,00 hver 160 kg, á löngu kr. 53,00; á ýsu nr. 1 kr. 32,00, og á smáfiski kr. 45,00 hver 160 kg. Verð á þurrum sundmaga var afráðið kr. 0,50 pundið (kr. 1,00 hvert kg), hvít ull 65 aura pundið, mislit ull 50 aura pundið og haustull 45 aura pundið. Þessar tölur birti ég hér til gamans og fróðleiks íhugulum lesendum Bliks.<br> | Í byrjun ársins 1912 samþykkti stjórnin að gefa félagsmönnum upp eftirfarandi verð á fiski eftir því sem tilboð fiskkaupenda lágu fyrir þá: Verð á þurrkuðum þorski nr. 1 kr. 60,00 hver 160 kg (skpd); á þorski nr. 2 kr. 45,00 hver 160 kg, á löngu kr. 53,00; á ýsu nr. 1 kr. 32,00, og á smáfiski kr. 45,00 hver 160 kg. Verð á þurrum sundmaga var afráðið kr. 0,50 pundið (kr. 1,00 hvert kg), hvít ull 65 aura pundið, mislit ull 50 aura pundið og haustull 45 aura pundið. Þessar tölur birti ég hér til gamans og fróðleiks íhugulum lesendum Bliks.<br> | ||
Eftir aðalfund félagsins 20. apríl 1912 má svo að orði komast, að Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum annist formennsku félagsins, enda þótt Halldór héraðslæknir væri áfram í stjórninni með óskertu trausti félagsmanna. Ef til vill hafa annir hans í embættinu hamlað starfi hans fyrir félagið.<br> | Eftir aðalfund félagsins 20. apríl 1912 má svo að orði komast, að Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum annist formennsku félagsins, enda þótt Halldór héraðslæknir væri áfram í stjórninni með óskertu trausti félagsmanna. Ef til vill hafa annir hans í embættinu hamlað starfi hans fyrir félagið.<br> | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1974 b 39.jpg|thumb|350px|''Jón Einarsson, framkvæmdastjóri, [[Gjábakki|Gjábakka]].'']] | ||
Hinn 21. júní 1912 sendi félagsstjórnin framkvæmdastjóra sínum svolátandi bréf: | Hinn 21. júní 1912 sendi félagsstjórnin framkvæmdastjóra sínum svolátandi bréf: | ||
Útgáfa síðunnar 18. maí 2010 kl. 17:54
Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum
III. hluti
2. Kaupfélagið Herjólfur
Á þessum síðasta umrædda fundi í Kaupfélagi Vestmannaeyinga var skipt um stjórn, með því að hinir fyrri stjórnarmenn, Sigurður Sigurfinnsson og Árni Filippusson, gáfu ekki þess kost að vinna lengur að þessum félagsmálum og neituðu að vera í stjórn félagsins. Svo mótfallnir voru þeir breytingunni.
Samkvæmt hinum nýsömdu lögum félagsins skyldu fimm menn skipa stjórnina, en lögin eru ekki ljós að öðru leyti, með því að þau voru enn hvergi skráð.
Í hina nýju stjórn félagsins voru kosnir þessir menn:
Halldór Gunnlaugsson læknir með 58 atkvæðum. Hann var síðan kosinn formaður félagsins; Magnús útvegsbóndi Guðmundsson á Vesturhúsum með 57 atkvæðum; Þorsteinn Jónsson, útvegsbóndi í Laufási, með 57 atkvæðum; Gísli Lárusson, gullsmiður og útvegsbóndi í Stakkagerði, með 30 atkvæðum; Jón Einarsson, útvegsbóndi á Gjábakka, með 24 atkvæðum.
Endurskoðendur og umsjónarmenn voru kosnir Ágúst Árnason, kennari í Baldurshaga, og Einar Jónsson, útvegsbóndi að Garðhúsum.
Eftir þessa breytingu á lögum, sniði og mótun félagsins var skipt um nafn á því. Nú skyldi það heita Kaupfélagið Herjólfur og var nú í rauninni orðið hlutafélag, með því að afráðið var að láta prenta hlutabréf, sem ætlað var, að félagsmenn keyptu eftir efnum og vilja. Nafnverð bréfanna var 25 krónur.
Á fundi 9. maí (1909) var undirbúið skjal, þar sem útgerðarmenn skyldu skrá sig með loforðum um innlegg á afurðum hjá félaginu, þurrkuðum þorski nr. 1 og 2 og svo löngu. Þessir menn áttu að vita, hversu mikið innlegg þeir hefðu á takteinum af fiski, þegar á sumarið leið og þeir hefðu verkað vetraraflann. Jafnframt var mönnum á fundi þessum boðin hlutabréf til kaups í
Kaupfélaginu Herjólfi. Fyrstu menn, sem buðust til að kaupa hlutabréfin,
voru Anton Bjarnasen, verzlunarstjóri einokunarverzlunarinnar dönsku, Austurbúðarinnar, - Brydeverzlunarinnar -, og Gísli J. Johnsen, konsúll og kaupmaður.
Alls voru seld 16 hlutabréf á fundi þessum eða samtals fyrir kr. 400,00.
Þá reis ágreiningur innan félagsmanna. Átti að selja hinum tveim nefndu hlutabréfakaupendum hlutabréf og skapa þeim þannig áhrif innan kaupfélagsins? Það varð að lokum samþykkt að neita þeim um hlutabréfin!
Nú þegar var hafizt handa um það að fá lóð handa félaginu og hefja byggingarframkvæmdir. Á sama tíma var vörupöntunum safnað hjá félagsmönnum. Svo skyldi ungi maðurinn verzlunarlærði sendur til Kaupmannahafnar með erindi Kaupfélagsins Herjólfs og tala þar máli félagsins og tryggja öll viðskipti þess.
Jafnframt var samþykkt að hefjast þegar handa um að byggja á lóð þeirri, sem hið sálaða Kaupfélag Vestmannaeyinga hafði fengið vilyrði fyrir hjá sýslumanni, umboðsmanni landssjóðs, sem þá átti allar Vestmannaeyjar. Lóð þessi var fast austan við Bæjarbryggjuna á suðurmörkum uppsátursins gamla, Hrófanna, norðan Strandstígs, 1227 ferálnir að stærð. Var lóðarsamningur þessi dagsettur 9. júní 1909. Áætlað var, að hið nýstofnaða félag á rústum Kaupfélags Vestmannaeyinga verði kr. 8000,00 til nýbyggingar þessarar.
Bráðlega tókst að selja 79 hlutabréf til þess að safna veltufé. Og svo voru það gömlu hlutabréfin, sem margir félagsmenn áttu enn í Kaupfélagi Vestmannaeyinga.
Árni Filippusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þess, var kvaddur á fund til þess að gera grein fyrir andvirði þeirra. Hann kvað þau hlutabréf vera alls 170 að tölu og eigendur þeirra samtals 120-130. Jafnframt tilkynnti þessi fyrrv. framkvæmdastjóri og stjórnarmaður kaupfélagsins sálaða, að andvirði þeirra hlutabréfa væri allt fast í vöruleifum og útistandandi skuldum.
Brátt hvarf ungi, verzlunarlærði Vestmannaeyingurinn af landi burt, sigldi til Kaupmannahafnar til þess að fá lánað timbur í hina væntanlegu nýbyggingu Kaupfélagsins Herjólfs, sem brátt skyldi rísa af grunni þarna austan við Hafnarbryggjuna svokölluðu þá, - síðar Bœjarbryggjan, eftir að Vestmannaeyjabyggð fékk bæjar- eða kaupstaðarréttindi.
Einnig fór ungi maðurinn verzlunarlærði, sem nú hafði verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja kaupfélags, með herjans mikinn vörulista upp á vasann, pöntunarlista yfir neyzluvörur, sem hann sagði, að stórkaupmaðurinn hefði heitið kaupfélaginu „upp á krít“, samkvæmt fullyrðingu unga verzlunarlærða mannsins, er hann sló fleyginn í félagsskapinn, Kaupfélag Vestmannaeyinga, - eða beitti öngulinn, sem allur fjöldi félagsmanna beit á.
Tíminn leið. - Og svo kom heldur betur babb í bátinn.
Formaður Kaupfélagsins Herjólfs, héraðslæknirinn Halldór Gunnlaugsson, boðaði til almenns fundar í kaupfélaginu 18. júní um sumarið eða nokkrum dögum eftir að ungi framkvæmdastjórinn hvarf út til hennar Kaupmannahafnar. Þarna skýrði formaðurinn frá þeirri leiðinlegu staðreynd, - og var þá ekki brattur, - að honum hefði borizt bréf frá Túliníusi stórkaupmanni, þar sem hann gerði þær kröfur til Kaupfélagsins Herjólfs, að það sendi honum þá þegar kr. 12000,00 í peningum upp í andvirði hinna pöntuðu vara. Þá skyldi stórkaupmanninum þar að auki sent allt andvirði efnisins, timbursins, í hina væntanlegu byggingu Kaupfélagsins, vörugeymsluhúsið, sem byggja skyldi þá um haustið (1909), kr. 8000,00.
Nú óska ég að birta hér dálítinn kafla orðréttan úr frumheimildinni um orð formannsins á fundinum: „Ennfremur tjáir nefndur stórkaupmaður, að þó þessir peningar verði sendir fyrirfram, og að fiskur sá, sem félagið kann að hafa á boðstólum í sumar, verði seldar öðrum en honum sjálfum, þá reikni hann sér 5% fyrir innkaup á vörum og „konto kurant“ (hlaupareikningur) að auki miðað við hæstu vexti í National-bankanum í Kaupmannahöfn eða 1% hærri en nefndur banki reiknar sér. Þar að auki skýrir vel nefndur stórkaupmaður frá, að allir „Rabatar“ (ágóði), sem kunni að myndast af innkaupum fyrir nefnt kaupfélag falli þeim sjálfum til en ekki Kaupfélaginu Herjólfi, en selji þeir sjálfir fiskinn fyrir það, reikna þeir sér 2 1/2% í ómakslaun. Ennfremur ber Kaupfélaginu Herjólfi að sækja verzlunarfélagið Thor. E. Tulinius og Co. til saka í Sö- og Handelsreten í Kaupmannahöfn, ef mál rís á milli aðilanna.“
Þegar formaðurinn hafði lesið fundarmönnum þessi kjör stórkaupmannsins, urðu fundarmenn felmtri slegnir. Hvernig gátu þeir látið sér koma til hugar önnur eins ókjör eftir alla blíðmælgina, sem ungi verzlunarskólalærði Vestmannaeyingurinn hafði notað, þegar hann var að gylla fyrir þeim hin hagkvæmu og góðu kjör, sem þessi kunni stórkaupmaður byði þeim eða mundi bjóða þeim, ef þeir létu tilleiðast að stofna til viðskipta við hann og til skulda, en margfalda um leið viðskipti félagsins með auknum vörukaupum og hagstæðum sölum á fiskafurðum? Fundarmönnum tók að súrna sáldur í andans augum. Þeir voru slegnir blygðun sökum þess, að þeir höfðu látið ginna sig svona herfilega. Trúgirni og tál. Tæld var einföld sál! —
Með einróma samþykkt fundarmanna var ungi, verzlunarlærði maðurinn úti í henni Kaupmannahöfn, þegar settur af framkvæmdastjórastöðunni. Jafnframt var einn af stjórnarmönnum félagsins ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélagsins Herjólfs. Það var Jón Einarsson á Gjábakka. Svo fór um sjóferð þá.
Halldór læknir Gunnlaugsson, formaður kaupfélagsins, réði mestu um þessar samþykktir fundarmanna, enda hafði hann um sárast að binda.
Hinn nýráðni framkvæmdastjóri, Jón Einarsson, fór þegar til Reykjavíkur og festi kaup á vörum handa kaupfélaginu hjá Garðari Gíslasyni og Hay með þeim skilmálum, að félagið greiddi 500 pund sterlings strax upp í andvirði varanna. Til þess að leysa út gjaldeyri þennan skyldi seldur víxill í Íslandsbanka. Samþykkjandi á víxlinum skyldi vera heildverzlunarfyrirtækið Garðar
Gíslason og Hay en útgefandi og ábekingur skyldi vera Jón Einarsson framkvæmdastjóri f.h. Kaupfélagsins Herjólfs. Svo var um samið, að heildsölufyrirtækið reiknaði sér engin ómakslaun af seldum vörum, ef Kaupfélagið yrði skuldlaust við það 11. september um haustið. Jafnframt gerði kaupfélagið skuldbindandi samning við Garðar Gíslason og Hay um kolakaup í stærri stíl. Skyldi verð þeirra vera kr. 2,62 fyrir skippundið (160 kg eða um 320 pund) komið á Víkina í Vestmannaeyjum. Fyrir andvirði kolanna tók fyrirtækið veð í þeim fiski, sem kaupfélagið kæmi til með að fá til sölu á sumrinu.
Nokkru síðar samdi framkvæmdastjórinn einnig um kaup á salti hjá þessu fyrirtæki til handa útvegsbændum í kaupfélaginu. Verðið var 17-18 krónur hver smálest.
Um miðjan ágústmánuð 1909 hélt stjórn kaupfélagsins fund með félagsmönnum. Þar tilkynnti formaður félagsins útvegsbændum, að verð á fiski þeim, sem félagið kæmi til að selja fyrir þá, yrði sem hér segir:
Spánarfiskur nr. 1 greiddur kaupfélagsmönnum á kr. 61,00 hvert skippund, og fiskur nr. 2 á kr. 44,00 sama þyngd.
Fund þennan sat hinn ungi og verzlunarlærði Vestmannaeyingur, sem settur hafði verið af framkvæmdatjórastöðunni, meðan hann spókaði sig við vörukaupin og afurðasöluna þarna úti í henni Kaupmannahöfn. Sagðist hann á fundinum líta enn á sig framkvæmdastjóra kaupfélagsins, þar sem honum hefði aldrei borizt neitt uppsagnarbréf eða verið sagt upp stöðunni á löglegan hátt. Jafnframt krafðist hann launa frá kaupfélaginu fyrir störf sín í þágu þess.
Hannes Jónsson, hafnsögumaður í Miðhúsum vildi miðla málum á fundinum og kom fram með þá tillögu, að kaupfélagið greiddi unga manninum einhverja þóknun. Enginn greiddi þeirri tillögu atkvæði. Það sannar bezt, hve gremja fundarmanna var bitur og vonbrigðin sár.
Hinn 2. september (1909) var haldinn almennur fundur í Kaupfélaginu Herjólfi. Þar voru m.a. lagðir fram ársreikningar Kaupfél. Vestmannaeyinga fyrir árið 1908, þetta eina starfsár þess. Þeir skyldu fást samþykktir á fundinum. Reis þá ágreiningur með fundarmönnum: Var Kaupfélagið Herjólfur arftaki Kaupfélags Vestmannaeyinga eða var það því gjörsamlega óháð? Að lokum var gengið til atkvæða um það mál og samþykkt nær einróma, að Kaupfélaginu Herjólfi kæmi Kaupfélag Vestmannaeyinga ekkert við. Það yrði því gert upp án nokkurra afskipta Kaupfélagsins Herjólfs eða fundar þess. Þrátt fyrir þessa samþykkt fundarmanna, gengu þeir Sigurður hreppstjóri og Árni gjaldkeri í Kaupfélagið Herjólf og gjörðust þar virkir starfskraftar til þess að fylgja sem öflugast fram samvinnuhugsjóninni í kauptúninu. Samvinnuhugsjónina og bætta verzlunarhætti til hagræðis Eyjafólki í heild mátu þessir menn meira en ágreining um skuldaverzlun eða hið gagnstæða. Enda var það þegar viðurkennt af öllum, að Kaupfélagið Herjólfur eins og Kaupfélag Vestmannaeyinga árið áður, hefði þá þegar haft mikil áhrif á almennt afurðaverð til mikils hagræðis útvegsbændum. Jafnframt hefði það stuðlað að mikilli lækkun á verði allrar neyzluvöru í kauptúninu.
Fyrir forustustarf sitt og brennandi áhuga á þessum hagsmunamálum Vestmannaeyinga hlaut héraðslæknirinn Halldór Gunnlaugsson og nánustu samstarfsmenn hans almennt lof og traust Eyjamanna.
Í marzmánaðarlokin 1910 var haldinn aðalfundur hins unga kaupfélags. Hann var haldinn í Þinghúsinu, sem jafnframt var barnaskólahúsið í byggðarlaginu, húseignin Borg nr. 3 við Heimagötu. A fundi þeim var stjórn kaupfélagsins að mestu leyti endurkjörin. Halldór læknir hlaut 67 atkvæði, Þorsteinn í Laufási 56 atkv., Magnús á Vesturhúsum 65 atkv., Gísli í Stakkagerði 43 atkv. og Erlendur Árnason, smiður á Gilsbakka, 33 atkv.
Nú skyldu gjörðar breytingar á lögum kaupfélagsins. Til þess starfs voru kjörnir hinir fyrrum forustumenn Kaupfélags Vestmannaeyinga, Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson og Árni gjaldkeri Filippusson. Þeim var bezt til þess trúandi.
Á aukafundi í félaginu 21. sept 1910 var mjög til umræðu allur sá rógur, sem spunnizt hafði utan um starfsemi Kaupfélagsins Herjólfs á liðnu sumri. Virðist stjórnin hafa boðað til þessa fundar til þess að kveða hann niður, veita félagsmönnum svör við ýmsum spurningum, svo að þeir vissu hið sanna um rekstur þess og áhrif til hins betra í daglegum viðskiptum alls almennings í kauptúninu. Á fundi þessum hélt Magnús Guðmundsson ræðu. Óska ég að birta kafla úr henni. Á milli orðanna má álykta um uppsprettu rógsins á starf félagsins o.s.frv. Þar segir í frumheimild: „Magnús Guðmundsson talaði um nauðsyn kaupfélagsins, og hve áríðandi væri, að góður andi ríkti innan þess félagsskapar og hve mikið það hefði að segja, að menn töluðu svo vel um hann, sem hann verðskuldaði. Gat hann þess, að óhyggilegt væri fyrir einn og sérhvern að taka trúanleg orð kaupmanna um hann vegna þess, að það væri öllum vitanlegt, að þeim væri illa við slíkan félagsskap.“ —
„Þorsteinn Jónsson, Laufási, skýrði frá, að hann hefði heyrt menn segja, að vörur í félaginu væru ekki ódýrari en hjá kaupmönnum. Ef svo væri, þá væri það félaginu að þakka ... og bæri að þakka því hið fallandi verð á flestum útlendum vörum hér ...“
. Hin 22. jan. 1911 samþykkti almennur fundur í kaupfélaginu hin nýju lög, er Sigurður hreppstjóri og Árni gjaldkeri höfðu þá lokið við að semja fyrir félagið í samvinnu og í samráði við stjórn þess, og þá fyrst og fremst formann þess, Halldór lækni. Áður en fundi lauk, var samþykkt að kosta til prentunar á lögunum. Þess vegna hefi ég þessi lög í hendi mér og óska að láta prenta hér nokkra kafla úr þeim til þess að gefa til kynna og undirstrika hugsjónir þeirra manna, sem beittu sér fyrir hagsbótastarfi Kaupfélagsins Herjólfs hf. hér í Vestmannaeyjum.
2. grein.
Tilgangur félagsins er: a) Að safna stofnsjóði — veltufé — með hlutum frá félagsmönnum til þess að geta ávallt keypt útlendan varning sem mest gegn borgun út í hönd.
b) Að safna varasjóði til að tryggja framtíð félagsins.
c) Að fækka svo sem auðið er öllum óeðlilegum milliliðum í verzlunarviðskiptum.
d) Að útvega félagsmönnum sem beztar vörur með svo góðu verði sem unnt er, og koma innlendum afurðum í svo hátt verð sem auðið er.
e) Að auka þekkingu félagsmanna, einkum í því er snertir samvinnu, félagsskap, verklegar framkvæmdir, vöruvöndun o. fl.
3. grein. Félagsmaður er hver sá, er kaupir a.m.k. eitt af stofnbréfum félagsins, er hljóða upp á 25 krónur. Af þeim, er hlutabréf hafa og panta vörur í félaginu, sem og utanfélagsmönnum, getur framkvæmdastjórn eða stjórn félagsins heimtað tryggingu.
Úr 8. grein. „ ... Félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt á fundum þannig: að eitt atkvæði skal vera fyrir þann, er á 1—5 stofnbréf; 2 atkvæði fyrir 5—10 stofnbréf; 3 atkv. fyrir 10—15 stofnbréf og 4 atkv. fyrir 15—20 stofnbréf. Þó á enginn rétt til að greiða meira en 5 atkvæði um félagsmál ...“
14. grein. Framkvæmdastjóri hefur ábyrgð á því fyrir stjórninni — en stjórnin fyrir félaginu, að ekkert fari forgörðum af eignum eða skjölum félagsins, er hann getur að gjört, hvort heldur er fyrir óvarkárni eða hirðuleysi.
15. grein. Stjórn félagsins og starfsmenn semja skrá yfir þær útlendar vörur, sem hún vill láta útvega félagsmönnum, og þær innlendu vörur, sem hún vill annast um sölu á fyrir þá, og ákveður svo hver einstakur félagsmaður, hverjar og hve miklar vörur hann vill fá keyptar eða seldar fyrir milligöngu félagsstjórnarinnar. Þegar félagið álítur sér fært að láta kaupa vörur til útsölu, útvegar félagsstjórnin þær og leggur útsöluverð á þær jafnt fyrir félagsmenn og utanfélagsmenn.
16. grein. Allar vörur, sem félagið útvegar einstökum félagsmönnum, sem utanfélagsmönnum, og þeir veita móttöku og borga á tilteknum tíma, skulu þeir fá með minnsta álagi, er stjórn félagsins sér sér fært að leggja á vörurnar. Sama gildir með útsölu á innlendri vöru, hvort heldur hún er til lúkningar skuldar í félaginu (andvirði pantaðrar vöru), eða félagið skal greiða andvirði hinnar innlendu vöru í peningum.
18. grein. Eigi bera félagsmenn frekari ábyrgð á skuldum félagsins, en að því er stofnfé þeirra nær til.
19. grein. Flytji hluthafi frá Vestmannaeyjum, á hann heimtingu á, að hlutabréf hans séu innleyst með ákvæðisverði, — sömuleiðis erfingjar, ef hluthafi deyr. — (Sjá þó grein 18).
20. grein. Ágreiningsmál, er rísa kunna milli stjórnar og félagsmanna, eða stjórnar og starfsmanna félagsins, skulu lögð í gerð, og kjósa málsaðilar sinn gerðarmanninn hvor og þeir oddamann. Kostnað við gerðina greiðir sá, er málið fellur á.“
Ég hefi hér hlaupið yfir þær greinar laganna, sem fela í sér ákvæði almennra félagslaga þann dag í dag.
Svo sem lögin bera með sér, er Kaupfélagið Herjólfur fyrst og fremst pöntunarfélag og afurðasölufélag, sem þó er byggt upp eins og hvert annað hlutafélag um atkvæðavald og ábyrgð félagsmanna (samanber 18. greinina) enda er félagið iðulega nefnt Hf. Herjólfur.
Hin persónulega allsherjarábyrgð á lántökum félagsins, sem félagsmenn urðu að ganga undir fyrsta rekstrarárið, féll úr gildi að því ári liðnu.
Á aðalfundi félagsins 1. maí 1911, ræddi formaður þess, Halldór læknir, um félagsskapinn í heild og taldi hag hans alveg viðunandi. Flesta byrjunarerfiðleika taldi hann sigraða að mestu. Aðalhættu félagsins taldi formaður stafa af veilu innanfrá, - „frá félagsmönnum sjálfum, svo sem fyrir tortryggni eða aðra slæma framkomu í garð félagsins,“ svo að greind séu hér hans eigin orð.
Þegar formaður bar upp endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar, greiddu örfáir fundarmenn þeim atkvæði. Allur þorri þeirra sat hjá. Þannig var andinn í fundinum þeim og félagsmönnum.
Á fundi þessum gat formaður þess, að stjórn félagsins væri búin að útvega félaginu góða lóð til þess að byggja á vörugeymslu- og afgreiðsluhús, - lóð austan við Bæjarbryggjuna, suður og vestur af Hrófunum. Naumast tók nokkur félagsmanna til máls um þetta framtak félagsstjórnarinnar. Þarna reis hið stóra hús, sem síðar hlaut nafnið Geirseyri og var rifið fyrir fáum árum. Þegar leið á árið 1911 fór að bera á bágborinni eða slæmri samvinnu framkvæmdastjóra félagsins við stjórnina. Taldi hann, að stjórninni kæmi sumt ekkert við um skuldbindingar o.fl. á vegum félagsins. Undir áramótin 1911/1912 fól stjórnin tveim samstjórnarmönnum sínum að gera athugun á vöru- eða útlánum framkvæmdastjórans til ýmissa manna í kauptúninu og svo skuldasöfnun félagsins við stórkaupmenn. Við athugun þessa kom í ljós, að félagið átti útistandandi hjá Eyjabúum um 45 þúsundir króna og skuldaði á sama tíma stórkaupmönnum nálega 134 þúsundir. Stjórninni þótti þessar tölur uggvænlegar, en fékk lítil svör með axlaypptingu hjá framkvæmdastjóranum.
Í byrjun ársins 1912 samþykkti stjórnin að gefa félagsmönnum upp eftirfarandi verð á fiski eftir því sem tilboð fiskkaupenda lágu fyrir þá: Verð á þurrkuðum þorski nr. 1 kr. 60,00 hver 160 kg (skpd); á þorski nr. 2 kr. 45,00 hver 160 kg, á löngu kr. 53,00; á ýsu nr. 1 kr. 32,00, og á smáfiski kr. 45,00 hver 160 kg. Verð á þurrum sundmaga var afráðið kr. 0,50 pundið (kr. 1,00 hvert kg), hvít ull 65 aura pundið, mislit ull 50 aura pundið og haustull 45 aura pundið. Þessar tölur birti ég hér til gamans og fróðleiks íhugulum lesendum Bliks.
Eftir aðalfund félagsins 20. apríl 1912 má svo að orði komast, að Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum annist formennsku félagsins, enda þótt Halldór héraðslæknir væri áfram í stjórninni með óskertu trausti félagsmanna. Ef til vill hafa annir hans í embættinu hamlað starfi hans fyrir félagið.
Hinn 21. júní 1912 sendi félagsstjórnin framkvæmdastjóra sínum svolátandi bréf:
„Herra framkvæmdastjóri
Jón Einarsson.
Við höfum athugað yðar heiðruðu athugasemdir og svör við samningsformi því, er við lögðum fyrir yður til athugunar. Við höfum í sem fæstum orðum lítið annað við þeim að segja en það, að við höfum ekki ætlað að breyta þar verulegu til með samningum í aðalatriðum við þann framkvæmdastjóra, er við hugsuðum okkur að hafa. Hins vegar vildum við benda yður á lög félagsins Herjólfs, og hvað stjórnina snertir þá geymum við okkur þar fullan rétt. Við viljum í sambandi við þetta alvarlega skora á yður í tíma, að þér undirbúið yður að innheimta skuldir, svo að þær verði sem minnstar um næstu áramót, og til hliðsjónar af því gæta þess að lána ekki þeim, sem ekki eru líkur fyrir, að þá geti verið skuldlausir.
Okkur er það fyllilega ljóst eins og yður er víst einnig, að skuldir inn á við um áramót, þegar félagið á að standa í skilum út á við, er félaginu til hins mesta niðurdreps. Nú virðist, að félagið fari að súpa af því seyðið, að þér svo mjög brugðust trausti okkar með því að lána svo mikið í fyrra.
Við höfum áður skrifað yður um þetta atriði og jafnframt óskað eftir góðri samvinnu við yður, en því miður ekki fengið neitt svar. Þrátt fyrir það leyfum við okkur enn á ný að óska eftir góðri samvinnu við yður þann tíma, sem við kunnum að eiga óunnið saman, því að það er sannfæring vor, að þess sé full þörf, og hefði hún verið nógu góð undanfarið og þér gætt þess að fylgja lögunum í því efni, mundi sumt hafa farið betur í störfum og framkvæmdum félagsins.
- Með virðingu.
- Í stjórn h.f. Herjólfs
- Magnús Guðmundsson
- Halldór Gunnlaugsson
- Sveinn P. Scheving
- Þorsteinn Jónsson
- Gísli Lárusson“
- Með virðingu.
Fram eftir öllu sumri fóru fram samningaumleitanir milli stjórnarinnar og ýmissa fiskkaupmanna um verð á afurðum, sem stjórnin hafði til sölu fyrir félagsmenn. Símskeyti send um verð og magn vörunnar, þjarkað og þrefað.
Valdimar Ottesen hafði verið starfsmaður félagsins um sinn. Hann virðist hafa ætlað að nota aðstöðu sína í starfi fyrir félagið til þess að skara eld að sinni eigin köku, svo að stjórnin neyddist til að segja honum upp starfa og losa sig við hann. Hann hafði safnað skuldum við félagið.
Á fundi stjórnar félagsins 9. sept. 1912 er rætt mikið og ýtarlega um fjárhag félagsins og rekstur. Komst stjórnin að þeirri niðurstöðu, að félagið skorti mjög veltufé sökum þess, hve mikið fé væri fast í útistandandi skuldum, sem trauðlega fengjust greiddar fyrir áramótin næstu.
„ ... aðalásteytingarsteinninn er oflítið veltufé og svo einkennilegur skortur á lánstrausti, að helzt lítur út fyrir, að félagið megi hætta störfum innan skamms,“ eins og segir í fundargerðarbók stjórnarinnar.
Seinast í sept. 1912 barst stjórn Kaupfélags Herjólfs h.f. bréf frá framkvæmdastjóranum Jóni Einarssyni, þar sem hann segir upp stöðu sinni með 6 mánaða fyrirvara. Stjórnin samþykkti, að hann hyrfi frá framkvæmdastjórastarfinu þegar á næsta degi. Jafnframt tilkynnti stjórnin honum, að hann fengi kaup sitt greitt í 3 mánuði, eða til áramóta.
Þegar til átti að taka og stjórnin ætlaði að sækja lyklana að húsakynnum kaupfélagsins, neitaði framkvæmdastjórinn að afhenda þá. Var þá leitað lögfræðilegrar aðstoðar í Reykjavík. Átök þessi fengu þann endi, að Karl sýslumaður Einarsson skarst í málið. Afhenti þá hinn fráfarandi framkvæmdastjóri lyklana.
Nú var Árni Gíslason Lárussonar í Stakkagerði ráðinn til að veita félaginu forstöðu til næstu áramóta. Þótti þó mikið á hann lagt, 23 ára manninn! Laun hans skyldu vera kr. 150,00 á mánuði þessa þrjá mánuði, sem eftir voru af árinu.
Brátt var svo fast að félaginu sótt sökum skulda við stórkaupmenn, að stjórnin sá engin tök á því að reka félagið áfram, nema einhver ráð yrðu fundin til þess að greiða stærstu skuldaeigendunum. Jafnframt var afráðið að kalla saman almennan fund í félaginu og greina félagsmönnum frá, hvernig komið var hag félagsins. Sá fundur var haldinn 26. okt. Í ljós kom, að félagið hafði tapað á verzlunarrekstri sínum kr. 3.900,00 frá s.l. áramótum. Það var geysimikið tap þá á ekki lengri tíma. Ekki gat fráfarandi framkvæmdastjóri gert fundarmönnum, sem einungis voru hluthafar í félaginu, grein fyrir þessu mikla tapi. Síðast var samþykkt tillaga þess efnis, að stjórnin kysi sér sjö félagsmenn sér til aðstoðar til þess að athuga fjárhagsstöðu félagsins og gera síðan að vel athuguðu máli tillögu um framhaldandi rekstur félagsins eða félagsslit. Stjórnin kaus sér þessa aðstoðarmenn: Geir Guðmundsson á Geirlandi, Helga Jónsson í Steinum, Högna Sigurðsson í Baldurshaga, Jón Einarsson á Hrauni, Ólaf Auðunsson, Hnausum (nú Sólnes, nr. 5 A við Landagötu), Magnús Þórðarson í Dal og Sigurð Sigurfinnsson á Heiði.
Þrem dögum síðar hélt stjórn félagsins aftur fund með sér og „ráðgjöfum“ sínum. Nú var verulega illt í efni: Bréf hafði borizt frá stórkaupmanninum Jakob Gunnlögssyni í Kaupmannahöfn þess efnis, að hann mundi brátt ganga að félaginu, ef hann fengi ekki greiddar þær skuldir, sem Kf. Herjólfur stæði í við hann. Námu þær rúmum 25 þúsundum króna. Fyrir skuldum þessum hafði stórkaupmaðurinn veð í verzlunarhúsi félagsins. Hér með hófust látlausar skuldakröfur á félagið. Nú var Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum formaður þess, svo að fjárhagsvandræðin og baráttan við kröfuhafana bitnaði hvað mest á honum. Læknirinn virðist nú draga sig mjög í hlé frá öllu starfinu. Þó var hann í stjórn félagsins og mætti þar mjög oft á stjórnarfundum, en skrifaði aldrei undir neina fundargerð stjórnarinnar, eftir að Magnús Guðmundsson var kosinn formaður félagsins 1912. Segja má, að uppgjörið á Kaupfélaginu Herjólfi hf. stæði með litlum hvíldum til ársins 1916. Innheimta þurfti sem mest af öllum útistandandi skuldum hjá Eyjabúum, selja hús félagsins og aðrar eignir, mæta fyrir sáttanefnd og í héraðsrétti vegna málaferla o.fl. o.fl.
Eignir félagsins voru sem hér segir:
1. Verzlunarhúsið, sem það hafði keypt af Lyder Höydal og hann hafði byggt hér í Eyjum nokkru eftir aldamótin. Það hús hefur nú lengi borið nafnið Þingvellir og stóð nokkrum húsbreiddum norðar en nú.
2. „Pakkhús“ félagsins, sem það hafði nýlega lokið við að byggja, þegar ósköpin dundu yfir. Síðar bar þetta hús nafnið Geirseyri. Það stóð við Bæjarbryggjuna austanverða og neðan við Strandveginn. Sneri það stafni að bryggjunni. Síðast eignaðist Einar Sigurðsson, hraðfrystihúsaeigandi þetta hús og lét rífa það árið 1969.
3. Bræðsluskúr með öllum tækjum.
4. Kolaport.
5. Uppskipunarbátur. Allar vörur voru fluttar úr skipum utan af ytri
höfn, Víkinni, inn að bryggju.
6. Verzlunaráhöld öll.
7. Vörubirgðir.
8. Útistandandi skuldir.
Allt voru þetta töluverðar eignir, ef heppnin yrði með um sölu á þeim. Vonir stóðu því til að megin skuldanna yrði greitt, ef vel tækist til um sölu á eignunum.
Í júní 1913 var endanlega samþykkt að leysa Kaupfélagið Herjólf upp og selja eignir þess til lúkningar á skuldum. Þá hafði á undanförnum mánuðum verið efnt til útsölu á vörum og nokkuð af beztu vörunum verið selt til verzlana í bænum.
Magnús Þórðarson í Hvammi keypti bræðsluskúr K.f. Herjólfs með öllum áhöldum fyrir kr. 1000,00.
Brillouin, fyrrverandi Frakklandskonsúll í Reykjavík, sem um þessar mundir var að móta beinamjölsverksmiðju á Eiðinu í Vestmannaeyjum, keypti uppskipunarbát K.f. Herjólfs fyrir kr. 600.00.
Loks samdist svo um, að Valdimar Ottesen, sem hug hafði á verzlunarrekstri í Eyjum, keypti verzlunarhús félagsins, Þingvelli, fyrir kr. l8.000,00. Lét hann konu sína, frú Sigríði Eyjólfsdóttur, kaupa húsið eða hafa það á sínu nafni. Þar efndi síðan Valdimar Ottesen til verzlunarreksturs, sem sætti að lokum svipuðum örlögum og verzlunarrekstur K.f. Herjólfs.
Sigurgeir Torfason kaupmaður í Reykjavík, hreppti að lokum „pakkhús“ félagsins, sem hann kallaði síðan Geirseyri. Söluverð mun hafa verið 16 þúsundir króna. Hann lét smíða vélbáta í Eyjum og efndi þar til útgerðar.
Maður undir mannshönd gekk í það að innheimta útistandandi verzlunarskuldir Kaupfélagsins Herjólfs hf., en lítið var þeim ágengt. Afskrifað var að fullu kr. 10.000,00 eða þar um bil, sem vonlaust var að innheimta af skuldum þeim.
Loks varð Jakob Gunnlögsson stórkaupmaður í Kaupmannahöfn að gefa eftir af innstæðu sinni hjá félaginu kr. 5000,00. Annað fékk hann greitt. Sumt með krókaleiðum.
Árið 1916 gerði dr. Alexander Jóhannesson í Reykjavík mikla skuldakröfu á Kaupfélagið Herjólf hf. Doktorinn taldi sig hafa í höndum og eiga sjálfur 96 hlutabréf í fyrirtækinu og hótaði málsókn, yrðu þau ekki endurgreidd strax. Engin tök voru á því, og stefndi hann þá stjórn félagsins, hóf málsókn. Magnús Guðmundsson og Gísli Lárusson mættu í máli þessu f.h. félagsins. Engar sættir urðu þar, og mun svo mál það hafa fjarað út í sandinn.
Síðasti stjórnarfundur Herjólfs var haldinn 6. apríl 1916. Þá hafði stjórn félagsins staðið í látlausu skuldafargani, málssóknum og málsvörnum m.m. undanfarin 3 ár.