„Blik 1976/Vélbátar í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 56: | Lína 56: | ||
[[Mynd:Blik1976 velbatareyjum bls108.jpg|thumb|250px|[[V/b Skúli fógeti, VE]]]] | [[Mynd:Blik1976 velbatareyjum bls108.jpg|thumb|250px|[[V/b Skúli fógeti, VE]]]] | ||
''V/b [[Skúli fógeti VE|Skúli fógeti]]. Byggður í Vestmannaeyjum 1916, 11,75 rúmlestir að stærð. Tapaðist á vertíð 1938.'' | |||
[[Mynd:Blik1976 velbatareyjum bls1082.jpg|thumb|250px|[[V/b Faxi, VE]]]] | [[Mynd:Blik1976 velbatareyjum bls1082.jpg|thumb|250px|[[V/b Faxi, VE]]]] | ||
[[Mynd:Blik1976 velbatareyjum bls109.jpg|thumb|250px|[[V/b Halkion, VE 27]]]] | [[Mynd:Blik1976 velbatareyjum bls109.jpg|thumb|250px|[[V/b Halkion, VE 27]]]] |
Útgáfa síðunnar 21. ágúst 2009 kl. 13:57
Blik 1976/ Vélbátar Vestmannaeyinga
Blik á í fórum sínum 50-60 myndir af vélbátum Vestmannaeyinga frá fyrstu áratugum aldarinnar. Að þessu sinni birtum við 20 myndir af bátum þessum. Flestir voru bátarinir kunnir fyrir aflasæld og formennirnir viðurkenndir dugnaðar sjómenn. Karl Guðmundsson frá Reykholti (nr.15) við Urðaveg gaf Bliki fyrir nokkrum árum skýringarnar við myndirnar og tók þann fróðleik úr bókum Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. Blik kann honum kærar þakkir fyrir þá hjálp.
V/b Svanur, VE 152, 10 rúmlestir að stærð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1911. Eigendur voru Ágúst Gíslason í Valhöll o.fl. Fyrsti formaður á báti þessum var Jóhann Einarsson, Brimnesi, og svo Ólafur Ingileifsson, síðar kenndur við Heiðarbæ vestan við Strembuhæðina.
V/b Ásdís, VE 144. Eigandi var Gísli J. Johnsen. Báturinn var smíðaður í Danmörku árið 1912. Svo sem greint var frá í Bliki 1974, bls. 138, þá kom norskur söngkór til Vestmannaeyja árið 1924 og söng hér bæði í samkomuhúsi og úti undir berum himni. Svo sem sést á myndinni, þá er vélbáturinn Ásdís hlaðinn fólki. Verið er að flytja norska söngkórinn frá Bæjarbryggjunni til skips. – Húfur kórfélaganna á lofti. – Eyjabúar kvaddir.
V/b Sísí, VE-265. Bátur þessi var smíðaður í Danmörku, líklega 1914. Eigandi Gísli J. Johnsen. Fyrsti formaður á honum var Árni Finnbogason frá Norðurgarði.
V/b Ísleifur, VE 63, 30 rúmlestir að stærð. Hann var smíðaður í Reykjavík árið 1916 og keyptur til Eyja 1928. Eigandi: Ársæll Sveinsson útgerðarmaður, sem var formaður á bátnum um árabil. Báturinn var tekinn út af skrá Bátaábyrgðarfélagsins árið 1967.
V/b Sjöstjarnan, VE 92, 55 rúmlestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður 1916 og var gerður út frá Akureyri fyrstu árin. Eigandi í Vestmannaeyjum var Tómas M. Guðjónsson o. fl., Höfn (nr. 1) við Bakkastíg. Fyrsti formaður á honum í Eyjum var Ásmundur Friðriksson frá Stóru-Löndum.
V/b Skúli fógeti. Byggður í Vestmannaeyjum 1916, 11,75 rúmlestir að stærð. Tapaðist á vertíð 1938.