„Guðrún Kristín Ingvarsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Guðrún Kristín Ingvarsdóttir''' húsmóðir í Hlaðbæ og Skuld, síðast í Hraunbúðum, fæddist 5. marz 1907 og lézt 26. marz 2005.<br>
'''Guðrún Kristín Ingvarsdóttir''' húsmóðir í Hlaðbæ og Skuld, síðast að Foldahrauni 40, fæddist 5. marz 1907 og lézt 26. marz 2005.<br>


==Ætt og uppruni==
==Ætt og uppruni==

Útgáfa síðunnar 30. apríl 2011 kl. 19:54

Guðrún Kristín Ingvarsdóttir húsmóðir í Hlaðbæ og Skuld, síðast að Foldahrauni 40, fæddist 5. marz 1907 og lézt 26. marz 2005.

Ætt og uppruni

Foreldrar Guðrúnar voru Ingvar bóndi í Koti á Rangárvöllum 1893-95, en steinsmiður í Reykjavík frá 1898, f. 5. febrúar 1963 á Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 30. nóvember 1915, Sveins bónda þar, f. 4. júlí 1833, d. 15. sept. 1891, Árnasonar og konu Sveins bónda, Ingibjargar húsfreyju, f. 6. des. 1829, d. 1. marz 1898, Gísla bónda á Brekkum á Rangárvöllum, Árnasonar.
Móðir Guðrúnar og kona Ingvars bónda og steinsmiðs var (18. okt. 1893) Guðrún húsfreyja, f. 18. júní 1873, d. 21. júní 1959, Jóns bónda á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, f. 19. okt 1822 á Kotmúla í Fljótshlíð, d. 16. des. 1899, Þorvarðarsonar og konu Jóns á Þorleifsstöðum, Ingibjargar húsfreyju, f. 8. ágúst 1833, d. 7. marz 1893, Böðvarsdóttur bónda á Reyðarvatni.
Guðrún Kristín var alsystir Böðvars í Ásum, f. 1893.

Guðrún í Skuld

Lífsferill

Guðrún Kristín ólst upp við Grettisgötuna og Bergstaðastræti í Reykjavík. Hún flutti tvítug til Eyja. Hún rak stórt heimili og þegar Jónas maður hennar var skipstjóri þjónaði hún aðkomnum sjómönnum hans með fæði og fatnað. Hún starfaði að auki við síldarsöltun og aðra fiskvinnu og vann við þrif í Gagnfræðaskólanum.

Í janúarmánuði 1928 kvæntist Guðrún Jónasi Sigurðssyni frá Skuld og eignuðust þau fimm börn, Ingunni, Guðrúnu, Sjöfn, Sigurgeir og Sigurjón Ingvars. Auk þess ólu þau upp dótturson, son Guðrúnar, Jónas Þór Steinarsson.


Heimildir