„Páll Guðmundsson (verslunarstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Páll Guðmundsson''' frá Stokkseyri, verslunarmaður, verslunarstjóri fæddist þar 5. september 1914 og lést 8. janúar 2008.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Pálsson verkamaður í Vatnsdal á Stokkseyri, f. 21. febrúar 1889 í Galtarholti á Rangárvöllum, d. 9. janúar 1968, og kona hans Magnea Halldórsdóttir húsfreyja frá Ásmúla í Holtum, f. 23. apríl 1889, d. 12. mars 1955.<br> Páll var verslunarmaður í Eyjum, síðar verslunarstjóri hjá Sláturf...)
 
m (Verndaði „Páll Guðmundsson (verslunarstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. maí 2024 kl. 12:01

Páll Guðmundsson frá Stokkseyri, verslunarmaður, verslunarstjóri fæddist þar 5. september 1914 og lést 8. janúar 2008.
Foreldrar hans voru Guðmundur Pálsson verkamaður í Vatnsdal á Stokkseyri, f. 21. febrúar 1889 í Galtarholti á Rangárvöllum, d. 9. janúar 1968, og kona hans Magnea Halldórsdóttir húsfreyja frá Ásmúla í Holtum, f. 23. apríl 1889, d. 12. mars 1955.

Páll var verslunarmaður í Eyjum, síðar verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Þau Jóna Alda giftu sig 1944, eignuðust fósturbarn.

I. Kona Páls, (6. október 1944), var Jóna Alda Illugadóttir frá Úthlíð við Vestmannabraut 58a, húsfreyja, f. þar 17. júlí 1918, d. 2. ágúst 1992.
Fósturdóttir þeirra er
1. Sigríður Vigdís Gunnlaugsdóttir Clark, f. 22. júní 1950 á Hásteinsvegi 7. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, f. 20. maí 1921 á Reynifelli, d. 29. nóvember 1963, og kona hans Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1920 á Mið-Grund u. Eyjafjöllum, d. 20. nóvember 1954.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.