„Rúnar K. Jónasson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Rúnar Ketill Jónasson. '''Rúnar Ketill Jónasson''' tónlistarmaður fæddist 14. september 1943 og lést 30. desember 2013.<br> Kynforeldrar hans voru George Gomez og Guðlaug Björg Sveinsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 16.. febrúar 1920 í Reykjavík, d. 7. maí 2004. Kjörfaðir Rúnars var Jónas St. Lúðvíksson verkamaður, bifreiðastjóri, afles...) |
m (Verndaði „Rúnar K. Jónasson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 7. nóvember 2023 kl. 14:39
Rúnar Ketill Jónasson tónlistarmaður fæddist 14. september 1943 og lést 30. desember 2013.
Kynforeldrar hans voru George Gomez og Guðlaug Björg Sveinsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 16.. febrúar 1920 í Reykjavík, d. 7. maí 2004. Kjörfaðir Rúnars var Jónas St. Lúðvíksson verkamaður, bifreiðastjóri, aflesari, rithöfundur, f. 6. mars 1919 í Reykholti, d. 2. maí 1973 í Reykjavík.
Síðari maður móður hans og fósturfaðir Rúnars var Árni G. Sveinsson, f. 3. nóvember 1923, d. 12. ágúst 2008.
Börn Guðlaugar Bjargar og Jónasar:
1. Lúðvík Per Jónasson, f. 16. febrúar 1948 í Langa-Hvammi, d. 27. september 2006.
2. Soffía Jónasdóttir hárgreiðslukona, f. 23. desember 1951 á Vestmannabraut 72.
Barn Jónasar og Helgu Geirsdóttur:
4. Hafþór Björgvin Jónasson, f. 21. maí 1962.
Rúnar var með móður sinni og síðan henni og Jónasi í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 og við Vestmannabraut 72. Þau skildu.
Hann lærði snemma hljóðfæraleik, lék á munnhörpu, trompet, saxófón og þverflautu. Hann lék í hljómsveitum á saxófón, varð atvinnuhljóðfæraleikari 15 ára, stundaði einkum jasstónlist, lék inn á fjölda hljómplatna, lék kvikmyndatónlist og kom fram í útvarps- og sjónvarpsþáttum. Hann gaf út eina hljómplötu ,,Til eru fræ“ ásamt Þóri Baldurssyni.
Hann kenndi saxófónleik við a.m.k. fjóra tónlistarskóla og jafnframt kenndi hann við jazzdeild FÍH á fyrstu árum deildarinnar.
Samhliða tónlistinni starfaði Rúnar um árabil við sölumennsku, einkum við sölu trygginga og bóka.
Hann hlaut einkaflugmannsréttindi 1966.
Þau María giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu 1971.
Rúnar eignaðist barn með Lisbeth 1971.
Þau Helga giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu 2002.
Þau Arndís höfðu sambúð, voru barnlaus saman, en Rúnar fóstraði tvö börn hennar.
Rúna lést 2013.
I. Kona Rúnars, (14. október 1961, skildu 1971), var María Kolbrún Jónasdóttir Thoroddsen afgreiðslumaður, ritari, bankastarfsmaður, f. 26. júní 1939, d. 12. október 2023. Foreldrar hennar voru Þórður Jónas Thoroddsen hæstaréttarlögmaður, fv. borgarfógeti í Rvk og bæjarfógeti í Neskaupstað, síðar á Akranesi, f. 18. nóvember 1908, d. 11. nóvember 1982, og kona hans Björg Magnúsdóttir Thoroddsen húsfreyja, f. 26. maí 1912, d. 27. maí 2004.
Barn þeirra:
1. Björg Rúnarsdóttir lögfræðingur, f. 15. apríl 1962. Maður hennar Ingimar Örn Jónsson.
II. Barnsmóðir Rúnars Lisbeth Westerberg-Franzén, f. 12. júlí 1948.
Barn þeirra:
2. Ketill Niclas tölvutæknir í Svíþjóð, f. 13. júní 1971. Sambúðarkona hans Teresa Payne.
III. Kona Rúnars, (skildu 2002), er Helga Markúsdóttir kennari, f. 10. mars 1951. Foreldrar hennar Markús Bergmann Kristinsson vélstjóri, verksmiðjustjóri, f. 2. október 1930, d. 21. júní 2008, og kona hans Soffía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1933, d. 29. maí 2018.
Barn þeirra:
3. Elfa Björk Rúnarsdóttir fiðluleikari, f. 7. ágúst 1978. Maður hennar Daníel Benedikt Ben Þorgeirsson.
IV. Sambúðarkona Rúnars er Arndís Jóhannsdóttir, f. 12. október 1956. Foreldrar hennar Jóhann Kristinn Jónsson garðyrkjumaður, f. 16. apríl 1917, d. 30. janúar 2000 og kona hans Birta Fróðadóttir (fædd Brow Sörensen), húsfreyja, f. 16. október 1944.
Börn Arndísar og fósturbörn Rúnars:
4. Fróði Guðmundsson, f. 7. desember 1995.
5. Guðmundur Þorgeir Guðmundsson, f. 7. desember 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 9. janúar 2014. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.