Lúðvík Per Jónasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Lúðvík Per Jónasson.

Lúðvík Per Jónasson sjómaður, vélstjóri, vélvirki fæddist 16. febrúar 1948 í Langa-Hvammi og lést 27. september 2006.
Foreldrar hans voru Jónas Steinn Lúðvíksson bifreiðastjóri, verkamaður, rithöfundur, aflestrarmaður, f. 6. mars 1919, d. 2. maí 1973, og kona hans Guðlaug Björg Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 16. febrúar 1920 í Reykjavík, d. 7. maí 2004.

Barn Guðlaugar Bjargar og George Cornez:
1. Rúnar Ketill Georgsson tónlistarmaður, f. 14. september 1943, d. 30. desember 2013.
Börn Guðlaugar og Jónasar St. Lúðvíkssonar:
2. Lúðvík Per Jónasson, f. 16. febrúar 1948 í Langa-Hvammi, d. 27. september 2006.
3. Soffía Jónasdóttir hárgreiðslukona, f. 23. desember 1951 á Vestmannabraut 72.
Barn Jónasar og Helgu Geirsdóttur, f. 16. ágúst 1923, d. 14. nóvember 2017:
4. Hafþór Björgvin Jónasson, f. 21. maí 1962.

Lúðvík varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Kópavogs 1964, lauk 4. stigi í Vélskóla Íslands 1974 og sveinsprófi í vélvirkjun í vélsmiðju KÁ á Selfossi 1985.
Hann var vélstjóri á hinum ýmsu farskipum hérlendis og erlendis og á togurum, lengst á Eskifirði.
Þau Þóra Valdís giftu sig 1970, eignuðust sex börn, en skildu 1992.
Lúðvík Per lést 2006.

I. Kona Lúðvíks, (16. maí 1970, skildu), var Þóra Valdís Valgeirsdóttir frá Seyðisfirði, f. 12. janúar 1946. Foreldrar hennar voru Þórður Valgeir Hannesson, f. 9. febrúar 1920, d. 9. febrúar 1946, og kona hans Guðrún Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 3. maí 1920, d. 29. janúar 1996.
Börn þeirra:
1. Sigfinnur Þór Lúðvíksson bílasmiður, f. 27. desember 1966. Kona hans Sigurdís Gunnarsdóttir.
2. Hildur Júlía Lúðvíksdóttir hárgreiðslukona, f. 22. febrúar 1972. Maður hennar Sveinbjörn Másson.
3. Guðrún Björg Lúðvíksdóttir, f. 20. maí 1975. Barnsfaðir hennar Einar Ingimundarson. Maður hennar Gísli Ólafsson.
4. Jónas Árni Lúðvíksson, f. 25. mars 1979.
5. Hannes Valur Lúðvíksson, f. 5. desember 1981.
6. Soffía Rún Lúðvíksdóttir, f. 11. júlí 1983. Barnsfaðir hennar Sigurður Grétar Árnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.