Soffía Jónasdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Soffía Jónasdóttir hárgreiðslukona fæddist 23. desember 1951 á Vestmannabraut 72.
Foreldrar hennar voru Jónas Steinn Lúðvíksson bifreiðastjóri, verkamaður, rithöfundur, aflestrarmaður, f. 6. mars 1919, d. 2. maí 1973, og kona hans Guðlaug Björg Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 16. febrúar 1920 í Reykjavík, d. 7. maí 2004.

Barn Guðlaugar Bjargar og George Cornez:
1. Rúnar Ketill Georgsson tónlistarmaður, f. 14. september 1943, d. 30. desember 2013.
Börn Guðlaugar og Jónasar St. Lúðvíkssonar:
2. Lúðvík Per Jónasson, f. 16. febrúar 1948 í Langa-Hvammi, d. 27. september 2006.
3. Soffía Jónasdóttir hárgreiðslukona, f. 23. desember 1951 á Vestmannabraut 72.
Barn Jónasar og Helgu Geirsdóttur, f. 16. ágúst 1923, d. 14. nóvember 2017:
4. Hafþór Björgvin Jónasson, f. 21. maí 1962.

Soffía var með foreldrum sínum, en þau skildu, er hún var 7 ára.
Hún flutti til Reykjavíkur 1958 og vann síðar við hársnyrtingu.
Soffía eignaðist barn með Vilhjálmi 1971 og með Sverri 1986.

1. Barnsfaðir Soffíu var Vilhjálmur Vilhjálmsson húsasmíðameistari, f. 31. desember 1949, d. 10. desember 2017.
Barn þeirra:
1. Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir hársnyrtir, kennari í Garðabæ, f. 16. febrúar 1971. Maður hennar Tómas Helgi Jóhannsson.

II. Barnsfaðir Soffíu er Sverrir Mikael Einarsson, f. 17. ágúst 1957.
Barn þeirra:
2. Einar Mikael Sverrisson, f. 20. ágúst 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.