Guðlaug Björg Sveinsdóttir (hárgreiðslumeistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaug Björg Sveinsdóttir.

Guðlaug Björg Sveinsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari fæddist 16. febrúar 1920 í Reykjavík og lést 7. maí 2004 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Sveinn Jóhannesson sjómaður, trésmíðameistari, f. 14. nóvember 1888 á Hofgörðum á Snæfellsnesi, d. 15. ágúst 1950 og kona hans Kristrún Jónsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 6. ágúst 1887 í Látravík í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, d. 11. desember 1942.
Fósturforeldrar frá fimm ára aldri voru Soffía Jónsdóttir móðursystir hennar og maður hennar Ketill Þórðarson járnbindingamaður.

Guðlaug Björg var með foreldrum sínum fyrstu fimm ár sín, en fór þá í fóstur til Soffíu og Ketils.
Hún lærði hárgreiðslu, lauk sveinsprófi í Iðnskólanum í Reykjavík og fékk meistararéttindi 1941.
Hún rak hárgreiðslustofu í Eyjum á árunum 1948-1958 og síðan í Keflavík til 1969.
Guðlaug sat lengi í sveinsprófsnefnd í hárgreiðslu og kenndi sveinsprófsnemum.
Hún eignaðist barn með George Cornez 1943.
Þau Jónas giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu 1958. Þau bjuggu í Langa-Hvammi og við Vestmannabraut 72 í Eyjum
Þau Árni Gunnar giftu sig 1961, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu í Keflavík, en síðast á Hrafnistu við Laugarás í Reykjavík.
Guðlaug Björg lést 2004 og Árni Gunnar 2008.

I. Barnsfaðir Guðlaugar Bjargar var George Gomez.
Barn þeirra og kjörbarn Jónasar:
1. Rúnar Ketill Georgsson tónlistarmaður, f. 14. september 1943, d. 30. desember 2013.

II. Maður Guðlaugar Bjargar, skildu 1958, var Jónas St. Lúðvíksson rithöfundur, f. 6. mars 1919, d. 2. maí 1973.
Börn þeirra:
1. Lúðvík Per Jónasson, f. 16. febrúar 1948 í Langa-Hvammi, d. 27. september 2006.
2. Soffía Jónasdóttir hárgreiðslukona, f. 23. desember 1951 á Vestmannabraut 72.

III. Maður Guðlaugar Bjargar, (20. október 1961), var Árni Gunnar Sveinsson frá Gerðum II í Garði, Gull., sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 3. nóvember 1923, d. 12. ágúst 2008. Foreldrar hans voru Sveinn Árnason sjómaður, skipstjóri, bóndi í Garði, Gull., f. 2. júlí 1892 í Gerðum þar, d. 13. janúar 1987, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir frá Haughúsum á Álftanesi, húsfreyja, f. 11. október 1898, d. 21. nóvember 1981.
Þau voru barnlaus saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.