„Guðmundur Guðlaugsson (Lundi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Guðmundur Guðlaugsson. '''Guðmundur Guðlaugsson''' frá Lundi við Vesturveg 12, stýrimaður, skipstjóri, farmaður, netagerðarmaður fæddist 24. september 1929 í Höfða við Hásteinsveg 21 og lést 30. desember 2010 á heimili sínu í Kópavogi.<br> Foreldrar hans voru Guðlaugur Brynjólfsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890, d. 30. d...)
 
m (Verndaði „Guðmundur Guðlaugsson (Lundi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 12. febrúar 2023 kl. 12:08

Guðmundur Guðlaugsson.

Guðmundur Guðlaugsson frá Lundi við Vesturveg 12, stýrimaður, skipstjóri, farmaður, netagerðarmaður fæddist 24. september 1929 í Höfða við Hásteinsveg 21 og lést 30. desember 2010 á heimili sínu í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Brynjólfsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972, og síðari kona hans Valgerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1895, d. 29. september 1937.

Börn Valgerðar og Guðlaugs:
1. Halldóra Sigríður Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Seltjarnarnesi, f. 18. júní 1920 í Odda, d. 21. febrúar 1998.
2. Brynjólfur Gunnar Guðlaugsson togarasjómaður, f. 30. júlí 1921 í Odda, drukknaði 26. desember 1949.
3. Guðrún Briet Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1923 í Odda, d. 13. janúar 2015.
4. Ingibjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1925 í Odda, d. 23. desember 2018.
5. Ásta Kristný Guðlaugsdóttir iðnaðarmaður í Reykjavík, f. 24. júlí 1926 í Odda.
6. Guðmundur Guðlaugsson sjómaður, skipstjóri, f. 24. september 1929 í Höfða, d. 30. desember 2010.
7. Þórarinn Guðlaugsson sjómaður, húsasmíðameistari , f. 3. ágúst 1931 í Höfða, d. 19. apríl 2005.
Barn Höllu fyrri konu Guðlaugs:
8. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973.
Börn Höllu fyrri konu Guðlaugs og hans:
9. Sveinbjörn Óskar Guðlaugsson verslunarstjóri, fiskimatsmaður, f. 4. febrúar 1914, d. 6. maí 1994.
10. Andvana drengur, f. 28. október 1915 í Odda.
11. Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 5. nóvember 1918 í Odda, d. 17. ágúst 1997.

Guðmundur var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var átta ára. Hann var sendur í sveit á sumrin, flutti með föður sínum til Reykjavíkur 1943.
Hann lauk Stýrimannaskólanum 1953.
Hann varð snemma sjómaður, var á Óla Garðari 14 ára, var bátsmaður á togara 18 ára, var stýrimaður og skipstjóri á fiskiskipum, einkum togurum, var á erlendum olíuskipum og vöruflutningaskipum víða.
Guðmundur kenndi fiskveiðar við Persaflóa. Að síðustu vann hann við netagerð, sendibílaakstur og við lagerstörf hér á landi.
Hann bjó með Guðrúnu Helgu um skeið og eignuðust þau eitt barn.
Þau Randi giftu sig 1972, en skildu, barnlaus.
Guðmundur lést 2011.

I. Sambúðarkona Guðmundar, (skildu), var Guðrún Helga Björgvinsdóttir, f. 13. september 1930 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 10. júlí 2010. Foreldrar hennar voru Björgvin Benediktsson, f. 3. ágúst 1891, d. 5. apríl 1962, og kona hans Valborg Árnadóttir, f. 22. maí 1901, d. 24. júlí 1990.
Barn þeirra:
1. Björgvin Valur Guðmundsson, f. 24. febrúar 1959. Sambúðarkona hans Þóra Björk Nikulásdóttir.

II. Kona Guðmundar, (25. nóvember 1972, skildu), Randi Marie Robertstad, f. 22. mars 1936.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.