„Margrét Karlsdóttir (húsfreyja)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 14: Lína 14:
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Stefán Friðþórsson]] lagerstjóri í Reykjavík, f.  27. mars 1954. Kona hans Svala Sigurðardóttir.<br>
1. [[Stefán Friðþórsson]] lagerstjóri í Reykjavík, f.  27. mars 1954. Kona hans Svala Sigurðardóttir.<br>
2. [[Brynja Friðþórsdóttir]] húsfreyja í Eyjum, f. 3. september 1956. Maður hennar [[Þorsteinn  Þorsteinsson (Skólavegi 27)|Þorsteinn  Þorsteinsson]], látinn.<br>
2. [[Brynja Friðþórsdóttir]] húsfreyja í Eyjum, f. 3. september 1956. Maður hennar [[Þorsteinn  Þorsteinsson (Jóhannshúsi)|Þorsteinn  Þorsteinsson]], látinn.<br>
3. [[Guðlaugur Friðþórsson]] sjómaður í Eyjum, f. 24. september 1961. Sambúðarkona [[María Tegeder]].<br>
3. [[Guðlaugur Friðþórsson]] sjómaður í Eyjum, f. 24. september 1961. Sambúðarkona [[María Tegeder]].<br>
4. Andvana fæddur drengur 1968.<br>
4. Andvana fæddur drengur 1968.<br>

Núverandi breyting frá og með 9. ágúst 2024 kl. 11:55

Margrét Karlsdóttir.

Margrét Karlsdóttir frá Húsavík, S.-Þing., húsfreyja fæddist 8. janúar 1930 á Vegamótum þar og lést 2. október 2022.
Foreldrar hennar voru Kristján Karl Stefánsson frá Hellulandi í S.-Þing., verkamaður, f. 11. maí 1897 á Fótaskinni (síðar Helluland) í Aðaldal, S.-Þing., d. 4. júní 1967, og kona hans Sigfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1904 á Höskuldsstöðum í Reykjadal í S.-Þing., d. 21. september 1998.

Systir Margrétar var Guðný Stefanía Karlsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1945, d. 8. mars 2022. Maður hennar Ingi Steinn Ólafsson sjómaður, f. 22. apríl 1942.

Margrét var með foreldrum sínum til fullorðinsára.
Hún stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Laugum 1951-1952.
Margrét var fiskverkakona, vann á leikskóla og við ræstingar.
Þau Friðþór giftu sig 1953, eignuðust fimm börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu á Sólbergi, á Hásteinsvegi 9 við fæðingu Brynju 1956, á Sólbergi við fæðingu Guðlaugs 1961, en síðar á Illugagötu 49.
Friðþór lést 2004. Margrét dvaldi síðast í Hraunbúðum við Dalhrauni 3. Hún lést 2022.

I. Maður Margrétar, (4. október 1953), var Friðþór Guðlaugsson frá Sólbergi, vélvirkjameistari, f. 11. október 1926 á Vegbergi, d. 19. júní 2004.
Börn þeirra:
1. Stefán Friðþórsson lagerstjóri í Reykjavík, f. 27. mars 1954. Kona hans Svala Sigurðardóttir.
2. Brynja Friðþórsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 3. september 1956. Maður hennar Þorsteinn Þorsteinsson, látinn.
3. Guðlaugur Friðþórsson sjómaður í Eyjum, f. 24. september 1961. Sambúðarkona María Tegeder.
4. Andvana fæddur drengur 1968.
5. Sigurhanna Friðþórsdóttir húsfreyja, kennari, f. 25. ágúst 1972. Maður hennar Jón Atli Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.