„Jóhanna M. Ingólfsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. september 2022 kl. 11:35

Jóhanna Margrét Ingólfsdóttir.

Jóhanna Margrét Ingólfsdóttir húsfreyja fæddist 13. febrúar 1933 í Viðvík við Laugarnesveg í Reykjavík og lést 11. júní 2014 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Ingólfur Theodórsson netagerðarmeistari, f. 10. nóvember 1912 á Siglufirði, d. 14. mars 1988, og barnsmóðir hans Lára Sigurðardóttir matráðskona, f. 5. október 1898, d. 18. apríl 1973.

Barn Ingólfs og Láru Sigurðardóttur:
1. Jóhanna Margrét Ingólfsdóttir húsfreyja, vann við matreiðslu- og þjónustustörf, f. 13. febrúar 1933, d. 11. júní 2014.
Barn Ingólfs og Klöru Helenu Nilsen:
2. Kornelía Sóley Ingólfsdóttir verslunar- og skrifstofumaður, starfsmaður bókasafns, f. 2. október 1937, d. 6. desember 2010.
Barn Ingólfs og Unnar Fjólu Bjarnadóttur:
3. Amalía Stefánsdóttir, f. 17. september 1941. Hún var ættleidd.
Börn Ingólfs og Sigríðar Ingu Sigurðardóttur frá Skuld:
1. Sigurður Ingi Ingólfsson netagerðarmeistari, f. 28. janúar 1945 á Heiðarvegi 66. Kona hans Jóna Berg Andrésdóttir.
2. Elín Björg Ingólfsdóttir, f. 7. desember 1946 á Heiðarvegi 36, d. 13. desember 1946.
3. Hugrún Hlín Ingólfsdóttir bankastarfsmaður, f. 25. ágúst 1948 á Heiðarvegi 36, d. 3. maí 2003. Fyrrum maður hennar Alfreð Guðmundsson. Fyrrum maður hennar Jónas Traustason. Maður hennar Baldur Þór Baldvinsson.
4. Kristín Hrönn Ingólfsdóttir snyrtifræðingur í Danmörku, f. 23. október 1960. Maður hennar Pierre Schwartz.
5. Elfa Dröfn Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 28. september 1962. Maður hennar Páll Magnússon.
6. Harpa Fold Ingólfsdóttir fiskifræðingur, tvíburi, f. 28. september 1962.

Jóhanna var með móður sinni í æsku, en var með föður sínum og Sigríði Ingu um skeið í Eyjum, sat þar í 1. bekk Gagnnfræðaskólans 1947-1948.
Hún lauk prófi í Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði 1954.
Jóhanna var þerna í Valhöll á Þingvöllum, vann matreiðslu- og þjónustustörf stóran hluta starfsævi sinnar, lengst við mötuneyti Reykjavíkurborgar og mötuneyti eldri borgara í Lönguhlíð 3. Þau Sveinn ráku með öðrum verslunina Skósel við Laugaveg í nokkur ár.
Þau Sveinn giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap sinn í Viðvík í Reykjavík, en fluttu fljótlega til Norðurfjarðar á Ströndum, þar sem Sveinn var kaupfélagsstjóri. Þaðan fluttu þau til Skagastrandar, þá til Sauðárkróks og síðan til Reykjavíkur 1966. Þau bjuggu þar á Hrísateigi 43, á Kleppsveginum frá 1975, fyrst á númer 42 og síðustu árin á númer 62.
Jóhanna lést 2014.

I. Maður Jóhönnu, (10. mars 1956), er Sveinn Björgvin Sigmundsson frá Melum í Árneshreppi á Ströndum, kaupmaður, kaupfélagsstjóri, f. 27. febrúar 1932 í Árnesi. Foreldrar hans voru Sigmundur Guðmundsson, f. 26. janúar 1908, d. 12. júní 1994 og kona hans Sigrún Guðmundsdóttir, f. 21. júní 1895, d. 20. mars 1973.
Börn þeirra:
1. Lára Sveinsdóttir íþróttakennari, f. 22. ágúst 1955. Sambúðarmaður hennar Gunnar Svavarsson.
2. Sigrún Sveinsdóttir lyfjafræðingur, f. 3. desember 1956. Sambúðarmaður hennar Gunnlaugur Júlíusson.
3. Katrín Sveinsdóttir kírópraktor, f. 27. júlí 1962. Fyrrum maður hennar Gunnar Jónatansson. Maður hennar Björn Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.