„Ingólfur Theodórsson“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ingólfur Theodórsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Ingólfur Theodórsson SDBL. 1988.jpg|thumb|258x258dp|''Ingólfur Theodórsson.]] | [[Mynd:Ingólfur Theodórsson SDBL. 1988.jpg|thumb|258x258dp|''Ingólfur Theodórsson.]] | ||
'''Marteinn ''Ingólfur'' Theodórsson''' frá Siglufirði fæddist þar 10. nóvember 1912 og lést 14. mars 1988.<br> | '''Marteinn ''Ingólfur'' Theodórsson''' frá Siglufirði, netagerðarmeistari fæddist þar 10. nóvember 1912 og lést 14. mars 1988.<br> | ||
Foreldrar hans voru Jónas ''Theodór'' Pálsson skipstjóri, f. 27. janúar 1873, d. 4. febrúar 1957, og kona hans Guðrún Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, vökukona, f. 5. september 1892, d. 25. júní 1965. | Foreldrar hans voru Jónas ''Theodór'' Pálsson skipstjóri, f. 27. janúar 1873, d. 4. febrúar 1957, og kona hans Guðrún Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, vökukona, f. 5. september 1892, d. 25. júní 1965. | ||
Útgáfa síðunnar 6. september 2022 kl. 11:17
Marteinn Ingólfur Theodórsson frá Siglufirði, netagerðarmeistari fæddist þar 10. nóvember 1912 og lést 14. mars 1988.
Foreldrar hans voru Jónas Theodór Pálsson skipstjóri, f. 27. janúar 1873, d. 4. febrúar 1957, og kona hans Guðrún Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, vökukona, f. 5. september 1892, d. 25. júní 1965.
Ingólfur var með foreldrum sínum á Siglufirði 1920.
Hann lærði netagerð hjá Birni Benediktssyni í Reykjavík.
Ingólfur byrjaði störf við net 15 ára gamall, stofnaði fyrirtæki í Reykjavík og rak það.
Hann flutti til Eyja 1939, stofnaði fyrirtæki sitt Netagerð Ingólfs 1947, stundaði umfangsmikla starfsemi við framleiðslu og viðhald veiðarfæra. Hann fylgdi oft bátum til Norðurlands til þjónustu við þá á síldveiðum.
Þau Sigríður ráku gistihús að Höfðavegi 16.
Ingólfur eignaðist barn með Láru 1933, með Klöru 1937 og með Unni Fjólu 1941.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra fárra daga gamalt. Þau bjuggu á Heiðarvegi 36 og síðar að Höfðavegi 16.
I. Barnsmóðir Ingólfs var Lára Sigurðardóttir matráðskona, f. 5. október 1898, d. 18. apríl 1973.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Margrét Ingólfsdóttir, vann við matreiðslu- og þjónustustörf, f. 13. febrúar 1933, d. 11. júní 2014.
II. Barnsmóðir Ingólfs var Klara Helena Nilsen, f. 6. ágúst 1915, d. 20. júní 2002.
Barn þeirra:
2. Kornelía Sóley Ingólfsdóttir verslunar- og skrifstofumaður, starfsmaður bókasafns, f. 2. október 1937, d. 6. desember 2010.
III. Barnsmóðir Ingólfs var Unnur Fjóla Bjarnadóttir, f. 2. janúar 1920, d. 15. febrúar 2010.
Barn þeirra, ættleitt:
3. Amalía Stefánsdóttir, f. 17. september 1941.
IV. Kona Ingólfs er Sigríður Inga Sigurðardóttir frá Skuld, húsfreya, f. 14. apríl 1925.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ingi Ingólfsson netagerðarmeistari, útgerðarmaður, f. 28. janúar 1945 á Heiðarvegi 66. Kona hans Jóna Berg Andésdóttir.
2. Elín Björg Ingólfsdóttir, f. 7. desember 1946 á Heiðarvegi 36, d. 13. desember 1946.
3. Hugrún Hlín Ingólfsdóttir bankastarfsmaður, f. 25. ágúst 1948 á Heiðarvegi 36, d. 3. maí 2003. Fyrrum maður hennar Alfreð Guðmundsson. Fyrrum maður hennar Jónas Traustason. Maður hennar Baldur Þór Baldvinsson.
4. Kristín Hrönn Ingólfsdóttir snyrtifræðingur í Danmörku, f. 23. október 1960. Maður hennar Pierre Schwartz.
5. Elfa Dröfn Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 28. september 1962. Maður hennar Páll Kristrúnar Magnússon.
6. Harpa Fold Ingólfsdóttir fisktæknir, tvíburi, f. 28. september 1962.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.