„Jónas St. Lúðvíksson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jónas Steinar Lúðvíksson''' verkamaður, bifreiðastjóri, aflesari, rithöfundur fæddist 6. mars 1919 í Reykholti og lést 2. maí 1973 í Reykjavík.<br> Foreldrar hans voru Lúðvík Júlíus Hjörtþórsson verkamaður, verkstjóri, f. 5. júlí 1892, d. 13. október 1973, og kona hans Bjarnhildur Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. janúar 1890, d. 30. október 1963. Börn Bjarnhildar og Lúðvíks:<br> 1. Sigrún Lúðvíksdóttir (Brautarholti)|Sigr...)
 
m (Verndaði „Jónas St. Lúðvíksson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 21. maí 2022 kl. 14:47

Jónas Steinar Lúðvíksson verkamaður, bifreiðastjóri, aflesari, rithöfundur fæddist 6. mars 1919 í Reykholti og lést 2. maí 1973 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Lúðvík Júlíus Hjörtþórsson verkamaður, verkstjóri, f. 5. júlí 1892, d. 13. október 1973, og kona hans Bjarnhildur Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. janúar 1890, d. 30. október 1963.

Börn Bjarnhildar og Lúðvíks:
1. Sigrún Lúðvíksdóttir, f. 9. apríl 1916 á Grundarbrekku, d. 5. september 2003.
2. Jónas St. Lúðvíksson, f. 6. mars 1919 í Reykholti, d. 2. maí 1973.

Jónas var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk námi í 2. bekk Gagnfræðaskólans 1935.
Jónas vann verkamannastörf, var bifreiðastjóri um skeið og síðan aflestrarmaður hjá Rafveitunni.
Jónas ritaði bókina Sjóslys og svaðilfarir. Ægisútgáfan gaf út 1966. Þetta eru sannar frásagnir innlendar og þýddar erlendar. Auk þess gerði hann þýðingar.
Þau Guðlaug giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu. Þau bjuggu í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 og að Vestmannabraut 72 .
Jónas bjó síðast á Heiði við Breiðholtsveg. Hann lést 1973.

I. Kona Jónasar, (skildu 1958), var Guðlaug Björg Sveinsdóttir, f. 16. febrúar 1920 í Reykjavík, d. 7. maí 2004.
Börn þeirra:
1. Lúðvík Per Jónasson, f. 16. febrúar 1948 í Langa-Hvammi, d. 27. september 2006.
2. Soffía Jónasdóttir hárgreiðslukona, f. 23. desember 1951 á Vestmannabraut 72.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.