„Jóna Sigríður Markúsdóttir (Stakkholti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jóna Sigríður Markúsdóttir''' frá Stakkholti, húsfreyja fæddist 30. maí 1923 í Eyjum og lést 6. mars 1988. <br> Foreldrar hennar voru Markús Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 26. júlí 1893, d. 3. mars 1924 og kona hans Þuríður Pálsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 2. júlí 1889, d. 23. sept. 1978. Börn Þuríðar og Markúsar:<br> 1. Gunnar Markússon (skólastjóri)|Gu...) |
m (Verndaði „Jóna Sigríður Markúsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 18. janúar 2022 kl. 14:08
Jóna Sigríður Markúsdóttir frá Stakkholti, húsfreyja fæddist 30. maí 1923 í Eyjum og lést 6. mars 1988.
Foreldrar hennar voru Markús Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 26. júlí 1893, d. 3. mars 1924 og kona hans Þuríður Pálsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 2. júlí 1889, d. 23. sept. 1978.
Börn Þuríðar og Markúsar:
1. Gunnar Markússon skólastjóri, síðast í Þorlákshöfn, f. 18. október 1918, d. 20. júlí 1997.
2. Kjartan Markússon vélvirki, málmsteypumaður í Hafnarfirði, f. 29. maí 1921, d. 10. apríl 2003.
3. Jóna Sigríður Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. maí 1923 í Stakkholti, d. 6. mars 1988.
Fóstursonur Þuríðar var
4. Helgi Ragnar Maríasson bókhaldari í Noregi, f. 8. nóvember 1939, d. 20. maí 2001.
Jóna var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hennar lést, er hún var á fyrsta ári sínu.
Fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar 1934.
Jóna var berklaveik og var langdvölum á Vífilsstöðum, en vann við sælgætisgerð síðustu ár sín.
Þau Grímur giftu sig 1949, eignuðust kjörbarn. Þau bjuggu í Stóragerði í Reykjavík.
Jóna Sigríður lést 1988 og Grímur Stefán 2002.
I. Maður Jónu Sigríðar, (9. júlí 1949), var Grímur Stefán Bachmann úr Reykjavík, rennismiður, f. 1. desember 1921, d. 22. október 2002. Foreldrar hans voru Geir Bachmann vélstjóri, f. 1. maí 1892, d. 19. maí 1964, og Helga Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1888 á Heylæk í Fljótshlíð, d. 7. október 1970.
Barn þeirra, (kjörbarn):
1. Anna Þórdís Grímsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1955. Maður hennar Sveinn Ingi Lýðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 2. nóvember 2002. Minning hjónanna.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.