Þuríður Pálsdóttir (Stakkholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þuríður Pálsdóttir húsfreyja í Stakkholti fæddist 2. júlí 1889 á Reynifelli í Rang. og lést 23. september 1978.
Foreldrar hennar voru Páll Jónsson frá Gaddstöðum á Rangárvöllum, þá vinnumaður á Reynifelli, síðar bóndi á Gaddstöðum og í Bakkakoti á Rangárvöllum, f. 30. nóvember 1857, d. 11. apríl 1938, og kona hans Salvör Jensdóttir frá Moldnúpi u. Eyjafjöllum, þá vinnukona á Reynifelli, síðar húsfreyja á Gaddstöðum og í Bakkakoti og bóndi í Bakkakoti 1938-1940, f. 12. september 1862, d. 25. júní 1945.

Þuríður var með foreldrum sínum á Reynifelli 1890, vinnukona þar 1901 og 1910.
Þau Markús giftu sig 1917, eignuðust þrjú börn. Þau voru vinnuhjú á Stóra-Hrauni á Eyrarbakka við giftingu 1917. Bústaður þeirra var Eima á Eyrarbakka 1920.
Þau fluttu til Eyja 1922. Markús lést 1924.
Þuríður bjó með þrem börnum sínum í Stakkholti 1930, vann verkakvennastörf. Hún flutti með börnin til Hafnarfjarðar 1934, tók Helga í fóstur tveggja ára að foreldrum hans látnum og ól hann upp.
Hún dvaldi síðast á Sólvangi í Hafnarfirði.
Hún lést 1978.

I. Maður Þuríðar, (10. ágúst 1917 á Stóra-Hrauni á Eyrarbakka), var Markús Jónsson frá Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður, f. 26. júlí 1893, d. 3. mars 1924.
Börn þeirra:
1. Gunnar Markússon skólastjóri, síðast í Þorlákshöfn, f. 18. október 1918, d. 20. júlí 1997.
2. Kjartan Markússon vélvirki, málmsteypumaður í Hafnarfirði, f. 29. maí 1921, d. 10. apríl 2003.
3. Jóna Sigríður Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. maí 1923 í Stakkholti, d. 6. mars 1988.
Fóstursonur Þuríðar var
4. Helgi Ragnar Maríasson bókhaldari í Noregi, f. 8. nóvember 1939, d. 20. maí 2001.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.