Kjartan Markússon (Stakkholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kjartan Markússon.

Kjartan Markússon vélvirki, málmsteypumaður í Hafnarfirðir fæddist 29. maí 1921 í Eimu á Eyrarbakka og lést 10. apríl 2003 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Markús Jónsson frá Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður, f. þar 26. júlí 1893, d. 3. mars 1924 í Eyjum, og kona hans Þuríður Pálsdóttir frá Reynifelli á Rangárvöllum, húsfreyja, verkakona, f. þar 2. júlí 1889, d. 23. september 1978 í Hafnarfirði.

Börn Þuríðar og Markúsar:
1. Gunnar Markússon skólastjóri, síðast í Þorlákshöfn, f. 18. október 1918, d. 20. júlí 1997.
2. Kjartan Markússon vélvirki, málmsteypumaður í Hafnarfirði, f. 29. maí 1921, d. 10. apríl 2003.
3. Jóna Sigríður Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. maí 1923 í Stakkholti, d. 6. mars 1988.
Fóstursonur Þuríðar var
4. Helgi Ragnar Maríasson bókhaldari í Noregi, f. 8. nóvember 1939, d. 20. maí 2001. Kona hans Dóra Björg Óskarsdóttir.

Kjartan fluttist til Eyja með foreldrum sínum, var með þeim skamma stund, en faðir hans lést, er Kjatan var tæpra þriggja ára. Hann var með móður sinni og fluttist með henni til Hafnarfjarðar 1934.
Kjartan lærði vélvirkjun og málmsteypu og vann við iðnina í Vélsmiðju Hafnarfjarðar og síðan í Álverinu í Straumsvík.
Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum, var í fimleikaflokki og frjálsum íþróttum, var lengi í stjórn FH, formaður um skeið, og var kjörinn heiðursfélagi þess 1994. Einnig sat hann í stjórn Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.
Þau Guðrún giftu sig 1944, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Sólvangsvegi í Hafnarfirði.
Kjartan lést 2003 og Guðrún 2018.

I. Kona Kjartans, (25. nóvember 1944), var Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1923, d. 30. nóvember 2018. Foreldrar hennar voru Guðmundur Illugason lögreglumaður, hreppstjóri á Seltjarnarnesi, æviskrárritari, f. 21. júní 1899, d. 25. september 1986, og kona hans Halla Guðrún Markúsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1901, d. 5. júní 1988.
Börn þeirra:
1. Hrefna Kjartansdóttir, f. 11. febrúar 1947. Maður hennar Marteinn Sverrisson.
2. Markús Þór Kjartansson, f. 8. ágúst 1951, d. 23. maí 1960.
3. Guðmundur Hallur Kjartansson, f. 12. október 1957. Kona hans Bente Johansen Kjartansson.
4. Kolbrún Erla Kjartansdóttir, f. 27. maí 1967. Maður hennar Auðunn Hjaltason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.