„Sævar Jóhannesson (Kirkjulundi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sævar Brynjólfsson (Kirkjulundi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. janúar 2022 kl. 21:03

Jóhannes Sævar Jóhannesson frá Kirkjulundi, pípulagningameistari, slökkviliðsmaður, umsjónarmaður fæddist 15. júlí 1941 á Hásteinsvegi 5 og lést 20. mars 2008.
Foreldrar hans voru Jóhannes Brynjólfsson verslunarmaður, forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973, og kona hans Þórunn Alda Björnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 20. apríl 1915 á Kirkjulandi, d. 9. desember 2012.

Börn Öldu og Jóhannesar:
1. Lára Halla Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 25. október 1935 á Kirkjulandi. Maður hennar er Páll Sigurðarson járnsmiður.
2. Birna Valgerður Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 10. október 1937 á Urðavegi 43, Skálholti. Maður hennar er Jóhann Ingi Einarsson frá Götu, pípulagningameistari.
3. Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 8. apríl 1940 á Hásteinsvegi 5. Maður hennar er Adólf Bjarnason stórkaupmaður.
4. Jóhannes Sævar Brynjólfsson pípulagningameistari, slökkviliðsmaður, atvinnurekandi, umsjónarmaður, f. 15. júlí 1941 á Hásteinsvegi 5, d. 20. mars 2008. Kona hans var Ágústa Guðfinna María Ágústsdóttir sjúkraliði, látin.
5. Brynjólfur Jóhannesson sjúkrahússtarfsmaður, f. 21. júní 1953 í Sjúkrahúsinu. Kona hans er María Björg Filippusdóttir húsfreyja, sjúkrahússtarfsmaður.

Sævar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1957, lærði pípulagnir hjá Sigurði Þorkelssyni í Reykjavík. varð sveinn 1964 og fékk meistararéttindi 1968.
Hann vann hjá Slökkviliði Reykjavíkur frá 1969, varð fastráðinn 1971 og varð aðstoðarvarðstjóri 1. janúar 1975, var formaður í Brunavarðafélagi Reykjavíkur 1979-1982 og sat á sama tíma í stjórn Námsdaga norrænna slökkviliðsmanna. Hann var mjög virkur í öðrum störfum fyrir félagið og á þingum Landssambands slökkviliðsmanna.
Sævar sat í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkur fyrir slökkviliðsmenn, varamaður árin 1974-1980 og aðalmaður 1980-1982. Þá var hann í samninganefnd félagsins 1980.
Árið 1985 stofnaði hann fyrirtækið Prófun ehf. Það rak hann ásamt konu sinni meðfram slökkviliðsstörfunum þar til hann lét af störfum hjá slökkviliðinu vorið 1990 og snéri sér alfarið að rekstri fyrirtækisins. Haustið 2001 seldi hann reksturinn til Slökkvitækjaþjónustunnar og vann þar til haustsins 2004. Hann starfaði hjá Landvélum hf. þar til hann hóf aftur störf hjá slökkviliðinu vorið 2005 og starfaði þar við eftirlit á öndunarbúnaði til dauðadags.
Þau Ágústa Guðfinna María giftu sig 1966, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu síðast í Suðurtúni 19 á Álftanesi.
Sævar lést 2008 og Ágúst 2013.

I. Kona Sævars, (17. desember 1966), var Ágústta Guðfinna María Ágústsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 7. mars 1936, d. 12. október 2013. Foreldrar hennar voru Ágúst Einarsson Hansen, f. 5. september 1898, d. 7. febrúar 1938, og kona hans Ingibjörg Svava Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1901, d. 5. júní 1978.
Börn þeirra:
1. Svava Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari, f. 18. janúar 1964. Barnsfaðir hennar Bogi Sigurðsson.
2. Alda Lára Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 3. júní 1967. Maður hennar Halldór Klemenzson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.