„Marteinn Guðjónsson (Dyrhólum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Marteinn Guðjónsson''' frá Dyrhólum við Hásteinsveg 15b, sjómaður, netagerðarmaður fæddist þar 7. maí 1924 og lést 30. maí 2005.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Pétur Valdason útgerðarmaður, skipstjóri, f. 4. nóvember 1893 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 17. ágúst 1989, og síðari kona hans Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1895 í Pétursey í Mýrdal...)
 
m (Verndaði „Marteinn Guðjónsson (Dyrhólum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 4. janúar 2022 kl. 10:06

Marteinn Guðjónsson frá Dyrhólum við Hásteinsveg 15b, sjómaður, netagerðarmaður fæddist þar 7. maí 1924 og lést 30. maí 2005.
Foreldrar hans voru Guðjón Pétur Valdason útgerðarmaður, skipstjóri, f. 4. nóvember 1893 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 17. ágúst 1989, og síðari kona hans Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1895 í Pétursey í Mýrdal, d. 8. janúar 1991.

Börn Guðbjargar og Guðjóns:
1. Þorsteinn Guðjónsson, f. 17. júlí 1922, d. 7. október 1922.
2. Marteinn Guðjónsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 7. maí 1924 á Dyrhólum, d. 30. maí 2005.
3. Þorsteina Bergrós Guðjónsdóttir, f. 24. júlí 1927, d. 4. desember 1928.
4. Ósk Guðjónsdóttir húsfeyja, f. 5. janúar 1931 á Dyrhólum, d. 17. apríl 2013.

Börn Guðjóns og Margrétar Símonardóttur fyrri konu hans:
5. Bergur Elías Guðjónsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 10. júní 1913, d. 7. júní 2003.
6. Ragnhildur Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja á Kaldrananesi í Mýrdal, f. 28. maí 1915, d. 5. júní 1990.
7. Klara Guðjónsdóttir, f. 30. júlí 1916, d. 16. desember 1935.

Marteinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði sjómennsku frá ungum aldri, varð síðan netagerðarmaður.
Marteinn hafði mikinn áhuga á íþróttum, var um skeið þjálfari í knattspyrnu og starfaði við Íþróttamiðstöðina síðari ár sín. Einnig var hann áhugasamur golfari og vann mikið fyrir Golfklúbb Vestmannaeyja.
Þau Kristín hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu á Dyrhólum, en síðan í húsi sínu við Illugagötu 6.
Marteinn lést 2005.

I. Sambúðarkona Marteins var Kristín Einarsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, netagerðarkona, f. 4. maí 1923, d. 5. júlí 2009.
Barn þeirra:
1. Tryggvi Marteinsson sjómaður, f. 12. ágúst 1944. Kona hans Gréta Steindórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.