Guðbjörg Þorsteinsdóttir (Dyrhólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Þorsteinsdóttir frá Pétursey í Mýrdal, húsfreyja á Dyrhólum við Hásteinsveg 15b fæddist 29. júlí 1895 í Pétursey og lést 8. janúar 1991.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Pétursson bóndi á Rauðhálsi í Mýrdal, f. 23. júlí 1861 á Vatnsskarðshólum þar, d. 12. júlí 1946 á Rauðhálsi, og kona hans Bergljót Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1861 í Gunnarsholti í Mýrdal, d. 3. janúar 1945 á Rauðhálsi.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku og til 1921.
Hún fór til Eyja 1921.
Þau Guðjón giftu sig 1922, eignuðust 4 börn, en misstu tvö þeirra á fyrsta ári sínu. Þau bjuggu á Dyrhólum.
Guðjón lést 1989 og Guðbjörg 1991.

I. Maður Guðbjargar, (11. nóvember 1922), var Guðjón Pétur Valdason útgerðarmaður, skipstjóri, f. 4. nóvember 1893 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 17. ágúst 1989.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Guðjónsson, f. 17. júlí 1922, d. 7. október 1922.
2. Marteinn Guðjónsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 7. maí 1924 á Dyrhólum, d. 30. maí 2005.
3. Þorsteina Bergrós Guðjónsdóttir, f. 24. júlí 1927, d. 4. desember 1928.
4. Ósk Guðjónsdóttir húsfeyja, f. 5. janúar 1931 á Dyrhólum, d. 17. apríl 2013.
Börn Guðjóns og fyrri konu hans Margrétar Símonardóttur og fósturbörn Guðbjargar:
5. Bergur Elías Guðjónsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 10. júní 1913, d. 7. júní 2003.
6. Ragnhildur Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja á Kaldrananesi í Mýrdal, f. 28. maí 1915, d. 5. júní 1990.
7. Klara Guðjónsdóttir, f. 30. júlí 1916, d. 16. desember 1935.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.