„Þorsteinn Einarsson (kennari)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Þorsteinn Einarsson. '''Þorsteinn Einarsson''' úr Reykjavík, kennari, íþróttafulltrúi ríkisins, íþróttaþjálfari, íþrót...) |
m (Verndaði „Þorsteinn Einarsson (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 10. desember 2021 kl. 19:22
Þorsteinn Einarsson úr Reykjavík, kennari, íþróttafulltrúi ríkisins, íþróttaþjálfari, íþróttafrömuður, afreksmaður í íþróttum fæddist 23. nóvember 1911 og lést 5. janúar 2001.
Foreldrar hans voru Einar Þórðarson verslunarmaður, slökkviliðsmaður, bifreiðastjóri, f. 15. júlí 1880, d. 7. ágúst 1966, og kona hans Guðríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1883, d. 14. janúar 1966.
Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1932.
Þorsteinn var kennari við Gagnfræðaskólann í Eyjum 1934-1941, var skipaður íþróttafulltrúi ríkisins 1941 og gegndi því starfi til 1981.
Hann var formaður Íþróttaráðs Vestmannaeyja 1934-1941, félagsforingi skátafélagsins Faxa í Eyjum 1938-1941, í stjórn Bandalags íslenskra skáta 1942-1952, varaskátahöfðingi 1948-1959, í stjórn Dýraverndunarfélags Íslands 1959-1972, formaður skólanefndar Íþróttakennaraskóla Íslands 1943-1981, framkvæmdastjóri íþróttanefndar ríkisins 1941-1981, framkvæmdastjóri félagsheimilasjóðs 1948-1981, í blaðstjórn íþróttablaðsins og ritnefnd 1943-1969 og í bókaútgáfunefnd ÍSÍ 1950-1951. Hann sat í fræðslunefnd ÍSÍ og í stjórn Félags áhugamanna um íþróttir fyrir aldraða.
Þorsteinn var Íslandsmeistari í kúluvarpi og hástökki nokkrum sinnum og átti Íslandsmet í kúluvarpi fyrir um 90 árum. Hann þótti glíma afburða vel og hlaut fegurðarverðlaunin, Stefnuhornið, og titilinn "Glímusnillingur Íslands" í Íslandsglímunni árið 1932. Árið 1929 tók Þorsteinn þátt í fjölmennri glímusýningarför til Þýskalands á vegum glímufélagsins Ármanns og árið 1932 var hann meðal glímumanna félagsins, sem sýndu list sína í Svíþjóð á íslenskri viku, sem þar var haldin. Svo var Þorsteinn með í fjölmennu föruneyti íþróttakennara sem boðnir voru á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Þar var hann m.a. fenginn til að sýna glímu á leikunum ásamt Þorgeiri Sveinbjarnarsyni.
Rit:
Skólaíþróttir I-II (ásamt öðrum).
Frjálsar íÞróttir (ásamt öðrum).
Skólaíþróttir, fjölritað blað.
Fuglalíf í Vestmannaeyjum í Árbók Ferðafélags Íslands 1948.
Greinar í Náttúrufræðingnum og Dýraverndaranum um fugla.
Í Menntamálum, Skinfaxa, Íþróttablaðinu og víðar um íþróttamál og félagsheimili, m.a. íþróttaþættir í Skinfaxa frá 1941.
Fuglahandbókin.
Ritið Glíma á ensku.
Kennslubók í íþróttum.
Þau Ásdís Guðbjörg giftu sig í Eyjum 1934, eignuðust tíu börn, þar af fjögur í Eyjum. Þau bjuggu á Hól meðan þau voru í Eyjum, en lengst á Laugarásvegi 47 eftir flutning til Reykjavíkur.
Ásdís lést 2000 og Þorsteinn 2001.
Kona Þorsteins, (17. febrúar 1934 í Eyjum), var Ásdís Guðbjörg Jesdóttir frá Hól, húsfreyja, f. 29. ágúst 1911, d. 23. ágúst 2000.
Börn þeirra:
1. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt, f. 5. september 1934. Kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir.
2. Hildur Sigurlín Þorsteinsdóttir kennari, f. 16. ágúst 1937. Maður hennar Guðmundur Heiðar Sigurðsson.
3. Ágúst Þorsteinsson ketilsmiður, öryggisfulltrúi, f. 9. apríl 1939. Kona María Helga Hjálmarsdóttir.
4. Guðni Þorsteinsson læknir í Bandaríkjunum, f. 5. ágúst 1941. Kona hans Elin Klein.
5. Ásdís Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1945. Fyrrum maður hennar Róbert Bender.
6. Sólveig Þorsteinsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 23. febrúar 1947. Maður hennar Gunnar Valtýsson.
7. Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 4. desember 1948. Maður hennar Ólafur Guðmundur Einarsson Sæmundsen.
8. Eiríkur Þorsteinsson trétæknir, f. 4. desember 1948. Kona hans Hulda Halldórsdóttir.
9. Gísli Ingimundur Þorsteinsson lögreglumaður, f. 3. ágúst 1952. Fyrrum kona hans Þórdís Þórhallsdóttir.
10. Soffía Þorsteinsdóttir fóstra, f. 17. desember 1954. Fyrrum maður hennar Gísli Jónsson. Maður hennar Daði Guðbjörnsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 12. janúar 2001. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.