Ágúst Þorsteinsson (Hól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ágúst Þorsteinsson.

Ágúst Þorsteinsson frá Hóli við Miðstræti 5a, plötu- og ketilsmíðameistari, öryggisfulltrúi, forstjóri, kennari fæddist þar 9. apríl 1939.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Einarsson kennari, íþróttafulltrúi, f. 23. nóvember 1911, d. 5. janúar 2001, og kona hans Ásdís Guðbjörg Jesdóttir frá Hól, húsfreyja, f. 29. ágúst 1911, d. 23. ágúst 2000.

Börn Ásdísar og Þorsteins:
1. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt, f. 5. september 1934. Kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir.
2. Hildur Sigurlín Þorsteinsdóttir kennari, f. 16. ágúst 1937. Maður hennar Guðmundur Heiðar Sigurðsson.
3. Ágúst Þorsteinsson ketilsmiður, öryggisfulltrúi, f. 9. apríl 1939. Kona María Helga Hjálmarsdóttir.
4. Guðni Þorsteinsson læknir í Bandaríkjunum, f. 5. ágúst 1941. Kona hans Elin Klein.
5. Ásdís Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1945. Fyrrum maður hennar Róbert Bender.
6. Sólveig Þorsteinsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 23. febrúar 1947. Maður hennar Gunnar Valtýsson.
7. Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 4. desember 1948. Maður hennar Ólafur Guðmundur Einarsson Sæmundsen.
8. Eiríkur Þorsteinsson trétæknir, f. 4. desember 1948. Kona hans Hulda Halldórsdóttir.
9. Gísli Ingimundur Þorsteinsson lögreglumaður, f. 3. ágúst 1952. Fyrrum kona hans Þórdís Þórhallsdóttir.
10. Soffía Þorsteinsdóttir fóstra, f. 17. desember 1954. Fyrrum maður hennar Gísli Jónsson. Maður hennar Daði Guðbjörnsson.

Ágúst var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1941.
Hann lauk sveinsprófi í plötu- og ketilsmíði 1959, fékk meistararéttindi 1962. Hann var við tækninám í Þýskalandi 1961-1962, var við nám í öryggisfræðum þar 1971.
Ágúst var yfirverkstjóri hjá Olíuverslun Íslands 1963-1971, öryggisfulltrúi hjá Íslenska álfélaginu 1971-1976. Hann var forstjóri Landsmiðjunar 1976-1983, en rak síðan eigið fyrirtæki, Öryggiskeðjuna. Hann var stundakennari við Tækniskóla Íslands, Iðntæknistofnun, við Verkstjórnarfræðsluna, Fiskvinnsluskólann og fl.
Þau María Helga giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Ágústs, (11. febrúar 1961), er María Helga Hjálmarsdóttir húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 28. febrúar 1942. Foreldrar hennar Hjálmar G. Stefánsson verslunarmaður, f. 23. desember 1909, d. 21. júní 1990, og kona hans Þórdís Jóhanna Hansdóttir húsfreyja, atvinnurekandi, f. 16. janúar 1918, d. 8. mars 1984.
Börn þeirra:
1. Þórdís Erla Ágústsdóttir ljósmyndari, kennari, leiðsögumaður, f. 24. desember 1961. Fyrrum maður hennar Remy Fenzy.
2. Ásdís Helga Ágústsdóttir arkitekt, f. 19. mars 1964. Maður hennar Páll Ásgrímsson.
3. Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir listamaður, hönnuður, kennari, f. 13. júlí 1965. Maður hennar Björn Ásgrímsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.