Jes Einar Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jes Einar Þorsteinsson.

Jes Einar Þorsteinsson arkitekt fæddist 5. september 1934 á Hól við Miðstræti 4.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Einarsson kennari, íþróttafulltrúi, f. 23. nóvember 1911, d. 5. janúar 2001, og kona hans Ásdís Guðbjörg Jesdóttir frá Hóli, húsfreyja, f. 29. ágúst 1911, d. 23. ágúst 2000.

Börn Ásdísar og Þorsteins:
1. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt, f. 5. september 1934. Kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir.
2. Hildur Sigurlín Þorsteinsdóttir kennari, f. 16. ágúst 1937. Maður hennar Guðmundur Heiðar Sigurðsson.
3. Ágúst Þorsteinsson ketilsmiður, öryggisfulltrúi, f. 9. apríl 1939. Kona María Helga Hjálmarsdóttir.
4. Guðni Þorsteinsson læknir í Bandaríkjunum, f. 5. ágúst 1941. Kona hans Elín Klein.
5. Ásdís Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1945. Fyrrum maður hennar Róbert Bender.
6. Sólveig Þorsteinsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 23. febrúar 1947. Maður hennar Gunnar Valtýsson.
7. Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 4. desember 1948. Maður hennar Ólafur Guðmundur Einarsson Sæmundsen.
8. Eiríkur Þorsteinsson trétæknir, f. 4. desember 1948. Kona hans Hulda Halldórsdóttir.
9. Gísli Ingimundur Þorsteinsson lögreglumaður, f. 3. ágúst 1952. Fyrrum kona hans Þórdís Þórhallsdóttir.
10. Soffía Þorsteinsdóttir fóstra, f. 17. desember 1954. Fyrrum maður hennar Gísli Jónsson. Maður hennar Daði Guðbjörnsson.

Jes Einar var með foreldrum sínum í æsku, í Eyjum og Rvk.
Hann lauk stúdentsprófi í MR 1954, varð arkitekt í École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París 1967, nam málaralist í París 1954 til 1956, m.a. á Académie de la Grande Chaumière.
Jes Einar rak vinnustofu frá 1967.
Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra námsmanna í París 1961, formaður þess í eitt ár. Hann sat í stjórn Arkitektafélags Íslands í sex ár, ritari 1970 til 1972, formaður 1984-1986 og varaformaður 1983-1987. Hann var formaður Fulltrúaráðs Arkitektafélagsins 1991, Jes Einar sat í stjórn listskreytingasjóðs 1983-1987, í stjórn Bandalags íslenskra listamanna 1983-1987.
Hann hélt tvær málverkasýningar í Ásmundarsal árin 1963 og 1964. Málverk keypt af Listasafni Ríkisins 1963.
Jes Einar hannaði eftirtaldar byggingar:
Íþróttahús og sundlaug Njarðvíkur, Bolungarvíkur, Borgarness, Reyðarfjarðar, Flateyrar, sundlaug í Grímsey, búningsherbergi og setlaug við Laugardalslaug, Kirkjubæjarskóli, Sjúkrahús Ísafjarðar, viðbygging við sjúkrahús systrareglu st. Franciskusar í Stykkishólmi og heilsugæslustöð, tónlistarskóli og bókasafn á Seltjarnarnesi, Heilsugæslustöð á Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýrdal, Hvolsvelli, Búðardal, Bolungarvík, Hólmavík, Þórshöfn, og á Fáskrúðsfirði. Hann hefur einnig hannað íbúðir fyrir aldraða í Vík í Mýrdal og einbýlishús.
Jes Einar var drengjameistari í kúluvarpi og kringlukasti 1952, Íslandsmeistariu með boðsundsveit Ármanns í 4x100 m fjórsundi 1953.
Viðurkenningar:
Viðurkenning í samkeppni um Húnavallaskóla 1964, í smkeppni um safnahús í Borgarnesi 1980, hlaut önnur til þriðju verðlaun í samkeppni um kirkju á Seltjarnarnesi.
Þau Ragnhildur Jónína giftu sig, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra nýfætt.

I. Kona Jess Einars er Ragnhildur Jónína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. nóvember 1941. Foreldrar hennar Sigurður Halldórsson bæjarstjóri, f. 5. desember 1909, d. 23. ágúst 1965, og Sigurrós Jónsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 14. september 1912, d. 17. maí 1993.
Börn þeirra:
1. Sigurður Halldór Jesson, f. 10. mars 1970.
2. Ásdís Sigurrós Jesdóttir, f. 1. september 1972.
3. Ragnhildur Jesdóttir, f. 5. júlí 1974, d. sama dag.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Samtíðarmenn: upplýsingar um ævi og störf tvö þúsund Íslendinga. Reykjavík. Vaka-Helgafell 1993. Ritstjóri Vilhelm G. Kristinsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.