Guðni Þorsteinsson (læknir)
Guðni Þorsteinsson læknir fæddist 5. ágúst 1941 á Hóli við Miðstræti 5.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Einarsson kennari, íþróttafulltrúi, f. 23. nóvember 1911, d. 5. janúar 2001, og kona hans Ásdís Guðbjörg Jesdóttir frá Hóli, húsfreyja, f. 29. ágúst 1911, d. 23. ágúst 2000.
Börn Ásdísar og Þorsteins:
1. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt, f. 5. september 1934. Kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir.
2. Hildur Sigurlín Þorsteinsdóttir kennari, f. 16. ágúst 1937. Maður hennar Guðmundur Heiðar Sigurðsson.
3. Ágúst Þorsteinsson ketilsmiður, öryggisfulltrúi, f. 9. apríl 1939. Kona María Helga Hjálmarsdóttir.
4. Guðni Þorsteinsson læknir í Bandaríkjunum, f. 5. ágúst 1941. Kona hans Elín Klein.
5. Ásdís Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1945. Fyrrum maður hennar Róbert Bender.
6. Sólveig Þorsteinsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 23. febrúar 1947. Maður hennar Gunnar Valtýsson.
7. Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 4. desember 1948. Maður hennar Ólafur Guðmundur Einarsson Sæmundsen.
8. Eiríkur Þorsteinsson trétæknir, f. 4. desember 1948. Kona hans Hulda Halldórsdóttir.
9. Gísli Ingimundur Þorsteinsson lögreglumaður, f. 3. ágúst 1952. Fyrrum kona hans Þórdís Þórhallsdóttir.
10. Soffía Þorsteinsdóttir fóstra, f. 17. desember 1954. Fyrrum maður hennar Gísli Jónsson. Maður hennar Daði Guðbjörnsson.
Guðni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð stúdent í M.R. 1961, lauk læknaprófi (varð cand.med.) í H.Í. 1968, lauk ameriska læknaprófinu 1975, amerísku sérfræðiprófi í orku- og endurhæfingarlækningum 1976, lauk M.Sc.-prófi Physical Medicine and Rehabilitation frá Univesity of Minnesota 1976. Hann fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 1970 og í Bandaríkjunum 1975, sérfræðingsleyfi í orku- og endurhæfingarlækningum í Bandaríkjunum 1977 og á Íslandi 1978. Hann hefur sótt fjölda ráðstefna og farið fjölda námsferða til að kynna sér sitthvað er varðar sérsvið hans.
Guðni var kandídat á handlækningadeild Lsp, á Kleppsspítala, fæðinga- og kvensjúkdómadeild Lsp, barnadeild og lyflækningadeild Lsp og á slysadeild Borgarspítalans. Hann var héraðslæknir í Djúpavogshéraði frá apríl 1970 til maí 1971.
Guðni var aðstoðarlæknir (Intern) við Presbyterian University of Pennsilvania Medical Center júní 1971-júní 1972, aðstoðarlæknir (Resident) við Mayo Graduate School of Medicine, Mayo Foundation, orku- og endurhæfingarlækningadeild frá júlí 1972 til júní 1975, special Clinical Fellow á sama stað í júlí 1975, sérfræðingur (Associate Consultant) á Mayo Clinic, Mayo Foundation, í september 1975 og síðan ráðgjafi í orku- og enurhæfinarlækningum frá mars 1976, jafnframt ráðgjafi í sömu grein við Rochester State Hospital frá maí 1976.
Guðni var yfirlæknir á Landspítalanum, endurhæfingardeild, frá júlí 1980 til maí 1981.
Hann var sérfræðingur á Mayo Clinic í Rochester, endurhæfingardeild, frá maí 1981 til júní 1991, yfirlæknir á St. Marys Hospital, Mayo Clinic endurhæfingardeild (legudeild), frá maí 1981 til 1985, yfirlæknir á endurhæfingardeild (göngudeild) á Mayo Clinic 1985-1988, yfirlæknir (Chairman) endurhæfingardeildar Mayo Clinic 1988-1991.
Guðni var sérfræðingur á Mayo Clinic í Jacksonville í Florida, endurhæfinardeild, frá 1991, og yfirlæknir (Chairman) þar frá sama tíma.
Hann var læknisfræðilegur ráðgjafi við Mayo Physical Therapy School í Rochester 1987-1991, kennari við Mayo Medical School frá mars 1977, haldið fjölda fyrirlestra um endurhæfingu og stjórnun við Mayo Graduate School of Medicine, Mayo Medical School, Rochester Community College, Rehabilitation Institute of Chicago, Rush- Presbyterian St. Lukes Medical Center, Marianjoy Rehab. Hospital í Chicago, Mount Sinai Hospital í New York og University in North Florida.
Guðni var ritari og gjaldkeri Minnesota Physiatric Society frá september 1977 til 1979, í framkvæmdanefnd þess frá sama tíma, í nefnd ,,Ár fatlaðra“ 1980-1981, formaður sjúklingakennslu við Mayo Clinic 1981-1990, í stjórn Rochester Center for Independent Living 1983-1987, formaður Program Commitee, Rochester Center for Independent Living 1983-1987, formaður gæðanefndar (quality control) Mayo Clinic í Jacksonville frá 1994. Hann hefur átt sæti í fjölda annarra nefnda og verið formaður þeirra.
Ritstörf:
Transcutaneous Electrical Stimulation: A double-blind Trial of its Efficacy (sérfræðiritgerð).
The Efficacy of Tanscutaneous Electrical Stimulation (M.Sc.-ritgerð).
Greinar í læknatímaritum og bókakaflar varðandi notkun á rafstraumum við lækningar, ,,Placebo“-áhrif rafstraums, á bakverki, mænuskaða, ,,Post-Polio Syndrome“, ,,Stiffmans Syndrome“ og stjórnun í endurhæfingu.
Viðurkenningar:
Guðni var valinn kennari ársins við endurhæfingardeild Mayo Clinic 1980.
Volunteer Recognition Award (Rochester Area Chamber of Commerce 1985.
Þau Elín giftu sig 1965, eignuðust tvö börn.
I. Kona Guðna, (10. apríl 1965), er Elín Klein húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 10. mars 1941 í Rvk. Foreldrar hennar Carl Georg Klein kjötiðnaðarmaður, trésmiður, f. 30. apríl 1919, d. 22. desember 1999, og kona hans Lilja Þóra Einarsdóttir Klein húsfreyja, f. 7. júlí 1921, d. 13. febrúar 2011.
Börn þeirra:
1. Arnar Karl Guðnason, viðskiptafræðingur, f. 27. maí 1967. Kona hans Christine Mary Carrieri.
2. Ásdís Þóra Guðnadóttir, bókmenntafræðingur, f. 2. september 1973.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.