„Bragi Júlíusson (verkstjóri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Bragi Júlíusson. '''Bragi Júlíusson''' úr Þykkvabæ, Rang., vélstjóri, vélvirki, verkstjóri fæddist 11. september 1953 í Nor...) |
m (Verndaði „Bragi Júlíusson (verkstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 10. nóvember 2021 kl. 11:05
Bragi Júlíusson úr Þykkvabæ, Rang., vélstjóri, vélvirki, verkstjóri fæddist 11. september 1953 í Norður-Nýjabæ þar og lést 20. júní 2021 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Júlíus Fjeldsteð Óskarsson bóndi, síðar umsjónarmaður í Keflavík, f. 13. apríl 1914 á Hellissandi, Snæf., d. 30. september 1992, og kona hans Guðmunda Erlendsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1920 á Ísafirði, d. 15. maí 1984.
Systir Braga í Eyjum var
1. Lilja Júlíusdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1951. Maður hennar Ólafur Guðmundsson vélstjóri.
Bragi var með foreldrum sínum í æsku og vann við bú foreldra sinna.
Hann nam við Vélskólann í Eyjum, lauk náminu í Reykjavík 1973, einnig lærði hann vélvirkjun í Eyjum og lauk því námi 1985.
Bragi var vélstjóri á ýmsum bátum frá Eyjum uns hann hóf nám í vélvirkjun.
Eftir að hann hætti sjómennsku var hann verkstjóri hjá Eimskip og Ísfélagi Vestmannaeyja (F.E.S.) fram að veikindum sínum.
Þau Sigþóra giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 9a, en síðar á Búastaðabraut 16.
Bragi lést 2021.
I. Kona Braga, (25. maí 1974), er Sigþóra Björgvinsdóttir frá Úthlíð, húsfreyja, f. 17. janúar 1954.
Börn þeirra:
1. Björg Ólöf Bragadóttir húsfreyja, þroskaþjálfi í Eyjum, f. 4. febrúar 1973. Maður hennar Valgeir Sigurjónsson frá Patreksfirði.
2. Gylfi Bragason rafvirki, f. 11. september 1980. Kona hans Edda Svandís Einarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 7. júlí 2021. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.