Lilja Júlíusdóttir (Ásavegi)

From Heimaslóð
(Redirected from Lilja Júlíusdóttir)
Jump to navigation Jump to search
Lilja Júlíusdóttir.

Lilja Júlíusdóttir húsfreyja fæddist 25. desember 1951 í Rvk og lést 10. maí 2011 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Júlíus Fjeldsted Óskarsson bóndi í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, Rang., síðar umsjónarmaður í Keflavík, f. 15. apríl 1914 á Hellissandi, d. 30. september 1992, og kona hans Guðmunda Erlendsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 27. október 1920, d. 15. maí 1984.

Börn Guðmundu og Júlíusar í Eyjum:
1. Lilja Júlíusdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 25. desember 1951, d. 10. maí 2011.
2. Bragi Júlíusson vélstjóri, vélvirki, verkstjóri, f. 11. september 1953, d. 20. júní 2021.

Lilja var með foreldrum sínum, flutti með þeim að Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ og ólst þar upp.
Hún vann við barnagæslu og verslun.
Lilja sat í stjórn Verslunarmannafélags Vestmannaeyja í nokkur ár.
Þau Ólafur giftu sig 1977, eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap á Núpi í Fljótshlíð 1973, fluttu til Eyja 1974, bjuggu við Ásaveg 32.
Lilja lést 2011.

I. Maður Lilju, (21. maí 1977), er Ólafur Guðmundsson vélfræðingur, vélvirki, f. 7. nóvember 1952.
Börn þeirra:
1. Júlía Ólafsdóttir leikskólastjóri í Eyjum,f. 6. desember 1972 í Keflavík.
2. Guðmundur Ólafsson rafvirki, býr í Eyjum, f. 14. júlí 1974 í Rvk.
3. Helgi Ólafsson skrifstofumaður, f. 9. apríl 1981 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 21. maí 2011. Minning.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.