„Jenný Sveinbjörnsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jenný Sveinbjörnsdóttir''' frá Hljómskálanum við Hvítingaveg 10 fæddist 2. júlí 1935 og lést 29. apríl 2004. <br> Foreldrar hennar voru Sveinbjör...)
 
m (Verndaði „Jenný Sveinbjörnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 2. júní 2021 kl. 17:48

Jenný Sveinbjörnsdóttir frá Hljómskálanum við Hvítingaveg 10 fæddist 2. júlí 1935 og lést 29. apríl 2004.
Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Einarsson húsasmiður, f. 12. júní 1890, d. 13. ágúst 1984, og kona hans Guðbjörg Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1897, d. 2. september 1987.

Börn Guðbjargar og Sveinbjarnar:
1. Fanney Sveinbjörnsdóttir, f. 12. september 1918, d. 29. desember 1990.
2. Guðmundur Ingvi Sveinbjörnsson, f. 30. janúar 1922, d. 10. ágúst 1943.
3. Daníel Sveinbjörnsson, f. 11. febrúar 1925, d. 24. nóvember 1930.
4. Marta Sveinbjörnsdóttir, f. 14. nóvember 1927, d. 2. janúar 2003.
5. Svava Sveinbjörnsdóttir, f. 3. janúar 1934.
6. Jenný Sveinbjörnsdóttir, f. 2. júlí 1935, d. 29. apríl 2004.

Jenný var með foreldrum sínum, í Hljómskálanum skamma stund, á Akureyri og Látrum á Látraströnd, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1943.
Þau Guðmundur giftu sig eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Svíþjóðar. Guðmundur lést 1977.
Jenný giftist Tomas, eignaðist með honum eitt barn.

I. Maður Jennýjar var Guðmundur Hólmkelsson hárskeri í Reykjavík, síðar í Svíþjóð, f. 7. febrúar 1934, d. 29. janúar 1977. Foreldrar hans voru Hólmkell Jónasson verkamaður á Siglufirði, f. 25. maí 1893, d. 19. október 1955, og Jósefína Hólmfríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 18. október 1894, d. 18. mars 1981.
Börn þeirra:
1. Regína Guðmundsdóttir húsfreyja í Svíþjóð, f. 18. desember 1956. Maður hennar Ingvar Johanson, sænskrar ættar, skildu.
2. Guðmundur Hólmkell Guðmundsson, f. 30. maí 1959. Kona hans Margret Guðmundsson.

II. Maður Jennýjar var Tomas, sænskur maður.
Barn þeirra:
3. Jenny.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.