„Knud Andersen (Sólbakka)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 27: Lína 27:
1. [[Ingibjörg Jóhanna Andersen]] húsfreyja, f. 14. desember 1939. Maður hennar var [[Óskar Þórarinsson (skipstjóri)|Óskar Þórarinsson]], látinn.<br>
1. [[Ingibjörg Jóhanna Andersen]] húsfreyja, f. 14. desember 1939. Maður hennar var [[Óskar Þórarinsson (skipstjóri)|Óskar Þórarinsson]], látinn.<br>
2. [[Hafdís Andersen]] húsfreyja, f. 21. desember 1949, d. 11. nóvember 1997. Maður hennar er [[Sigurbjörn Hilmarsson]].<br>
2. [[Hafdís Andersen]] húsfreyja, f. 21. desember 1949, d. 11. nóvember 1997. Maður hennar er [[Sigurbjörn Hilmarsson]].<br>
3. [[Pétur Andersen (vélstjóri)|Pétur Andersen]] vélstjóri, verslunarmaður, f. 16. desember 1943.  
3. [[Pétur Andersen (vélstjóri)|Pétur Andersen]] vélstjóri, verslunarmaður, f. 16. desember 1943, d. 1. nóvember 2009.  
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  

Núverandi breyting frá og með 7. september 2021 kl. 10:47

Knud Andersen.

Knud Kristján Andersen frá Sólbakka, vélstjóri, skipstjóri, yfirverkstjóri fæddist 23. mars 1913 í Landlyst og lést 13. desember 2000.
Foreldrar hans voru Hans Peter Andersen útgerðarmaður og skipstjóri á Sólbakka í Eyjum, ættaður frá Danmörku, f. 30. mars 1887 í Frederiksand, d. 6. apríl 1955 og kona hans Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1889 í Sigluvíkursókn í V-Landeyjum, d. 23. nóvember 1934.

Börn Jóhönnu og Péturs:
1. Valgerði Ólafía Eva Andersen, f. 9. nóvember 1908, d. 17. september 1992.
2. Willum Jörgen Andersen, f. 30. september 1910, d. 17. júlí 1988.
3. Knud Kristján Andersen, f. 23. mars 1913, d. 13. desember 2000.
4. Njáll Andersen, f. 24. júní 1914, d. 27. október 1999.
5. Emil Marteinn Andersen, f. 31. júlí 1917, d. 17. mars 1995.
6. Guðrún Svanlaug Andersen, f. 2. mars 1921, d. 25. september 2009.

Börn Péturs og Magneu síðari konu hans:
1. Jóhann Júlíus Andersen, síðar á Seltjarnarnesi, f. 14. nóvember 1938 á Sólbakka.
2. Drengur, f. 1. mars 1942 á Sólbakka, d. 21. maí 1942.
3. Valgerður Andersen húsfreyja, matsveinn, f. 9. desember 1944 á Sólbakka, d. 3. júlí 2013.

Knud var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði vél- og skipstjórn og vann sem slíkur við útgerð föður síns, en varð síðar útgerðarmaður í eigin útgerð og með Willum bróður sínum.
Um 1945 hætti hann sjósókn og varð vélstjóri og síðan yfirverkstjóri í nokkur ár í Hraðfrystistöðinni, en síðan varð hann lagermaður hjá Vélsmiðjunni Völundi, sem varð Skipalyftan hf.. Þar vann hann meðan heilsan leyfði til 1987.
Þau Rakel giftu sig 1937, eignuðust þrjú börn. Við giftingu bjó Knud á Sólbakka og Rakel á Brekastíg 33, og á Brekastíg 33 bjuggu þau í fyrstu.
Þeir bræður Njáll og Knud og konur þeirra byggðu parhús við Hásteinsveg, Knud númer 27 og Njáll 29. Þar bjuggu hjónin meðan bæði lifðu, en Knud bjó síðast í Hraunbúðum.
Rakel lést 1993 og Knud 2000.

I. Kona Knuds, (30. október 1937), var Jónína Rakel Friðbjarnardóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1918, d. 23. maí 1993.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Jóhanna Andersen húsfreyja, f. 14. desember 1939. Maður hennar var Óskar Þórarinsson, látinn.
2. Hafdís Andersen húsfreyja, f. 21. desember 1949, d. 11. nóvember 1997. Maður hennar er Sigurbjörn Hilmarsson.
3. Pétur Andersen vélstjóri, verslunarmaður, f. 16. desember 1943, d. 1. nóvember 2009.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.