„Lísa Óskarsdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga
m (Viglundur færði Guðrún Lísa Óskarsdóttir á Lísa Óskarsdóttir (kennari)) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 3: | Lína 3: | ||
Börn Ástu og Óskars:<br> | Börn Ástu og Óskars:<br> | ||
1. [[Guðrún Lísa Óskarsdóttir]] kennari, f. 1. janúar 1936 í Hlíð.<br> | 1. [[Lísa Óskarsdóttir (kennari)|Guðrún ''Lísa'' Óskarsdóttir]] kennari, f. 1. janúar 1936 í Hlíð.<br> | ||
2. [[Þórunn Ólý Óskarsdóttir]] húsfreyja, f. 11. nóvember 1947 í Sólhlíð 6.<br> | 2. [[Þórunn Ólý Óskarsdóttir]] húsfreyja, f. 11. nóvember 1947 í Sólhlíð 6.<br> | ||
Útgáfa síðunnar 5. mars 2021 kl. 10:44
Guðrún Lísa Óskarsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 1. janúar 1936 í Hlíð.
Foreldrar hennar voru Óskar Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, úrgerðarstjóri, f. 4. desember 1906 í Hallgeirsey í A.-Landeyjum, d. 8. desember 1987, og kona hans Ásta Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1911 í Hlíð, d. 12. febrúar 1986.
Börn Ástu og Óskars:
1. Guðrún Lísa Óskarsdóttir kennari, f. 1. janúar 1936 í Hlíð.
2. Þórunn Ólý Óskarsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1947 í Sólhlíð 6.
Lísa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Skógaskóla u. Eyjafjöllum 1952, lauk Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni 1955, lauk handavinnukennaraprófi 1957, stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978-1979 og stundaði framhaldsnám í handlistum í Kennaraháskóla Íslands 1981-1982.
Lísa kenndi við Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1957-1960, Barnaskólann í Eyjum 1961-1962, stundakennari þar 1962-1964, kennari þar 1964-1973, kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn og síðast í Foldaskóla í Reykjavík.
Lísa var trúnaðarmaður Sambands íslenskra barnakennara 1975-1977.
Hún bjó á Setbergi 31 í Þorlákshöfn, síðan á Selfossi, en dvelur nú á Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri.
Guðrún Lísa eignaðist barn með Sigurði 1960.
Þau Ólafur giftu sig 1967, eignuðust tvö börn, en skildu.
I. Barnsfaðir Guðrúnar Lísu var Sigurður Björn Viktorsson sjómaður, f. 18. júní 1929, d. 20. apríl 2001. Foreldrar hans voru Sigurjón Viktor Finnbogason sjómaður í Reykjavík, f. 9. september 1907, d. 3. mars 1946, og Kristín Pálína Sigurðardóttir frá Siglufirði, f. 6. júní 1906, d. 6. apríl 1997. Fósturforeldrar hans voru Meyvant Meyvantsson og Kristbjörg Jónsdóttir.
Barn þeirra:
1. Óskar Þór Sigurðsson tæknifræðingur, f. 26. mars 1960, d. 17. desember 2007. Sambúðarkona Ásta Margrét Grétarsdóttir.
II. Maður Lísu, (6. maí 1967, skildu), var Ólafur Edvinsson, f. 17. september 1934 á Sandi í Sandey í Færeyjum, d. 10. desember 1995. Foreldrar hans voru Edvin Sigmund Olsen og Susanna Catarina Olsen.
Börn þeirra:
2. Andri Ólafsson trésmíðameistari, f. 20. febrúar 1965. Fyrrum kona hans Erna Jónsdóttir.
3. Súsanna Ólafsdóttir hestatamningamaður og -kennari, f. 5. mars 1968. Barnsfaðir hennar Jón Rúnar Arnarson. Maður hennar Guðmundur Björgvinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.