„Þórey Guðjóns (Svanhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Þórey Guðjóns. '''Þórey Guðjóns''' frá Svanhól, húsfreyja, starfsmaður á leikskóla, fiskiðnaðarkona fæddist 1. ágúst 19...)
 
m (Verndaði „Þórey Guðjóns (Svanhól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 13. febrúar 2021 kl. 17:17

Þórey Guðjóns.

Þórey Guðjóns frá Svanhól, húsfreyja, starfsmaður á leikskóla, fiskiðnaðarkona fæddist 1. ágúst 1944 í Svanhól og lést 31. desember 2000 á Sjúkrahúsi Suðurlands.
Móðir hennar var Sigrún Guðjónsdóttir frá Norðurbænum á Kirkjubæ, vinnukona, f. 9. júlí 1907, d. 20. júní 1967.

Þórey var með móður sinni og fjölskyldunni í Svanhól í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1960, stundaði nám í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði 1963-1964.
Þórey vann afgreiðslustörf og við fiskiðnað, en var síðar starfsmaður á leikskóla á Selfossi.
Þau Agnar giftu sig 1967, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Selfossi frá 1968.
Þórey lést 2000.

I. Maður Þóreyjar, (31. desember 1967), er Agnar Pétursson frá Fagurhól byggingameistari, f. þar 14. mars 1948.
Börn þeirra;
1. Sigrún Agnarsdóttir húsfreyja, dagmóðir, starfsmaður á leikskóla, f. 6. ágúst 1968. Maður hennar Gunnar Ingi Gunnarsson.
2. Þór Agnarsson húsasmiður, f. 14. júlí 1972. Kona hans María Kristín Magnúsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.