„Sigríður Sylvía Jakobsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigríður Sylvía Jakobsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 30: Lína 30:
[[Flokkur: Skrifstofumenn]]
[[Flokkur: Skrifstofumenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar við Brekastíg 32]]
[[Flokkur: Íbúar við Brekastíg]]
[[Flokkur: Íbúar við Faxastíg]]
[[Flokkur: Íbúar við Faxastíg]]
[[Flokkur: Íbúar við Brimhólabraut]]
[[Flokkur: Íbúar við Brimhólabraut]]

Útgáfa síðunnar 2. febrúar 2021 kl. 11:43

Sigríður Sylvía Jakobsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 7. nóvember 1945 á Brekastíg 32.
Foreldrar hennar voru Jakob Óskar Ólafsson frá Arnardrangi, hafnargjaldkeri, bankastarfsmaður, skrifstofustjóri, f. 18. ágúst 1915 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 18. febrúar 1992, og kona hans Jóhanna María Bjarnasen húsfreyja, f. 19. nóvember 1919, d. 15. júlí 1972.

Börn Jóhönnu og Jakobs:
1. Guðrún Jóhanna Jakobsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 11. júní 1943 á Brekastíg 32. Maður hennar Sigurður Ágúst Tómasson.
2. Sigríður Sylvía Jakobsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 7. nóvember 1945 á Brekastíg 32. Maður hennar Eyjólfur Martinsson, látinn.
3. Ólafur Óskar Jakobsson skrifstofumaður, f. 15. ágúst 1952 á Faxastíg 1. Kona hans Sigríður Þórarinsdóttir.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1962.
Sigríður var skiptinemi í San Diego í Kaliforníu júlí 1962-júlí 1963. Hún nam í Iðnskólanum og lauk honum á einu ári.
Sigríður lærði í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1965-1966.
Hún vann skrifstofustörf í Útvegsbankanum í Reykjavík 1963-1964, flutti til Eyja 1965 og vann skrifstofustörf hjá Ísfélaginu til haustsins, er hún fór í Húsmæðraskólann í Reykjavík, sneri til Eyja 1966.
Þau Eyjólfur giftu sig 1966, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 22.
Eyjólfur lést 2011.
Sigríður Sylvía býr á Háaleitisbraut 20.

I. Maður Sigríðar Sylvíu, (25. ágúst 1966 í Reykjavík), var Eyjólfur Martinsson framkvæmdastjóri, f. 23. maí 1937, d. 17. desember 2011.
Börn þeirra:
1. Jóhanna María Eyjólfsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, fjölmiðlafræðingur, aðstoðarmaður ráðherra, djákni, f. 8. september 1967. Fyrrum maður hennar Albert Pálsson.
2. Martin Eyjólfsson, hefur verslunarpróf, sendiherra, ráðuneytisstjóri, f. 18. maí 1971. Kona hans Eva Þengilsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.