Jóhanna María Eyjólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni fæddist 8. september 1967 í Eyjum.
Foreldrar hennar Eyjólfur Martinsson framkvæmdastjóri, f. 23. maí 1937, d. 17. desember 2011, og kona hans Sigríður Sylvía Jakobsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1945.

Börn þeirra:
1. Jóhanna María Eyjólfsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, fjölmiðlafræðingur, aðstoðarmaður ráðherra, djákni, f. 8. september 1967. Fyrrum maður hennar Albert Pálsson.
2. Martin Eyjólfsson, lögfræðingur, sendiherra, síðar ráðuneytisstjóri, f. 18. maí 1971. Kona hans Eva Þengilsdóttir.

Jóhanna var með foreldrum sínum, en flutti til Rvk 16 ára.
Hún lærði í Verslunarskólanum í Rvk, lauk prófum í sagnfræði og fjölmiðlafræði í HÍ. Síðar var hún í djáknanámi í guðfræðideild HÍ og las þá einnig uppeldis- og kennslufræði.
Jóhanna var ritstjóri Stúdentablaðsins í eitt ár, var formaður klúbbsins Geysis og beitti sér í geðverndarmálum, var formaður Píetasamtakanna og lagði ríka áherslu að opna umræðuna um sjálfsvíg. Hún vann um tvö skeið hjá Ríkisútvarpinu og einnig hjá menntamálaráðuneytinu.
Jóhanna réðst til Áskirkju, er þar djákni, en starfar einnig hjá menntasviði Kópavogs að stuðningsþjónustu í grunnskólunum fyrir börn og ungmenni, sem líður ekki vel.
Þau Albert giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu

I. Maður Jóhönnu var Albert Pálsson, f. 12. júlí 1962, d. 21. ágúst 2012. Foreldrar hans Páll Björnsson frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, V.-Skaft, búfræðingur, vinnuvélastjóri, smiður, f. 18. nóvember 1932, d. 26. maí 2020, og kona hans Guðrún Albertsdóttir úr Dalasýslu, húsfreyja, verslunarmaður, f. 19. maí 1936.
Börn þeirra:
1. Anton Emil Albertsson, f. 7. febrúar 1997.
2. Benedikt Aron Albertsson, f. 24. mars 2005.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Fréttablaðið 4. apríl 2020. Viðtal við Jóhönnu.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Páls Björnssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.