„Geir Geirsson (Kanastöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Geir Geirsson (Kanastöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 6: Lína 6:
2. [[Sigríður Geirsdóttir (Kanastöðum)|Sigríður Geirsdóttir]] húsfreyja, f. 7. júlí 1907, d. 29. nóvember 1985. Maður hennar var [[Sigurður Gunnarsson (Vík)|Sigurður Ásgeir Gunnarsson]] kaupmaður.<br>
2. [[Sigríður Geirsdóttir (Kanastöðum)|Sigríður Geirsdóttir]] húsfreyja, f. 7. júlí 1907, d. 29. nóvember 1985. Maður hennar var [[Sigurður Gunnarsson (Vík)|Sigurður Ásgeir Gunnarsson]] kaupmaður.<br>
3. [[Guðrún Geirsdóttir (Kanastöðum)|Guðrún Geirsdóttir]] húsfreyja, f. 18. desember 1908, d. 15. september 1988. Maður hennar [[Gunnlaugur Loftsson (kaupmaður)|Gunnlaugur Loftsson]] kaupmaður.<br>
3. [[Guðrún Geirsdóttir (Kanastöðum)|Guðrún Geirsdóttir]] húsfreyja, f. 18. desember 1908, d. 15. september 1988. Maður hennar [[Gunnlaugur Loftsson (kaupmaður)|Gunnlaugur Loftsson]] kaupmaður.<br>
4. [[Tómas Geirsson (Kanastöðum)|Tómas Geisson]] kaupmaður, f. 20. júní 1912, d. 24. febrúar 1991. Kona hans [[Dagný Ingimundardóttir]] húsfreyja,  kaupmaður.<br>
4. [[Tómas Geirsson (Kanastöðum)|Tómas Geirsson]] kaupmaður, f. 20. júní 1912, d. 24. febrúar 1991. Kona hans [[Dagný Ingimundardóttir]] húsfreyja,  kaupmaður.<br>
5. [[Marta Geirsdóttir (Kanastöðum)|Marta Þórunn Geirsdóttir]] gjaldkeri, f. 11. mars 1914, d. 27. ágúst 1989, ógift.<br>
5. [[Marta Geirsdóttir (Kanastöðum)|Marta Þórunn Geirsdóttir]] gjaldkeri, f. 11. mars 1914, d. 27. ágúst 1989, ógift.<br>
6. [[Geir Geirsson (Kanastöðum)|Geir Ísleifur Geirsson]] rafvirkjameistari, f. 20. maí 1922, d. 9. apríl 1999. Kona hans Bryndís Jónsdóttir deildarstjóri.
6. [[Geir Geirsson (Kanastöðum)|Geir Ísleifur Geirsson]] rafvirkjameistari, f. 20. maí 1922, d. 9. apríl 1999. Kona hans Bryndís Jónsdóttir deildarstjóri.

Núverandi breyting frá og með 26. janúar 2021 kl. 18:21

Geir Ísleifur Geirsson frá Kanastöðum, rafvirkjameistari í Reykjavík fæddist 20. maí 1922 á Kanastöðum í A.-Landeyjum og lést 9. apríl 1999 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Geir Ísleifsson bóndi á Kanastöðum, f. þar 26. apríl 1882, d. þar 20. maí 1923, og kona hans Guðrún Tómasdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 26. nóvember 1883 á Reyðarvatni á Rangárvöllum, d. 4. maí 1978 í Reykjavík.

Börn Guðrúnar og Geirs:
1. Tómas Geirsson, f. 7. júlí 1907, d. 29. október 1907.
2. Sigríður Geirsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1907, d. 29. nóvember 1985. Maður hennar var Sigurður Ásgeir Gunnarsson kaupmaður.
3. Guðrún Geirsdóttir húsfreyja, f. 18. desember 1908, d. 15. september 1988. Maður hennar Gunnlaugur Loftsson kaupmaður.
4. Tómas Geirsson kaupmaður, f. 20. júní 1912, d. 24. febrúar 1991. Kona hans Dagný Ingimundardóttir húsfreyja, kaupmaður.
5. Marta Þórunn Geirsdóttir gjaldkeri, f. 11. mars 1914, d. 27. ágúst 1989, ógift.
6. Geir Ísleifur Geirsson rafvirkjameistari, f. 20. maí 1922, d. 9. apríl 1999. Kona hans Bryndís Jónsdóttir deildarstjóri.

Geir var skírður eins árs við kistu föður síns. Hann var með móður sinni og systkinum á Kanastöðum og flutti með þeim til Eyja 1924.
Móðir hans byggði húsið Kanastaði við Hásteinsveg 22 og bjó þar til 1946, er hún flutti til Reykjavíkur.
Geir nam við Bændaskólann á Hólum og lauk búfræðiprófi.
Hann vann hjá Heildversluninni Heklu uns hann hóf rafvirkjanám í Hafnarfirði og fékk sveinsréttindi 1948 og meistararéttindi 1954.
Geir var skipverji á norsku olíuflutningaskipi, sem sigldi víða 1952-1953. Þar var hann rafvirki og vélamaður.
Hann var rafvirki hjá Eliheimilinu Grund 1954-1987. Þá vann hann hjá raftækjadeild O. Johnson og Kaaber og Búrfellsvirkjun, en vann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli 1987-1997.
Þau Bryndís giftu sig 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Skaftahlíð og á Selbraut á Seltjarnarnesi.
Geir Ísleifur lést 1999 og Bryndís 2016.

I. Kona Geirs Ísleifs , (3. apríl 1954 ), var Bryndís Jónsdóttir deildarstjóri í dóms– og kirkjumálaráðuneytinu, f. 11. október 1927, d. 14. apríl 2016. Foreldrar hennar voru Jón Ólafur Gunnlaugsson deildarstjóri, f. 8. október 1890 að Kiðabergi í Grímsnesi, d. 23. ágúst 1979, og kona hans Ingunn Elín Þórðardóttir, húsfreyja, f. 3. desember 1898 í Mýratúnskóla á Seltjarnarnesi, d. 2. janúar 1968.
Börn þeirra:
1. Jón Ólafur Geirsson, ættleiddur sonur Geirs, kennari, f. 25. nóvember 1950. Barnsmóðir hans Inga Mjöll Harðardóttir.
2. Geir Óttar Geirsson leikmyndahöfundur, f. 6. nóvember 1954. Kona hans Margrét Harðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.