„Gísli Grímsson (Haukabergi)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Gísli Grímsson (Haukabergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 23: | Lína 23: | ||
Börn þeirra:<br> | Börn þeirra:<br> | ||
1. [[Erla Ólafía Gísladóttir]] húsfreyja, kaupmaður á Selfossi, f. 21. maí 1955. Maður hennar Kristinn Ómar Grímsson.<br> | 1. [[Erla Ólafía Gísladóttir]] húsfreyja, kaupmaður á Selfossi, f. 21. maí 1955. Maður hennar Kristinn Ómar Grímsson.<br> | ||
2. [[Grímur Gíslason (framkvæmdastjóri)|Grímur Gíslason]] framkvæmdastjóri, f. 26. apríl 1960. Fyrrum kona hans Bryndís Anna Guðmundsdóttir. Kona hans Guðrún Hjörleifsdóttir. | 2. [[Grímur Gíslason (framkvæmdastjóri)|Grímur Gíslason]] framkvæmdastjóri, f. 26. apríl 1960. Fyrrum kona hans [[Bryndís Anna Guðmundsdóttir]]. Kona hans Guðrún Hjörleifsdóttir. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. |
Núverandi breyting frá og með 19. desember 2024 kl. 19:09
Gísli Grímsson frá Haukabergi, vélstjóri, vélvirki fæddist 16. janúar 1931 á Gunnarshólma og lést 29. mars 2016 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Grímur Gíslason skipstjóri, f. 20. apríl 1898, d. 31. mars 1980, og kona hans Guðbjörg Magnúsdóttir frá Felli, húsfreyja, f. 11. ágúst 1901, d. 5. maí 1982.
Börn Guðbjargar og Gríms:
1. Magnús Grímsson skipstjóri, f. 10. september 1921 á Felli, d. 16. desember 2008.
2. Anton Einar Grímsson vélstjóri mjólkurfræðingur, verkstjóri, f. 14. október 1924 á Felli, d. 11. júní 2014.
3. Anna Sigríður Grímsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1928 á Gunnarshólma.
4. Gísli Grímsson vélstjóri, vélvirki, f. 16. janúar 1931 á Gunnarshólma, d. 29. mars 2016.
5. Guðni Grímsson vélstjóri, f. 13. nóvember 1934 í Uppsölum við Vestmannabraut 51.
Gísli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélstjórn í Vélskólanum, en nam síðar vélvirkjun í Magna.
Hann hóf sjómennsku ungur með föður sínum og var á ýmsum bátum, var vélstjóri til sjós um skeið.
Gísli var vigtarmaður og bílstjóri hjá Vinnslustöðinni.
Eftir vélvirkjanám vann hann í Magna fram að Gosi 1973, en vann þá á Selfossi við vélaviðgerðir, en síðan starfaði hann í Áhaldahúsinu á Selfossi.
Þau Bjarney fluttu til Eyja 1976 og Gísli vann hjá Bæjarveitum Vestmannaeyja og þar vann hann til starfsloka 2001.
Þau Bjarney giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Helgafellsbraut 20, þá á Heiðarvegi 52. Þau byggðu við Grænuhlíð 5. Við Gos fluttu þau á Selfoss, bjuggu á Heimahaga 5. Eftir flutning til Eyja 1976 keyptu þau hús í byggingu við Illugagötu 21, fullgerðu það og bjuggu þar uns þau fluttu aftur á Selfoss 2002, bjuggu þar í Sóltúni 36.
Þau fluttu heim í desember 2015 og Gísli dvaldi á öldrunardeild Sjúkrahússins.
Hann lést 2016. Bjarney býr við Kleifahraun 14a.
I. Kona Gísla, (22. mars 1953), er Bjarney Sigurlín Erlendsdóttir frá Ólafshúsum, húsfreyja, f. 20. febrúar 1932.
Börn þeirra:
1. Erla Ólafía Gísladóttir húsfreyja, kaupmaður á Selfossi, f. 21. maí 1955. Maður hennar Kristinn Ómar Grímsson.
2. Grímur Gíslason framkvæmdastjóri, f. 26. apríl 1960. Fyrrum kona hans Bryndís Anna Guðmundsdóttir. Kona hans Guðrún Hjörleifsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Erla Ólafía.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 16. apríl 2016. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.