Guðbjörg Magnúsdóttir (Felli)
Guðbjörg Magnúsdóttir frá Felli, húsfreyja á Haukabergi fæddist 11. ágúst 1901 í Garðhúsum og lést 5. maí 1982.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon útgerðarmaður, formaður, f. 5. júlí 1874 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 25. september 1940, og kona hans Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 30. september 1873 í Gerðakoti u. Eyjafjöllum, d. 27. janúar 1948.
Börn Guðrúnar og Magnúsar:
1. Guðbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1901 í Garðhúsum, d. 5. maí 1982.
2. Þórður Magnússon, f. 21. febrúar 1904 í Nýborg, d. 26. maí 1904 í Jómsborg.
3. Anna Sigurbjörg Magnúsdóttir, f. 14. febrúar 1908 á Felli, d. 11. ágúst 1923.
Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Grímur giftu sig 1921, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu á Felli, síðar á Gunnarshólma við Vestmannabraut 37, þá á Uppsölum við Vestmannabraut 51, en að lokum á Haukabergi við Vestmannabraut 11. Þau skildu.
Þau Ingvar giftu sig 1955, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu á Haukabergi.
Guðbjörg lést 1982 og Ingvar 1995.
Guðbjörg var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (4. júní 1921), var Grímur Gíslason skipstjóri, f. 20. apríl 1898 á Stokkseyri, d. 31. mars 1980.
Börn þeirra:
1. Magnús Grímsson skipstjóri, f. 10. september 1921 á Felli, d. 16. desember 2008.
2. Anton Einar Grímsson vélstjóri,
mjólkurfræðingur, verkstjóri, f. 14. október 1924 á Felli, d. 11. júní 2014.
3. Anna Sigríður Grímsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1928 á Gunnarshólma.
4. Gísli Grímsson vélstjóri, vélvirki, f. 16. janúar 1931 á Gunnarshólma, d. 29. mars 2016.
5. Guðni Grímsson vélstjóri, f. 13. nóvember 1934 í Uppsölum við Vestmannabraut 51.
I. Síðari maður Guðbjargar, (21. maí 1955), var Ingvar Gíslason frá Grund á Stokkseyri, vélstjóri, skipstjóri, f. þar 7. júlí 1913, síðast á Kleifahrauni 2c, d. 11. mars 1995.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.